Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 262 . mál.


351. Tillaga til þingsályktunar



um undirbúning vegna hálfrar aldar afmælis lýðveldisins 1994.

(Lögð fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



     Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa sex manna nefnd til að gera tillögur um hvernig fagna eigi hálfrar aldar afmæli hins íslenska lýðveldis árið 1994. Skal hver þingflokkur tilnefna einn fulltrúa til setu í nefndinni.
     Forsætisráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Sumarið 1994 verða liðin 50 ár frá stofnun íslenska lýðveldisins og er við hæfi að þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verði minnst með viðeigandi hætti. Nefndin skal gera tillögur um hvernig fagna eigi þessum tímamótum, auk þess að taka afstöðu til hvernig undirbúningi afmælisins skuli háttað.