Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 263 . mál.


363. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á vaxtalögum, nr. 25 27. mars 1987.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Eirík Guðnason, aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands.
     Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins en væntir þess jafnframt að Seðlabanki Íslands taki í kjölfarið nýja ákvörðun um lækkun dráttarvaxta sem taki gildi 1. desember nk. Þá tekur nefndin fram að hún telur mikilvægt að vextir lækki almennt.
    Halldór Ásgrímsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. nóv. 1992.



Vilhjálmur Egilsson,

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Kristín Ástgeirsdóttir.


form., frsm.



Steingrímur J. Sigfússon.

Guðjón Guðmundsson.

Guðmundur H. Garðarsson.



Einar K. Guðfinnsson.

Sigbjörn Gunnarsson.





Fylgiskjal.


Bréf Eiríks Guðnasonar til nefndarinnar


um ákvörðun um dráttarvexti í desember nk.


(26. nóvember 1992.)



    Eins og rætt var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun hef ég kannað möguleika þess að taka upp ákvörðun um dráttarvexti frá 1. desember nk.
    Niðurstaðan er sú að verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum í dag muni Seðlabankinn endurskoða fyrri ákvörðun um dráttarvexti sem gildi taka 1. desember nk. og að þeir verði þá ákveðnir 16–16,5% í stað 18,25% samkvæmt fyrri ákvörðun og í stað 18,5% sem þeir eru nú. Tæknilega mun vera unnt að framkvæma þetta, þó því aðeins að frumvarpið verði að lögum í dag eins og áður sagði.