Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 280 . mál.


397. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um breytingar á Rafmagnseftirliti ríkisins.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.


    Áformar ráðherra að breyta lögum nr. 60/1979, um Rafmagnseftirlit ríkisins, svo og starfsemi stofnunarinnar?
    Ef svo er, í hverju eru þær breytingar í aðalatriðum fólgnar?
    Á hvern hátt snerta áformaðar breytingar störf og stöður starfsmanna Rafmagnseftirlits ríkisins í Reykjavík og annars staðar á landinu?
    Hefur ráðherra haft samráð við starfsmenn Rafmagnseftirlitsins og aðra hlutaðeigandi um ráðgerðar breytingar og hvernig hefur því verið háttað?


Skriflegt svar óskast.