Ferill 279. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 279 . mál.


430. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lánsfjárlögum fyrir árið 1992, nr. 2/1992.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur haft til umfjöllunar tillögu til breytinga á lánsfjárlögum fyrir árið 1992. Breytingin, sem lögð er til, er tilkomin vegna þess að útgefnir húsbréfaflokkar eru á þrotum og vantar á markað húsbréf að upphæð sem nemur 1 milljarði króna á þessu ári.
    Að sögn formanns stjórnar Húsnæðisstofnunar er talið óhagkvæmt að gefa út húsbréfaflokka sem nema lægri upphæð en 4 milljörðum króna og er því meiningin að 3 milljarðar króna verði fluttir yfir á næsta ár en 1 milljarður króna nýtist á þessu ári.
    Undirritaðir nefndarmenn eru samþykkir því að þörf er fyrir þennan húsbréfaflokk en telja rétt að ríkisstjórnarflokkarnir beri ábyrgð á þessum hluta lánsfjárlaganna fyrir árið 1992 eins og lögunum í heild og munu því sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. des. 1992.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


frsm.