Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 145 . mál.


533. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1993.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GuðjG, IBA, RG, SP).


    Við 1. gr. Í stað „15.800 m.kr.“ komi: 15.400 m.kr.
    Við 3. gr.
         
    
    Í stað „6.230 m.kr.“ í 1. málsl. komi: 5.620 m.kr.
         
    
    Í stað „3.540 m.kr.“ í 1. tölul. komi: 3.900 m.kr.
         
    
    3. tölul. falli brott.
         
    
    Við greinina bætist nýr töluliður er orðist svo: Síldarverksmiðjur ríkisins, allt að 130 m.kr.
    Við 4. gr.
         
    
    Í stað „7.450 m.kr.“ í 1. tölul. komi: 7.750 m.kr.
         
    
    Í stað „2.290 m.kr.“ 2. tölul. komi: 3.860 m.kr.
         
    
    Í stað „6.691 m.kr.“ í 3. tölul. komi: 6.870 m.kr.
         
    
    Í stað „12.000 m.kr.“ í 4. tölul. komi: 8.000 m.kr.
         
    
    Í stað „2.300 m.kr.“ í 7. tölul. komi: 2.600 m. kr.
    Við 5. gr. Við greinina bætist nýr töluliður er orðist svo: Póst- og símamálastofnun, allt að 1.280 m.kr., til þátttöku í lagningu ljósleiðara yfir Norður-Atlantshafið.
    Við 6. gr. Á eftir fyrri málslið fyrri málsgreinar komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ávallt er þó heimilt að nýta erlenda lántökuheimild til lántöku innan lands.
Við 11. gr. Í stað greinarinnar komi 20 nýjar greinar er orðist svo:
         
    
(11. gr.)    
                            Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. laga nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs eigi vera hærra en 12 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (12. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. laga nr. 50/1957, um menningarsjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1993.
         
    
(13. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 22. og 23. gr. laga nr. 68/1985, útvarpslaga, með áorðnum breytingum, skulu tekjur á árinu 1993 vegna aðflutningsgjalda af innfluttum hljóðvarps- og sjónvarpstækjum ásamt fylgihlutum renna í ríkissjóð.
         
    
    (14. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 46. gr. laga nr. 88/1989, þjóðminjalaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs í Húsafriðunarsjóð eigi nema hærri fjárhæð en 10,5 m.kr. á árinu 1993. Þrátt fyrir ákvæði 49. gr. sömu laga skal kostnaður við húsafriðunarnefnd greiðast úr Húsafriðunarsjóði.
         
    
    (15. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. tölul. 4. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar landbúnaðarins falla niður á árinu 1993.
         
    
    (16. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 84/1989, búfjárræktarlaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til launa og vegna ræktunarstöðva eigi vera hærra en 34,8 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (17. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 56/1987, jarðræktarlaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til launa héraðsráðunauta eigi vera hærra en 40,1 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (18. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði d-liðar 3. gr. laga nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð Íslands, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1993.
         
    
    (19. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 21/1981, um kirkjubyggingasjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 1 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (20. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 51/1972, um Bjargráðasjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1993.
         
    
    (21. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Gæsluvistarsjóðs falla niður á árinu 1993.
         
    
    (22. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 42. gr. laga nr. 108/1984, lyfjalaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Lyfsölusjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 0,9 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (23. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 31. gr. laga nr. 69/1984, um Hafnabótasjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs ekki nema hærri fjárhæð en 90 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (24. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 8. og 26. gr. laga nr. 79/1985, um skipulag ferðamála, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Ferðamálasjóðs og til sérstakra verkefna Ferðamálasjóðs samkvæmt fyrrnefndum lögum ekki nema hærri fjárhæð en 68 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (25. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 2. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með áorðnum breytingum, skulu 344 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögum renna í ríkissjóð á árinu 1993.
         
    
    (26. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1964, skipulagslaga, með áorðnum breytingum, skal mótframlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 30,3 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (27. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 3., 4., 5. og 13. gr. laga nr. 52/1957, um eyðingu refa og minka, sbr. 33. gr. laga nr. 1/1992, skal framlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 28,3 m.kr. á árinu 1993. Ríkissjóður endurgreiðir ekki á árinu 1993 kostnað við refa- og minkaveiðar í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 2.000, miðað við íbúafjölda 1. desember árið á undan. Umhverfisráðherra er heimilt, að fengnum tillögum veiðistjóra, að ákveða að ríkissjóður taki ekki þátt í kostnaði við minkaveiðar, grenjaleit og grenjavinnslu á tilteknum svæðum. Umhverfisráðuneyti skal auglýsa fyrir 1. maí til hvaða landsvæða ákvörðunin tekur og hver séu mörk þeirra. Sveitarstjórnum og stjórnum upprekstrarfélaga er heimilt á árinu 1993 að fella niður grenja- og minkaleitir á svæðum þar sem ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við veiðarnar og umhverfisráðuneyti auglýsir skv. 4. málsl. Ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við leit að áður óþekktum tófugrenjum nema veiðistjóri samþykki leitina fyrir fram. Í stað „3.000 kr.“ í lokamálslið 13. gr. laganna komi: 4.000 kr.
         
    
    (28. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 75. gr. laga nr. 87/1989, um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, með áorðnum breytingum, skal framlag til uppgjörs á stofnkostnaði við sveitarfélög eigi nema hærri fjárhæð en 405 m.kr. á árinu 1993.
         
    
    (29. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 9. gr. laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, með áorðnum breytingum, og 7. gr. laga nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, með áorðnum breytingum, er landbúnaðarráðherra heimilt að innheimta gjald af sláturleyfum til greiðslu kostnaðar sem af yfirmati samkvæmt lögunum leiðir.
    Á eftir 11. gr. komi ný grein (er verði 30. gr.), svohljóðandi:
                  Fjármálaráðherra er heimilt að yfirtaka skuldbreytingarlán til loðdýrabænda, að fjárhæð allt að 300 m.kr., sem stofnað hefur verið til á grundvelli 1. gr. laga nr. 112/1989, um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar, og að aflétta þeim veðtryggingum sem teknar hafa verið í sambandi við ábyrgð ríkissjóðs, enda taki Stofnlánadeild landbúnaðarins þátt í hliðstæðum aðgerðum.
    Viðauki orðist svo:

Heimilaðar innlendar og erlendar lántökur hins opinbera 1993.


Innlend

Erlend

Heildar-

Í milljónum króna

lántaka

lántaka

lántökur


Ríkissjóður Íslands     
10.300
5.100 15.400
Landsvirkjun     
-
7.750 7.750
Byggingarsjóður ríkisins     
3.860
- 3.860
Byggingarsjóður verkamanna     
6.870
- 6.870
Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins     
8.000
- 8.000
Stofnlánadeild landbúnaðarins     
400
300 700
Byggðastofnun     
100
550 650
Iðnlánasjóður     
100
2.500 2.600
Iðnþróunarsjóður     
100
600 700
Ferðamálasjóður     
-
130 130
Vatnsleysustrandarhreppur     
-
55 55
Bæjarveitur Vestmannaeyja     
-
12 12
Norræni fjárfestingarbankinn     
-
22 22
Póst- og símamálastofnun     
-
1.280 1.280
Samtals     
29.730
18.299 48.029