Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 440 . mál.


749. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992–93.)



1. gr.


    Við 1. gr. laganna bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
    bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar og Austurríkis, Finnlands, Íslands, Liechtensteins, Noregs og Svíþjóðar hins vegar, sem undirrituð var í Brussel hinn 17. mars 1993;
    bókun um breytingu á samningnum milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, milli Austurríkis, Finnlands, Íslands, Liechtensteins, Noregs og Svíþjóðar, sem undirrituð var í Brussel hinn 17. mars 1993;
    bókun um breytingu á samningnum um fastanefnd EFTA-ríkjanna, milli Austurríkis, Finnlands, Íslands, Liechtensteins, Noregs og Svíþjóðar, sem undirrituð var í Brussel hinn 17. mars 1993.

2. gr.

    Við 2. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Inngangsorð og 1.–7. gr. bókunarinnar, sem vísað er til í 4. tölul. 1. gr., um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skulu hafa lagagildi hér á landi. Sama gildir um ákvæði 15. gr. bókunarinnar er varða 81. og 82. gr. EES-samningsins, 21. gr. bókunarinnar, að svo miklu leyti sem greinin á við meginmál samningsins, og 22. gr. hennar.
    Þau ákvæði bókunarinnar, sem vísað er til í 3. mgr., eru prentuð sem fskj. V með lögum þessum.

3. gr.

    Ákvæði 1. gr. laga þessara öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 2. gr. laganna öðlast gildi um leið og bókunin, sem vísað er til í 4. tölul. 1. gr., öðlast gildi að því er Ísland varðar.



Fylgiskjal V.


BÓKUN UM BREYTINGU Á SAMNINGNUM


UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ



EFNAHAGSBANDALAG EVRÓPU,
KOLA- OG STÁLBANDALAG EVRÓPU,
KONUNGSRÍKIÐ BELGÍA,
KONUNGSRÍKIÐ DANMÖRK,
SAMBANDSLÝÐVELDIÐ ÞÝSKALAND,
LÝÐVELDIÐ GRIKKLAND,
KONUNGSRÍKIÐ SPÁNN,
LÝÐVELDIÐ FRAKKLAND,
ÍRLAND,
LÝÐVELDIÐ ÍTALÍA,
STÓRHERTOGADÆMIÐ LÚXEMBORG,
KONUNGSRÍKIÐ HOLLAND,
LÝÐVELDIÐ PORTÚGAL,
HIÐ SAMEINAÐA KONUNGSRÍKI STÓRA-BRETLANDS OG NORÐUR-ÍRLANDS

OG

LÝÐVELDIÐ AUSTURRÍKI,
LÝÐVELDIÐ FINNLAND,
LÝÐVELDIÐ ÍSLAND,
FURSTADÆMIÐ LIECHTENSTEIN,
KONUNGSRÍKIÐ NOREGUR,
KONUNGSRÍKIÐ SVÍÞJÓÐ,

sem nefnast hér á eftir SAMNINGSAÐILAR;

ÞAR EÐ samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, hér á eftir nefndur EES-samningurinn, var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992;
ÞAR EÐ kveðið er á um það í 2. mgr. 129. gr. EES-samningsins að samningsaðilar skuli fullgilda eða samþykkja hann í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði hvers um sig;

ÞAR EÐ ljóst er að einn undirritunaraðilanna að EES-samningnum, Ríkjasambandið Sviss, hefur ekki tök á að fullgilda EES-samninginn;

ÞAR EÐ hinir undirritunaraðilarnir að EES-samningnum halda enn fast við markmið hans og eru staðráðnir í að hrinda samningnum í framkvæmd eins fljótt og auðið er;

ÞAR EÐ ákveða þarf nýjan gildistökudag EES-samningsins;

ÞAR EÐ setja þarf sérstök ákvæði um gildistöku EES-samningsins gagnvart Furstadæminu Liechtenstein;

ÞAR EÐ gera þarf nokkrar breytingar á EES-samningnum sökum þess að Sviss mun ekki fullgilda hann;

ÞAR EÐ æskilegt er að hafa meðal slíkra breytinga ákvæði sem sýnir vilja samningsaðila til að gera Sviss kleift að taka þátt í EES síðar meir;

HAFA ÁKVEÐIÐ að gera eftirfarandi viðbótarbókun:

1. gr.

    1. EES-samningurinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, skal öðlast gildi daginn sem bókun þessi öðlast gildi, milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu, aðildarríkja þeirra og Lýðveldisins Austurríkis, Lýðveldisins Finnlands, Lýðveldisins Íslands, Konungsríkisins Noregs og Konungsríkisins Svíþjóðar.
    2. Að því er varðar Furstadæmið Liechtenstein skal EES-samningurinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, öðlast gildi þann dag sem EES-ráðið ákveður og að því tilskildu að
—    EES-ráðið hafi ákveðið að skilyrði b-liðar 121. gr. EES-samningsins, nánar tiltekið um að góð framkvæmd EES-samningsins raskist ekki, hafi verið fullnægt; og
—    EES-ráðið hafi tekið viðeigandi ákvarðanir, einkum að því er varðar beitingu þeirra ákvarðana gagnvart Liechtenstein sem EES-ráðið og sameiginlega EES-nefndin hafa þegar tekið.
    3. Liechtenstein skal vera heimilt að eiga þátt í ákvörðunum EES-ráðsins skv. 2. mgr. hér að framan.

2. gr.

    1. Þar eð Ríkjasambandið Sviss hefur ekki fullgilt EES-samninginn og er ekki aðili að honum skal tilvísun í inngangsorðunum að samningnum til „RÍKJASAMBANDSINS SVISS“ sem eins af samningsaðilunum felld niður.
    2. Í stað b-liðar 2. gr. EES-samningsins komi eftirfarandi:
hugtakið „EFTA-ríki“ merkir Lýðveldið Austurríki, Lýðveldið Finnland, Lýðveldið Ísland, Konungsríkið Noregur, Konungsríkið Svíþjóð og, með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr. bókunarinnar um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Furstadæmið Liechtenstein.
    3. EES-samningnum skal enn fremur breytt í samræmi við 3.–20. gr. bókunar þessarar.

3. gr.

    Í 120. gr. komi orðin „bókunum 41 og 43“ í stað „bókunum 41, 43 og 44“.

4. gr.

    Í 1. mgr. 126. gr. komi orðin „Konungsríkisins Noregs og Konungsríkisins Svíþjóðar“ í stað „Konungsríkisins Noregs, Konungsríkisins Svíþjóðar og Ríkjasambandsins Sviss“.

5. gr.

    Í stað 1. mgr. 128. gr. komi eftirfarandi:
    Evrópuríki sem gengur í bandalagið er skylt, og Ríkjasambandinu Sviss eða öðru Evrópuríki sem gengur í EFTA heimilt, að sækja um að gerast aðili að samningi þessum. Það skal senda EES-ráðinu umsókn sína.

6. gr.

    Í stað 3. mgr. 129. gr. komi eftirfarandi:
    3. Samningur þessi öðlast gildi þann dag og með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í bókuninni um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

7. gr.

    Í 11. tölul. bókunar 1 um altæka aðlögun komi „gildistökudag“ í stað „3. mgr. 129. gr.“



15. gr.

    Eftirfarandi ákvæði EES-samningsins:
—    a-, b-, d-, e- og f-liðir 81. gr.;
—    82. gr.;
—    fyrsta og önnur undirgrein 2. mgr. bókunar 30;
—    a-, b- og c-liðir 1. mgr. 1. gr., 1., 3. og 4. mgr. 4. gr., fyrsta og önnur undirgrein 3. mgr. 5. gr. í bókun 31 og
—    bókun 32
öðlast gildi 1. janúar 1994.



21. gr.

    Ákvæði, tilvísanir, sérstök aðlögun, tímabil og dagsetningar sem varða Liechtenstein í EES-samningnum, eins og honum er breytt með bókun þessari, öðlast þá fyrst gildi er samningurinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, hefur öðlast gildi gagnvart Liechtenstein í samræmi við 2. mgr. 1. gr. bókunar þessarar.

22. gr.


    1. Bókun þessi er gerð í einu frumriti á dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, íslensku, ítölsku, norsku, portúgölsku, spænsku, sænsku og þýsku og er hver þessara texta jafngildur.
    2. Samningsaðilar skulu fullgilda eða samþykkja bókun þessa í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði hvers um sig.
    Henni skal komið í vörslu hjá aðalskrifstofu ráðs Evrópubandalaganna sem skal senda hverjum hinna samningsaðilanna staðfest endurrit.
    Fullgildingar- eða samþykktarskjölunum skal komið í vörslu hjá aðalskrifstofu ráðs Evrópubandalaganna sem skal tilkynna öllum hinum samningsaðilunum það.
    3. Bókun þessi skal öðlast gildi 1. júlí 1993, að því tilskildu að samningsaðilarnir, sem um getur í 1. mgr. 1. gr., hafi komið fullgildingar- eða samþykktarskjölum sínum vegna EES-samningsins og bókunar þessarar í vörslu fyrir þann dag. Eftir þann dag öðlast bókun þessi gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að síðustu skjölunum hefur verið komið í vörslu. Sé þeim hins vegar komið í vörslu þegar færri en fimmtán dagar eru að upphafi næsta mánaðar öðlast bókun þessi ekki gildi fyrr en fyrsta dag annars mánaðar eftir að skjölunum var komið í vörslu.
    4. Að því er Liechtenstein varðar skal bókun þessi öðlast gildi þegar það hefur komið fullgildingarskjölum sínum vegna EES-samningsins og bókunar þessarar í vörslu, þann dag sem EES-ráðið ákveður með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er leitað eftir heimild Alþingis til þess að fullgilda þrjár bókanir. Sú fyrsta er við EES-samninginn en hinar tvær við fylgisamninga hans, annars vegar samninginn milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls og hins vegar samninginn um fastanefnd EFTA-ríkjanna. Samningarnir þrír voru undirritaðir í Óportó 2. maí 1992, en bókanirnar voru undirritaðar í Brussel 17. mars 1993. Nauðsynlegt reyndist að gera þessar bókanir þegar ljóst varð að Sviss mundi ekki gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Gert var ráð fyrir þessu fyrirkomulagi í 129. gr. EES-samningsins og samþykktum við hana.
    Bókanirnar þrjár breyta allar samningunum sem þær eiga við. Breytingarnar eru einkum þrenns konar: (a) ákvæði sem varða aðild Sviss að Evrópska efnahagssvæðinu eru numin brott, (b) gildistökuákvæðum er breytt þannig að gildistaka samninganna frestast til 1. júlí 1993 eða síðar og (c) sérákvæði eru sett um gildistöku aðildar Liechtensteins eins og nánar verður útskýrt.

1.    Bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
    Þær breytingar á EES-samningnum, sem þessi bókun felur í sér fyrir utan brottfall ákvæða er varða Sviss, eru:
    Gildistaka EES-samningsins breytist þannig að hún miðast við gildistöku bókunarinnar. Bókunin öðlast gildi 1. júlí 1993, enda hafi allir aðilar fullgilt EES-samninginn og bókunina fyrir þann tíma. Ef það dregst hjá einhverju ríki frestast gildistakan þar til síðasta aðildarríkið hefur fullgilt bókunina, sbr. nánar ákvæði 22. gr. hennar. Ekki er kveðið á um lokafrest til fullgildingar eins og gilti í EES-samningnum og engin ný ráðstefna stjórnarerindreka er nauðsynleg.
    Sérákvæði eru sett um gildistöku EES-samningsins gagnvart Liechtenstein, m.a. vegna tollabandalags Sviss og Liechtensteins sem þessi ríki verða að semja um að nýju. Gildistakan miðast við þann dag sem EES-ráðið ákveður.
    Þátttaka EFTA-ríkja í rammaáætlun EB, einstökum áætlunum og öðrum verkefnum, t.d. á sviði rannsókna og þróunar sem kveðið er á um í 81. gr. EES-samningsins, frestast til 1. janúar 1994. Sama á við um kostnaðarþátttöku EFTA-ríkjanna. Í samþykktum með 15. gr. bókunarinnar segir að gildistaka þessara ákvæða EES-samningsins sé háð tæknilegum erfiðleikum við fjárlagagerð EB. Hins vegar verður sérfræðingum EFTA-ríkjanna heimilt að taka tímabundið þátt í nefndum, sem ákvæðin taka til, fram að 1. janúar 1994.
    Gerð er breyting á fyrirkomulagi fjárhagsaðstoðar til þróunar og uppbyggingar efnahagslega verr staddra svæða innan EB samkvæmt bókun 38 við EES-samninginn. Heildarupphæðir lána (1.500 milljónir ECU) og styrkja (500 milljónir ECU) eru óbreyttar þrátt fyrir brotthvarf Sviss. Á móti kemur að vaxtaafsláttur af lánunum lækkar úr 3% niður í 2%. Þetta þýðir að framlag Íslands gæti hækkað úr u.þ.b. 68 milljónum kr. í allt að 85 milljónir kr. á ári á fimm ára tímabilinu frá gildistöku EES-samningsins. Óvíst er þó hvort raunverulega verður um hækkun að ræða þar eð búast má við að vegna lækkunar vaxtaniðurgreiðslna úr 3% í 2% verði lánsumsóknir færri en ella hefði verið. Fjárfestingarbanki Evrópubandalagsins hefur sjálfur yfir miklum og vaxandi sjóðum að ráða til að veita lán til framkvæmda á fátækustu svæðum bandalagsins og kjör bankans verða í flestum tilvikum sambærileg eða betri en þau sem nú standa til boða með stuðningi EFTA-ríkjanna. Strangar reglur gilda um val á verkefnum og undirbúning þeirra og getan til lántöku er ekki ótakmörkuð, jafnvel þótt vextir séu niðurgreiddir um 2% frá því sem tíðkast á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.
    Bókuninni við EES-samninginn fylgir viðauki, sbr. 20. gr. hennar. Þar eru greindar þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á viðaukum við EES-samninginn vegna brotthvarfs Sviss, þ.e. ákvæði sem varða Sviss eru felld brott.
    Samningsaðilar að bókuninni gáfu út sameiginlega yfirlýsingu sem henni fylgir þar sem harmað er að Sviss skuli ekki vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að sæki Sviss síðar um aðild skuli þátttaka þess byggjast á niðurstöðum í upphaflega EES-samningnum, tvíhliða samningum gerðum á sama tíma og hugsanlegum breytingum á þeim.
    Í lokagerð með bókuninni eru taldar upp þær yfirlýsingar við EES-samninginn sem falla úr gildi vegna þess að Sviss er ekki lengur aðili að samningnum.

2.    Bókun um breytingu á samningnum milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.
    Með þessari bókun eru gerðar sambærilegar breytingar og með bókuninni um breytingu á EES-samningnum, þ.e. ákvæði varðandi Sviss eru tekin út, gildistaka samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA miðast við nýja gildistöku EES-samningsins og sérákvæði eru sett varðandi gildistöku samningsins fyrir Liechtenstein.
    Auk þessa hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar:
    Fjölda eftirlitsfulltrúa í eftirlitsstofnun EFTA og dómurum EFTA-dómstólsins er fækkað úr sjö í fimm. Bæði eftirlitsfulltrúum og dómurum skal fjölgað í sex þegar samningurinn öðlast gildi gagnvart Liechtenstein.
    Úrskurðir dómstólsins teljast gildir ef þrír eða fimm dómarar taka þátt í umfjöllun, í stað fimm eða sjö áður. Þar sem fjöldi dómara verður að standa á oddatölu þýðir þetta að eftir að samningurinn tekur gildi gagnvart Liechtenstein (og ef enginn dómari forfallast) verður einn dómari að víkja í hverju máli samkvæmt starfsreglum sem dómurinn setur sér.

3.    Bókun um breytingu á samningnum um fastanefnd EFTA-ríkjanna.
    Sama gildir um þessa bókun og næstu bókun á undan. Hún breytir samningnum um fastanefnd EFTA þannig að ákvæðin um Sviss eru tekin út, gildistaka samningsins miðast við nýja gildistöku EES-samningsins og sérákvæði eru sett um gildistökuna gagnvart Liechtenstein.
    Í samþykkt með 1. gr. bókunarinnar segir að Liechtenstein geti að jafnaði tekið þátt í störfum fastanefndarinnar án atkvæðisréttar þar til EES-samningurinn tekur gildi gagnvart Liechtenstein.
    Með bókuninni fylgir yfirlýsing Liechtenstein um að furstadæmið muni endurgreiða EFTA-ríkjunum, sem eru aðilar að EES, það fé sem þau hafa lagt út til þess að greiða hlut Liechtensteins í fjármagnskerfinu, sbr. bókun 38 við EES-samninginn.
    Loks fylgir viljayfirlýsing aðila að bókuninni um að ef Sviss gerist aðili að EES-samningnum í framtíðinni eigi Sviss að endurgreiða þeim þau viðbótarfjárútlát sem þau urðu fyrir vegna þess að Sviss fullgilti ekki EES-samninginn.
    Um leið og samkomulag náðist um efni viðbótarbókunar við EES-samninginn vegna brotthvarfs Sviss ákváðu samningsaðilar að láta ákvæði tvíhliða samninga um landbúnaðarmál á grundvelli bókunar 42 við EES-samninginn koma til framkvæmda frá 15. apríl 1993 tímabundið og á grundvelli gildandi fríverslunarsamninga aðila. Verður það gert hér á landi með heimild í 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í þessa grein er bætt við heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd þrjár bókanir: Um breytingu á EES-samningnum, samningnum um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA og samningnum um fastanefnd EFTA.

Um 2. gr.


    Hér er kveðið á um að þau ákvæði bókunarinnar um breytingu á EES-samningnum, sem breyta meginmáli hans, skuli öðlast lagagildi. Enda segir í lögum nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, að meginmál EES-samningsins skuli öðlast lagagildi um leið og hann sjálfur tekur gildi. Hið sama gildir um bókun 1 við EES-samninginn um altæka aðlögun.

Um 3. gr.


    Þessi grein er hliðstæð 4. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið. Heimildin til þess að fullgilda bókanirnar öðlast þegar gildi, en bókunin um breytingu á EES-samningnum öðlast lagagildi, að svo miklu leyti sem hún á við meginmál EES-samningsins og bókun 1, um leið og samningurinn sjálfur öðlast gildi að því er Ísland varðar, að öllum líkindum 1. júlí 1993.


    Frumvarpi þessu fylgja:
1.     Bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
    Viðauki.
    Lokagerð.
    Sameiginleg yfirlýsing.
    Samþykktir.
    Yfirlýsing Frakklands.
2.    Bókun um breytingu á samningnum milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.
    Samþykkt.
3.     Bókun um breytingu á samningnum um fastanefnd EFTA-ríkjanna.
    Samþykkt.
    Yfirlýsing ríkisstjórnar Furstadæmisins Liechtensteins.
    Viljayfirlýsing.



BÓKUN UM BREYTINGU Á SAMNINGNUM


UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ




EFNAHAGSBANDALAG EVRÓPU,
KOLA- OG STÁLBANDALAG EVRÓPU,
KONUNGSRÍKIÐ BELGÍA,
KONUNGSRÍKIÐ DANMÖRK,
SAMBANDSLÝÐVELDIÐ ÞÝSKALAND,
LÝÐVELDIÐ GRIKKLAND,
KONUNGSRÍKIÐ SPÁNN,
LÝÐVELDIÐ FRAKKLAND,
ÍRLAND,
LÝÐVELDIÐ ÍTALÍA,
STÓRHERTOGADÆMIÐ LÚXEMBORG,
KONUNGSRÍKIÐ HOLLAND,
LÝÐVELDIÐ PORTÚGAL,
HIÐ SAMEINAÐA KONUNGSRÍKI STÓRA-BRETLANDS OG NORÐUR-ÍRLANDS

OG

LÝÐVELDIÐ AUSTURRÍKI,
LÝÐVELDIÐ FINNLAND,
LÝÐVELDIÐ ÍSLAND,
FURSTADÆMIÐ LIECHTENSTEIN,
KONUNGSRÍKIÐ NOREGUR,
KONUNGSRÍKIÐ SVÍÞJÓÐ,

sem nefnast hér á eftir SAMNINGSAÐILAR;

ÞAR EÐ samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, hér á eftir nefndur EES-samningurinn, var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992;

ÞAR EÐ kveðið er á um það í 2. mgr. 129. gr. EES-samningsins að samningsaðilar skuli fullgilda eða samþykkja hann í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði hvers um sig;

ÞAR EÐ ljóst er að einn undirritunaraðilanna að EES-samningnum, Ríkjasambandið Sviss, hefur ekki tök á að fullgilda EES-samninginn;

ÞAR EÐ hinir undirritunaraðilarnir að EES-samningnum halda enn fast við markmið hans og eru staðráðnir í að hrinda samningnum í framkvæmd eins fljótt og auðið er;

ÞAR EÐ ákveða þarf nýjan gildistökudag EES-samningsins;

ÞAR EÐ setja þarf sérstök ákvæði um gildistöku EES-samningsins gagnvart Furstadæminu Liechtenstein;

ÞAR EÐ tilteknar breytingar á EES-samningnum eru nauðsynlegar sökum þess að Sviss mun ekki fullgilda hann;

ÞAR EÐ æskilegt er að hafa meðal slíkra breytinga ákvæði sem sýnir vilja samningsaðila til að gera Sviss kleift að taka þátt í EES síðar meir;

HAFA ÁKVEÐIÐ að gera eftirfarandi bókun:

1. gr.

    1. EES-samningurinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, skal öðlast gildi daginn sem bókun þessi öðlast gildi, milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu, aðildarríkja þeirra og Lýðveldisins Austurríkis, Lýðveldisins Finnlands, Lýðveldisins Íslands, Konungsríkisins Noregs og Konungsríkisins Svíþjóðar.
    2. Að því er varðar Furstadæmið Liechtenstein skal EES-samningurinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, öðlast gildi þann dag sem EES-ráðið ákveður og að því tilskildu að
—    EES-ráðið hafi ákveðið að skilyrði b-liðar 121. gr. EES-samningsins, nánar tiltekið um að góð framkvæmd EES-samningsins raskist ekki, hafi verið fullnægt; og
—    EES-ráðið hafi tekið viðeigandi ákvarðanir, einkum að því er varðar beitingu þeirra ákvarðana gagnvart Liechtenstein sem EES-ráðið og sameiginlega EES-nefndin hafa þegar tekið.
    3. Liechtenstein skal vera heimilt að eiga þátt í ákvörðunum EES-ráðsins skv. 2. mgr. hér að framan.

2. gr.


    1. Þar eð Ríkjasambandið Sviss hefur ekki fullgilt EES-samninginn og er ekki aðili að honum skal tilvísun í inngangsorðunum að samningnum til „RÍKJASAMBANDSINS SVISS“ sem eins af samningsaðilunum felld niður.
    2. Í stað b-liðar 2. gr. EES-samningsins komi eftirfarandi:
hugtakið „EFTA-ríki“ merkir Lýðveldið Austurríki, Lýðveldið Finnland, Lýðveldið Ísland, Konungsríkið Noregur, Konungsríkið Svíþjóð og, með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr. bókunarinnar um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Furstadæmið Liechtenstein.
    3. EES-samningnum skal enn fremur breytt í samræmi við 3.–20. gr. bókunar þessarar.

3. gr.

    Í 120. gr. komi orðin „bókunum 41 og 43“ í stað „bókunum 41, 43 og 44“.

4. gr.

    Í 1. mgr. 126. gr. komi orðin „Konungsríkisins Noregs og Konungsríkisins Svíþjóðar“ í stað „Konungsríkisins Noregs, Konungsríkisins Svíþjóðar og Ríkjasambandsins Sviss“.

5. gr.


    Í stað 1. mgr. 128. gr. komi eftirfarandi:
    Evrópuríki sem gengur í bandalagið er skylt, og Ríkjasambandinu Sviss eða öðru Evrópuríki sem gengur í EFTA heimilt, að sækja um að gerast aðili að samningi þessum. Það skal senda EES-ráðinu umsókn sína.

6. gr.


    Í stað 3. mgr. 129. gr. komi eftirfarandi:
    3. Samningur þessi öðlast gildi þann dag og með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í bókuninni um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

7. gr.

    Í 11. tölul. bókunar 1 um altæka aðlögun komi „gildistökudag“ í stað „3. mgr. 129. gr.“

8. gr.


    Í 2. neðanmálsgrein V. viðbætis og 3. neðanmálsgrein VI. viðbætis við bókun 4 um upprunareglur komi orðin „Svíþjóð“ og „sænska“ í stað „Sviss“ og „svissneska“.

9. gr.


    Í bókun 5 um fjáröflunartolla (Liechtenstein, Sviss):
—    falli orðið „Sviss“ niður í fyrirsögninni;
—    falli orðin „og Sviss“ og „Sviss eða“ niður í 1. og 2. mgr.

10. gr.


    Í stað bókunar 6 um söfnun lögboðins varaforða í Sviss og Liechtenstein komi eftirfarandi:

BÓKUN 6


UM SÖFNUN LÖGBOÐINS VARAFORÐA Í LIECHTENSTEIN


    Þegar alvarlegur birgðaskortur ríkir í Liechtenstein má fella inn í áætlun um lögboðinn varaforða nauðsynlegar framleiðsluvörur fyrir lífsafkomu þegnanna séu þær ekki framleiddar í nægilega ríkum mæli eða alls ekki í Liechtenstein og eru þess eðlis að hægt er að geyma þær sem varaforða.
    Í Liechtenstein skal, við framkvæmd þessarar áætlunar, hvorki með beinum né óbeinum hætti gert upp á milli innfluttra framleiðsluvara frá hinum samningsaðilunum og innlendra framleiðsluvara sem eru svipaðar eða koma í stað þeirra framleiðsluvara sem um ræðir.

11. gr.


    Í bókun 8 um ríkiseinkasölur falli orðin „Sviss og“ niður.

12. gr.


    Í bókun 9 um viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir:
—    falli orðin „og Sviss“ niður í 1. og 2. mgr. 2. gr. í 1. viðbæti og orðið „mega“ verði „má“ í 2. mgr.;
—    falli orðin „Samningur milli Efnahagsbandalags Evrópu og Ríkjasambandsins Sviss, undirritaður 22. júlí 1972, og eftirfarandi bréfaskipti varðandi landbúnað og sjávarútveg, undirrituð 14. júlí 1986.“ niður í 3. viðbæti.

13. gr.

    Í bókun 15 um aðlögunartímabil vegna frjálsra fólksflutninga (Sviss og Liechtenstein):
—    falli orðin „Sviss og“, „Sviss né“ og „Sviss eða“ niður í fyrirsögninni, 1. og 2. mgr. 8. gr. og 11. gr.;
—    ákvæði 2.–4. gr. og 1. mgr. 9. gr. falli niður.

14. gr.


    Í bókun 16 um ráðstafanir á sviði félagslegs öryggis varðandi aðlögunartímabil vegna frjálsra fólksflutninga (Sviss og Liechtenstein):
—    falli orðin „Sviss og“ og „Sviss eða“ niður í fyrirsögninni, 1. og 2. gr. og 1. málsl. og a-lið 3. gr.;
—    falli orðin „fimm hundruð að því er varðar Sviss og“ niður í c-lið 3. gr.;
—    falli ákvæði 4. gr. niður.

15. gr.


    Eftirfarandi ákvæði EES-samningsins:
—    a-, b-, d-, e- og f-liðir 81. gr.;
—    82. gr.;
—    fyrsta og önnur undirgrein 2. mgr. bókunar 30;
—    a-, b- og c- liðir 1. mgr. 1. gr., 1., 3. og 4. mgr. 4. gr., fyrsta og önnur undirgrein 3. mgr. 5. gr. í bókun 31 og
—    bókun 32
öðlist gildi 1. janúar 1994.

16. gr.


    Í bókun 38 um fjármagnskerfið:
—    komi orðið „tvö“ í stað „þrjú“ í 2. mgr. 2. gr.;
—    komi eftirfarandi í stað 5. mgr. 2. gr.:
    5. Heildarupphæð lána sem til greina koma vegna vaxtaafsláttarins sem kveðið er á um í 1. gr. skal vera 1.500 milljónir ECU og skal þeim skipt í jafna hluta yfir fimm ára tímabil frá 1. júlí 1993. Gangi EES-samningurinn í gildi eftir þann dag skal tímabilið vera fimm ár frá gildistökunni.
—    komi eftirfarandi í stað 1. mgr. 3. gr.:
    1. Heildarupphæð styrkja sem kveðið er á um í 1. gr. skal vera 500 milljónir ECU sem skiptist í jafna hluta yfir fimm ára tímabil frá 1. júlí 1993. Gangi EES-samningurinn í gildi eftir þann dag skal tímabilið vera fimm ár frá gildistökunni.

17. gr.


    Í bókun 41 um gildandi samninga falli eftirfarandi niður:
29.4.1963/
3.12.1976         Alþjóðaráð til varnar mengun í Rín. Blandaður samningur milli Ríkjasambandsins Sviss og Efnahagsbandalags Evrópu, Sambandslýðveldisins Þýskalands, Frakklands, Lúxemborgar og Hollands.
3.12.1976        Verndun Rínar gegn efnamengun. Blandaður samningur milli Ríkjasambandsins Sviss og Efnahagsbandalags Evrópu, Sambandslýðveldisins Þýskalands, Frakklands, Lúxemborgar og Hollands.

18. gr.


    Ákvæði bókunar 44 um samning milli EBE og Ríkjasambandsins Sviss varðandi vöruflutninga á vegum og járnbrautum falli niður.

19. gr.


    Á viðbæti við bókun 47 um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín verða eftirtaldar breytingar:
15.     387R0822: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 822/87:
—    Í aðlögunarlið b)
        falli ákvæðið niður;
—    í aðlögunarliðum d), f), m) og n)
        falli orðin „, Sviss (og)“ og „og Sviss“ niður;
—    í aðlögunarlið k), b-lið
        falli orðin „Sviss eða“ niður;
22.     389R2392: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2392/89:
—    Í aðlögunarlið a)
        falli orðið „, Sviss“ niður;
—    í aðlögunarlið c)
        falli orðin „Sviss og“ niður;
26.     390R3201: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 3201/90:
—    Í aðlögunarliðum c), d) og f)
        falli ákvæðin niður.

20. gr.


    I.–IX. viðauka, XII., XIII., XVI. og XVIII.–XXII. viðauka við EES-samninginn skal breytt eins og tilgreint er í viðaukanum við bókun þessa.

21. gr.


    Ákvæði, tilvísanir, sérstök aðlögun, tímabil og dagsetningar sem varða Liechtenstein í EES-samningnum, eins og honum er breytt með bókun þessari, öðlast þá fyrst gildi er samningurinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, hefur öðlast gildi gagnvart Liechtenstein í samræmi við 2. mgr. 1. gr. bókunar þessarar.

22. gr.


    1. Bókun þessi er gerð í einu frumriti á dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, íslensku, ítölsku, norsku, portúgölsku, spænsku, sænsku og þýsku og er hver þessara texta jafngildur.
    2. Samningsaðilar skulu fullgilda eða samþykkja bókun þessa í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði hvers um sig.
    Henni skal komið í vörslu hjá aðalskrifstofu ráðs Evrópubandalaganna sem skal senda hverjum hinna samningsaðilanna staðfest endurrit.
    Fullgildingar- eða samþykktarskjölunum skal komið í vörslu hjá aðalskrifstofu ráðs Evrópubandalaganna sem skal tilkynna öllum hinum samningsaðilunum það.
    3. Bókun þessi skal öðlast gildi 1. júlí 1993, að því tilskildu að samningsaðilarnir, sem um getur í 1. mgr. 1. gr., hafi komið fullgildingar- eða samþykktarskjölum sínum vegna EES-samningsins og bókunar þessarar í vörslu fyrir þann dag. Eftir þann dag öðlast bókun þessi gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að síðustu skjölunum hefur verið komið í vörslu. Sé þeim hins vegar komið í vörslu þegar færri en fimmtán dagar eru að upphafi næsta mánaðar öðlast bókun þessi ekki gildi fyrr en fyrsta dag annars mánaðar eftir að skjölunum var komið í vörslu.
    4. Að því er Liechtenstein varðar skal bókun þessi öðlast gildi þegar það hefur komið fullgildingarskjölum sínum vegna EES-samningsins og bókunar þessarar í vörslu, þann dag sem EES-ráðið ákveður með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr.

ÞESSU TIL STAÐFESTINGAR hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað bókun þessa.

GJÖRT í Brussel hinn sautjánda dag marsmánaðar 1993.


VIÐAUKI


SEM KVEÐIÐ ER Á UM Í 20. GR. BÓKUNAR UM BREYTINGU


Á SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ


    I.–IX. viðauka, XII., XIII., XVI. og XVIII.–XXII. viðauka við EES-samninginn skal breytt eins og tilgreint er hér á eftir.

I.     I. VIÐAUKI, HEILBRIGÐI DÝRA OG PLANTNA

    A.     Aðlögun á tilteknum sviðum
             Ákvæði um Sviss og Liechtenstein undir fyrirsögninni „ AÐLÖGUN Á TILTEKNUM SVIÐUM“ ásamt sjálfri fyrirsögninni falli niður.

    B.     I. kafli, Dýr
              —    Inngangur kaflans
             —    3. mgr.
                      Í stað orðanna „frá því að níu mánuðir eru liðnir frá gildistöku samningsins og í síðasta lagi frá 1. janúar 1994“ komi „frá 1. janúar 1994 eða frá því að sex mánuðir eru liðnir frá gildistöku samningsins, eftir því hvor dagsetningin er síðar“.
             —    Í stað dagsetninganna varðandi EFTA-ríkin samkvæmt sérstökum aðlögunarákvæðum, er tengjast gerðunum sem um getur í kaflanum, komi eftirfarandi:
             —    í stað dagsetninganna „1. janúar 1993“ og „31. desember 1992“ komi „gildistökudagur samningsins“ og „dagurinn fyrir gildistökudag samningsins“;
             —    í stað dagsetningarinnar „1. apríl 1993“ komi „fyrsti dagur annars mánaðar eftir gildistöku samningsins“;
             —    í stað dagsetningarinnar „1. júlí 1993“ komi „fyrsti dagur fjórða mánaðar eftir gildistöku samningsins“;
             —    í stað dagsetningarinnar „1. september 1993“ komi „dagsetningin sem kveðið er á um í 3. mgr. inngangsins að I. kafla, Dýr, í I. viðauka við samninginn“.

    1.     364L0432: Tilskipun ráðsins 64/432/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
            „Sviss: Kanton/canton/cantone“ falli niður;
         -    aðlögunarliðir d), e) og g)
             „Sviss/“ falli niður;
         -    aðlögunarliður f)
            orðin „Sviss/“ og „Vétérinaire de contrôle/Veterinario di controllo“ falli niður.
    3.     390L0426: Tilskipun ráðsins 90/426/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
             orðin „Sviss/“ og „Vétérinaire de contrôle/Veterinario di controllo“ falli niður.
    4.      390L0539: Tilskipun ráðsins 90/539/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
             orðin „CH eða“ og „Sviss/“ falli niður;
        -    aðlögunarliður g)
             „Sviss/“ falli niður.     
    12.      385L0511: Tilskipun ráðsins 85/511/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
              „Sviss/“ falli niður; og
             í stað orðanna „Eidgenössisches Institut für Viruskrankheiten und Immunprophylaxe, Mittelhäusern“ komi „—“;
         -    aðlögunarliður b)
             „Sviss/“ falli niður.
    14.     380L0217: Tilskipun ráðsins 80/217/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
             „Sviss/“ falli niður.
    18.     364L0433: Tilskipun ráðsins 64/433/EBE:
         -    aðlögunarliður j)
             „CH -“ falli niður.
    20.     371L0118: Tilskipun ráðsins 71/118/EBE og
    21.     377L0099: Tilskipun ráðsins 77/99/EBE:
         -    aðlögunarliður c)
             „CH -“ og „CH/“ falli niður.
    23.     389L0437: Tilskipun ráðsins 89/437/EBE:
         -    aðlögunarliður f)
             „CH/“ falli niður.
    34.     391L0495: Tilskipun ráðsins 91/495/EBE:
         -    aðlögunarliður e)
             „CH,“ falli niður.
    66.     389L0610: Tilskipun ráðsins 89/610/EBE:
         -    aðlögunarliður
             „Sviss/“ falli niður.

C.     II. kafli, Fóður
    -    Inngangsorð, 1. mgr.
        í stað orðanna „skulu Sviss og Liechtenstein“ standi „skal Liechtenstein“.
    -    Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 1993“, sem um getur að því er varðar EFTA-ríkin í sérstöku aðlögunarákvæðunum er tengjast gerðunum sem um getur í kaflanum, komi „gildistökudagur samningsins“.
    3.     377L0101: Tilskipun ráðsins 77/101/EBE og
    4.     379L0373: Tilskipun ráðsins 79/373/EBE:
         -    undanþága, annar undirliður
             orðin „Sviss og“ falli niður; og
             „geta“ verði „getur“.


II.     II.    VIÐAUKI, TÆKNILEGAR REGLUGERÐIR, STAÐLAR, PRÓFANIR OG VOTTUN

A.     I. kafli, Vélknúin ökutæki

    1.     370L0156: Tilskipun ráðsins 70/156/EBE:
         -     aðlögunarliður
                orðin „„Typengenehmigung“/„approbation du type“/„approvazione del tipo“ í svissneskum lögum“ falli niður.
    2.     370L0157: Tilskipun ráðsins 70/157/EBE:
         -     aðlögunarliðir a) og b)
              „CH = Sviss,“ falli niður.
    8.     370L0388: Tilskipun ráðsins 70/388/EBE,
    9.     371L0127: Tilskipun ráðsins 71/127/EBE,
    17.     374L0483: Tilskipun ráðsins 74/483/EBE,
    19.     376L0114: Tilskipun ráðsins 76/114/EBE,
    22.     376L0757: Tilskipun ráðsins 76/757/EBE,
    23.     376L0758: Tilskipun ráðsins 76/758/EBE,
    24.     376L0759: Tilskipun ráðsins 76/759/EBE,
    25.     376L0760: Tilskipun ráðsins 76/760/EBE,
    26.     376L0761: Tilskipun ráðsins 76/761/EBE,
    27.     376L0762: Tilskipun ráðsins 76/762/EBE,
    29.     377L0538: Tilskipun ráðsins 77/538/EBE,
    30.     377L0539: Tilskipun ráðsins 77/539/EBE,
    31.     377L0540: Tilskipun ráðsins 77/540/EBE,
    32.     377L0541: Tilskipun ráðsins 77/541/EBE og
    39.     378L0932: Tilskipun ráðsins 78/932/EBE:
         -    aðlögunarliður
             orðin „14 fyrir Sviss“ falli niður.
    40.     378L1015: Tilskipun ráðsins 78/1015/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
            orðin „„Typengenehmigung“/„approbation du type“/„approvazione del tipo“ í svissneskum lögum“ falli niður.
         -    aðlögunarliður b)
            orðin „14 fyrir Sviss“ falli niður.
    41.     380L0780: Tilskipun ráðsins 80/780/EBE:
         -    aðlögunarliður
            orðin „„Typengenehmigung“/„approbation du type“/„approvazione del tipo“ í svissneskum lögum“ falli niður.
    44.     388L0077: Tilskipun ráðsins 88/77/EBE:
         -    aðlögunarliður
            orðin „14 fyrir Sviss“ falli niður.
    
B.     II. kafli, Landbúnaðardráttarvélar

    1.     374L0150: Tilskipun ráðsins 74/150/EBE:
         -    aðlögunarliður
            orðin „„Typengenehmigung“/„approbation du type“/„approvazione del tipo“ í svissneskum lögum“ falli niður.
    11.     377L0536: Tilskipun ráðsins 77/536/EBE,
    13.     378L0764: Tilskipun ráðsins 78/764/EBE,
    17.     379L0622: Tilskipun ráðsins 79/622/EBE,     
    20.     386L0298: Tilskipun ráðsins 86/298/EBE,
    22.     387L0402: Tilskipun ráðsins 87/402/EBE og
    23.     389L0173: Tilskipun ráðsins 89/173/EBE,
        -    aðlögunarliður
            orðin „14 fyrir Sviss“ falli niður.

C.     III. kafli, Lyfti- og flutningabúnaður

    2.     384L0528: Tilskipun ráðsins 84/528/EBE:
        -    aðlögunarliður
            orðin „CH fyrir Sviss,“ falli niður.

D.     VI. kafli, Byggingarsvæði og -búnaður

    8.      386L0295: Tilskipun ráðsins 86/295/EBE og
    9.      386L0296: Tilskipun ráðsins 86/296/EBE:     
         -    aðlögunarliður
            orðin „CH fyrir Sviss,“ falli niður.

E.     VIII. kafli, Þrýstihylki

    2.      376L0767: Tilskipun ráðsins 76/767/EBE:
         -    aðlögunarliður
            orðin „CH fyrir Sviss,“ falli niður.

F.     IX. kafli, Mælitæki

    1.      371L0316: Tilskipun ráðsins 71/316/EBE:
        -    aðlögunarliður a)
            orðin „CH fyrir Sviss,“ falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
            „CH,“ falli niður.
    6.     371L0348: Tilskipun ráðsins 71/348/EBE:
        -    aðlögunarliður
            orðin „1 Rappen/1 centime/1 centesimo (Sviss)“ falli niður.
    12.     375L0106: Tilskipun ráðsins 75/106/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
            orðin „Sviss og“ falli niður.
G.     XIV. kafli, Áburður

    1.     376L0116: Tilskipun ráðsins 76/116/EBE:
        -    aðlögunarliðir a) og b)     
            „og Sviss“ falli niður.

H.     XIX. kafli, Almenn ákvæði á sviði tæknilegra viðskiptahindrana

    1.     383L0189: Tilskipun ráðsins 83/189/EBE:
         -    aðlögunarliður g)
            „SNV (Sviss)“ og „CES (Sviss)“ ásamt heimilisföngum falli niður.

I.     XXVII. kafli, Brenndir drykkir

    1.     389R1576: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1576/89:
         -    aðlögunarliður h)    
    6.    Þrúguhratsbrennivín
        eftirfarandi falli niður:
        „- Baselbieter Marc“
        „- Grappa del Ticino/Grappa Ticinese“
        „- Grappa della Val Calanca“
        „- Grappa della Val Bregaglia“
        „- Grappa della Val Mesolcina“     
        „- Grappa della Valle di Poschiavo“
        „- Marc d'Auvernier“
        „- Marc de Dôle du Valais“;
    7.    Ávaxtabrennivín
        eftirfarandi falli niður:
        „- Aargauer Bure Kirsch“
        „- Abricotine du Valais/Walliser Aprikosenwasser“
        „- Baselbieterkirsch“
        „- Baselbieter Zwetschgenwasser“
        „- Bernbieter Birnenbrand“
        „- Bernbieter Kirsch“
        „- Bernbieter Mirabellen“
        „- Bernbieter Zwetschgenwasser“
        „- Bérudges de Cornaux“
        „- Emmentaler Kirsch“
        „- Freiämter Theilersbirnenbranntwein“
        „- Freiämter Zwetschgenwasser“
        „- Fricktaler Kirsch“
        „- Kirsch de la Béroche“
        „- Luzerner Birnenträsch“
        „- Luzerner Kirsch“
        „- Luzerner Theilersbirnenbranntwein“
        „- Luzerner Zwetschgenwasser“
        „- Mirabelle du Valais“
        „- Rigi Kirsch“
        „- Seeländer Pflümliwasser“
        „- Urschwyzerkirsch“
         „- William du Valais/Walliser Williams“     
        „- Zuger Kirsch“;
    9.     Maríuvandarbrennivín
        eftirfarandi falli niður:
         „9. Maríuvandarbrennivín
        -     Gentiane du Jura“;
    11.    Brenndir drykkir bragðbættir með einiberjum
        eftirfarandi falli niður:
        „11. Brenndir drykkir bragðbættir með einiberjum
        -     Genièvre du Jura“;
    14.    Líkjör
        eftirfarandi falli niður:
        „- Bernbieter Griottes Liqueur“
        „- Bernbieter Kirschen Liqueur“
        „- Genépi du Valais“;
    15.    Brenndir drykkir
        eftirfarandi falli niður:
        „- Bernbieter Cherry Brandy Liqueur“
        „- Bernbieter Kräuterbitter“
        „- Eau-de-vie d'herbes du Jura“
        „- Gotthard Kräuterbranntwein“
        „- Luzerner Chrüter (Kräuterbranntwein)“
        „- Vieille lie du Mandement“
        „- Walliser Chrüter (Kräuterbranntwein)“.


III     III. VIÐAUKI, SKAÐSEMISÁBYRGÐ

    385L0374: Tilskipun ráðsins 85/374/EBE:
    -    iii-liður í aðlögunarlið a) falli niður;
    -    aðlögunarliður b)
        orðin „Sviss og“ falli niður.


IV     IV. VIÐAUKI, ORKA

     1. og 2. viðbætir:
    „Sviss“ ásamt færslum fyrir Sviss undir Fyrirtæki og Flutningskerfi falli niður.


V     V. VIÐAUKI, FRELSI LAUNÞEGA TIL FLUTNINGA

A.     Aðlögun á tilteknum sviðum
    -    orðin „og Sviss“ falli niður.

B.    3.     368L0360: Tilskipun ráðsins 68/360/EBE:
         -    ii-liður í aðlögunarlið e)
             „svissnesku/svissneskir“ falli niður.


VI     VI. VIÐAUKI, FÉLAGSLEGT ÖRYGGI

A.     Aðlögun á tilteknum sviðum
    -    I. mgr.
        orðin „og Sviss“ falli niður.
B.    1.    Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71:
         -    aðlögunarliður b)
            ákvæðið falli niður;
        -    aðlögunarliðir g), h), i), j), m) og n)
            færslan „S. SVISS“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
        -    aðlögunarliðir k) og l)
            fyrirsagnir og ákvæði eftirfarandi færslna falli niður:
            84, 101, 117, 132, 146, 159, 160, 161, 162, 163, 164, 165, 166, 167, 168, 169, 170, 171;
         -    aðlögunarliður o)
            færslan „16.“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    2.    Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72:
        -    aðlögunarliðir a), b), c), d), e), f), g), h) og k)
            færslan „S. SVISS“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    20.     383Y0117: Ákvörðun nr. 117 og
    21.     383Y1112(02): Ákvörðun nr. 118:
         -    aðlögunarliður
             færslan „Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    34.     C/281/88/bls. 7: Ákvörðun nr. 135:
         -    aðlögunarliður
             færsla „s)“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    35.     C/64/88/bls. 7: Ákvörðun nr. 136:
         -    aðlögunarliður
             færslan „S. SVISS“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

C.    TILHÖGUN ÞÁTTTÖKU EFTA-RÍKJANNA Í FRAMKVÆMDARÁÐINU UM FÉLAGSLEGT ÖRYGGI FARANDLAUNÞEGA OG Í ENDURSKOÐUNAR-NEFNDINNI SEM KOMIÐ ER Á Í TENGSLUM VIÐ RÁÐIÐ SAMKVÆMT 1. MGR. 101. GR. SAMNINGSINS
             Orðin „og Sviss“ falli niður.


VII     VII. VIÐAUKI, GAGNKVÆM VIÐURKENNING Á STARFSMENNTUN OG HÆFI

A.     Aðlögun á tilteknum sviðum
        Orðin „og Sviss“ falli niður.

B.     Kafli A, Almennt kerfi
    1.     389L0048: Tilskipun ráðsins 89/48/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður.

C.     Kafli B, Lögfræðistörf

    2.     377L0249: Tilskipun ráðsins 77/249/EBE:
         -    aðlögunarliður
            færslan „í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

D.     Kafli C, Lækningar og skyld starfsemi

    4.     375L0362: Tilskipun ráðsins 75/362/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður;
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „s) í Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
             færslan „ í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
         -    aðlögunarliður c)
             færslurnar „Sviss“, ásamt ákvæðunum, falli niður;
         -    aðlögunarliður d)
            færslan „ hitabeltislækningar:“ og færslurnar „Sviss“, ásamt ákvæðunum, falli niður.
    5.     375L0363: Tilskipun ráðsins 75/363/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður.
    6.     386L0457: Tilskipun ráðsins 86/457/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður.
    8.     377L0452: Tilskipun ráðsins 77/452/EBE:
         -     undanþágan vegna Sviss falli niður;
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „ í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
             færslan „s) í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.     
    9.     377L0453: Tilskipun ráðsins 77/453/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður.
    10.      378L0686: Tilskipun ráðsins 78/686/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður;
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „ í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
             færslan „s) í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
         -    aðlögunarliður c) 1.
             færslan „- í Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    11.     378L0687: Tilskipun ráðsins 78/687/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður.
    12.     378L1026: Tilskipun ráðsins 78/1026/EBE:
         -    aðlögunarliður
             færslan „s) í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    14.     380L0154: Tilskipun ráðsins 80/154/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður;
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „ í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
             færslan „s) í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    15.     380L0155: Tilskipun ráðsins 80/155/EBE:
         -    undanþágan vegna Sviss falli niður.
    17.     385L0433: Tilskipun ráðsins 85/433/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „s) í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

E.     Kafli D, Byggingarlist

    18.     385L0384: Tilskipun ráðsins 85/384/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „r) í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

F.     Kafli E, Verslun og milliliðir

    22.     364L0224: Tilskipun ráðsins 64/224/EBE:
         -    aðlögunarliður
             færslan „ í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    28.     374L0557: Tilskipun ráðsins 74/557/EBE:
         -    aðlögunarliður
             færslan „ — í Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

G.     Kafli G, Greinar sem tengjast flutningum

    38.     382L0470: Tilskipun ráðsins 82/470/EBE:
    -    aðlögunarliður
        færslan „ Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

H.     Kafli I, Önnur svið

    43.     367L0043: Tilskipun ráðsins 67/43/EBE:
         -    aðlögunarliður
             færslan „ í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.


VIII     VIII. VIÐAUKI, STAÐFESTURÉTTUR

     Aðlögun á tilteknum sviðum
        Orðin „og Sviss“ falli niður.


IX     IX. VIÐAUKI, FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA

A.     I. kafli, Vátryggingar

    2.     373L0239: Fyrsta tilskipun ráðsins 73/239/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „g) í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
             færslan „— fyrir Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    11.     379L0267: Fyrsta tilskipun ráðsins 79/267/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
             færslan „— í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    13.     377L0092: Tilskipun ráðsins 77/92/EBE:
         -    aðlögunarliðir a) og b)
             færslan „í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

B.     II. kafli, Bankar og aðrar lánastofnanir

    21.     386L0635: Tilskipun ráðsins 86/635/EBE:
         -    aðlögunarliður
             orðin „og Sviss“ falli niður.

C.     III. kafli, Verðbréfaþing og verðbréf

    24.     379L0279: Tilskipun ráðsins 79/279/EBE:
         -    aðlögunarliður
             í stað orðanna „Ísland og Sviss skulu“ komi „Ísland skal“; og
             í stað orðanna „skulu þessi lönd“ komi „skal þetta land“.
    25.     380L0390: Tilskipun ráðsins 80/390/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
             í stað orðanna „Ísland og Sviss skulu“ komi „Ísland skal“; og
             í stað orðanna „skulu þessi lönd“ komi „skal þetta land“.
    26.     382L0121: Tilskipun ráðsins 82/121/EBE:
         -    aðlögunarliður
             í stað orðanna „Ísland og Sviss skulu“ komi „Ísland skal“; og
             í stað orðanna „skulu þessi lönd“ komi „skal þetta land“.
    27.     388L0627: Tilskipun ráðsins 88/627/EBE:
         -    aðlögunarliður
             ,,Sviss“ falli niður.
    28.     389L0298: Tilskipun ráðsins 89/298/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
             ,,Sviss“ falli niður.
    29.     389L0592: Tilskipun ráðsins 89/592/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
             ,,Sviss“ falli niður.


X     XII. VIÐAUKI, FRJÁLSIR FJÁRMAGNSFLUTNINGAR

    1.     388L0361: Tilskipun ráðsins 88/361/EBE:
         -    aðlögunarliður d)
             fjórði undirliður falli niður;
             fimmti undirliður
             orðin „og Sviss“ falli niður.


XI     XIII. VIÐAUKI, FLUTNINGASTARFSEMI

A.     Aðlögun á tilteknum sviðum
    -    II. mgr.
        fimmti undirliður falli niður.

B.     I. kafli, Flutningar á landi     

    1.     370R1108: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1108/70:
         -    aðlögunarliður
             viðbæturnar A.2 JÁRNBRAUTIR og B. VEGIR
             færslurnar „Sviss“, ásamt ákvæðunum, falli niður.
    12.     389R4060: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4060/89:
         -    aðlögunarliður b) falli niður.
    13.     375L0130: Tilskipun ráðsins 75/130/EBE:
         -    síðasti málsliður aðlögunarinnar falli niður.

C.     II. kafli, Flutningar á vegum

    14.     385L0003: Tilskipun ráðsins 85/3/EBE:
         -    önnur málsgrein aðlögunarinnar falli niður;
         -    aðlögunarliður, þriðja málsgrein
             í stað orðanna „Austurríki og Sviss skulu“ komi „Austurríki skal“.
    16.     377L0143: Tilskipun ráðsins 77/143/EBE:
         -    aðlögunarliðurinn falli niður ásamt málsliðnum næst á undan.
    20.     385R3820: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3820/85 og
    21.     385R3821: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3821/85:
         -    aðlögunarliður b) falli niður.
    22.     376L0914: Tilskipun ráðsins 76/914/EBE:
         -    aðlögunarliðurinn falli niður ásamt málsliðnum næst á undan.
    23.     388L0599: Tilskipun ráðsins 88/599/EBE:
         -    aðlögunarliður
             í stað orðanna „Austurríki og Sviss skulu“ komi „Austurríki skal“.
    25.     362L2005: Fyrsta tilskipun ráðsins:
         -    aðlögunarliður b)
             orðin „og Sviss“ falli niður.
    26.     376R3164: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3164/76:
         -    aðlögunarliður b)
             orðin „og Sviss“ falli niður.
    28.     374L0561: Tilskipun ráðsins 74/561/EBE:
         -    aðlögunarliðurinn falli niður ásamt málsliðnum næst á undan.
    34.     372R1172: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1172/72:
         -    aðlögunarliður
         -    „Sviss (CH),“ falli niður.

D.     IV. kafli, Flutningar á skipgengum vatnaleiðum

    46.     387L0540: Tilskipun ráðsins 87/540/EBE:
         -    aðlögunarliður
             eftirfarandi falli niður:
            „Sviss skal koma tilskipuninni til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 1995.“
    47.     382L0714: Tilskipun ráðsins 82/714/EBE:         
         -    aðlögunarliður
             II. kafli
             Svæði 3
             færslan „ Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

E.     VI. kafli, Almennt flug

    62.      390R2343: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2343/90:
         -    aðlögunarliður
             færslan „Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.


XII     XVI. VIÐAUKI, OPINBER INNKAUP

    1.     371L0304: Tilskipun ráðsins 71/304/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
             annar undirliður falli niður;
             þriðji undirliður
            í stað orðsins „aðlögunartímabilunum“ komi „aðlögunartímabilinu“ og í stað orðanna „fresta þessi ríki“ komi „frestar Liechtenstein“.
    2.     371L0305: Tilskipun ráðsins 71/305/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
             annar undirliður falli niður;
             þriðji undirliður
            í stað orðsins „aðlögunartímabilunum“ komi „aðlögunartímabilinu“ og í stað orðanna „fresta þessi ríki“ komi „frestar Liechtenstein“;
         -    aðlögunarliður c)
            orðin „og Sviss“ falli niður;
            þriðji undirliður falli niður;
         -    aðlögunarliður e)
            færslan „í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    3.     377L0062: Tilskipun ráðsins 77/62/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
            annar undirliður falli niður;
            þriðji undirliður
            í stað orðsins „aðlögunartímabilunum“ komi „aðlögunartímabilinu“ og í stað orðanna „fresta þessi ríki“ komi „frestar Liechtenstein“;
        -    aðlögunarliður c)
            orðin „og Sviss“ falli niður;
            þriðji undirliður falli niður;
        -    aðlögunarliður h)
            færslan „í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    4.     390L0531: Tilskipun ráðsins 90/531/EBE:
        -    aðlögunarliður a)
            annar undirliður falli niður;
            þriðji undirliður
            í stað orðsins „aðlögunartímabilunum“ komi „aðlögunartímabilinu“ og í stað orðanna „fresta þessi ríki“ komi „frestar Liechtenstein“;
        -    aðlögunarliður e)
         -    orðin „og Sviss“ falli niður;
            þriðji undirliður falli niður.
    5.     389L0665: Tilskipun ráðsins 89/665/EBE og
    6.     371R1182: Reglugerð (EBE/KBE) nr. 1182 frá 3. júní 1971:     
        -    aðlögunarliður a)
            annar undirliður falli niður;
            þriðji undirliður
            í stað orðsins „aðlögunartímabilunum“ komi „aðlögunartímabilinu“ og í stað orðanna „fresta þessi ríki“ komi „frestar Liechtenstein“.
    1. og 3. viðbætir:
    -    færslan „VII. Í SVISS:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    2. og 4.–13. viðbætir:
    -    færslan „SVISS“, ásamt ákvæðinu, falli niður.


XIII     XVIII. VIÐAUKI, ÖRYGGI OG HOLLUSTUHÆTTIR Á VINNUSTÖÐUM, VINNURÉTTUR OG JAFNRÉTTI KYNJANNA

    18.     376L0207: Tilskipun ráðsins 76/207/EBE:
         -    aðlögunarliður
             orðin „Sviss og“ falli niður.
    24.     380L0987: Tilskipun ráðsins 80/987/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
            færslan „F. SVISS“, ásamt ákvæðinu, falli niður.     


XIV XIX. VIÐAUKI, NEYTENDAVERND

    Aðlögun á tilteknum sviðum
        „Sviss“ falli niður.

XV     XX. VIÐAUKI, UMHVERFISMÁL

A.     Aðlögun á tilteknum sviðum
        „Sviss og“ falli niður.

B.     III. kafli, Loft

    19.     388L0609: Tilskipun ráðsins 88/609/EBE:
         -    aðlögunarliðir b) og c)
            færslan „Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.

C.     V. kafli, Úrgangur

    31.     384L0631: Tilskipun ráðsins 84/631/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
             orðin „og CH fyrir Sviss“ falli niður.


XVI XXI. VIÐAUKI, HAGSKÝRSLUGERÐ

A.     Aðlögun á tilteknum sviðum
    -     1. mgr.
        „Sviss“ falli niður.

B.     Iðnaðarskýrslur

    1.     364L0475: Tilskipun ráðsins 64/475/EBE:
         -    aðlögunarliður b)
            ákvæðið falli niður;
         -    aðlögunarliðir d) og e)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    2.     372L0211: Tilskipun ráðsins 72/211/EBE:
         -    aðlögunarliður c)
            ákvæðið falli niður.
    3.     372L0221: Tilskipun ráðsins 72/221/EBE:
        -    aðlögunarliður b)
            ákvæðið falli niður;
        -    aðlögunarliður d)
            orðin „og Sviss“ falli niður;
        -    aðlögunarliður e)
            orðin „Sviss og“ falli niður og „þurfa“ verði „þarf“.
    4.     378L0166: Tilskipun ráðsins 78/166/EBE:
        -    aðlögunarliður e)
            orðin „og Sviss“ falli niður.

C.     Flutningaskýrslur

    5.     378L0546: Tilskipun ráðsins 78/546/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
            ákvæðið falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
            orðin „Sviss og“ og „Schweiz/Suisse/Svizzera og“ falli niður;
        -    aðlögunarliður c)
            orðin „Sviss og“ falli niður í öðrum landahópnum; og
            „Sviss“ bætist við á undan orðinu „Búlgaría“ í þriðja landahópnum;
         -    aðlögunarliður g)
            orðin „og Sviss“ falli niður;
         -    aðlögunarliður h)
            ákvæðið falli niður.
    6.     380L1119: Tilskipun ráðsins 80/1119/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
            orðin „Sviss og Liechtenstein“ og „Schweiz/Suisse/Svizzera og Liechtenstein“ falli niður;
        -    aðlögunarliður b)
            í staðinn fyrir fyrirsögnina „II. EFTA-ríki“ komi „II. EFTA-EES-ríki“;
            orðin „18. Sviss og Liechtenstein“ falli niður;
            „18. Sviss“ komi strax á eftir fyrirsögninni „III. Evrópulönd utan EES“;
             -    aðlögunarliður d)     
            í staðinn fyrir orðin „EFTA-lönd“ komi „EFTA-EES-lönd“.
    7.     380L1177: Tilskipun ráðsins 80/1177/EBE:
        -    aðlögunarliður a)             
              skammstafanirnar „SBB/CFF/FFS“ og „BLS“, ásamt fullu heiti, falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
            orðin „Sviss
            Schweiz/Suisse/Svizzera“ falli niður;
        -    aðlögunarliður c)
            „17. Sviss“ falli niður undir fyrirsögninni „II. EFTA-ríki“ og komi strax á eftir fyrirsögninni „B. Lönd utan EES“;
            í stað fyrirsagnarinnar „II. EFTA-ríki“ komi „II. EFTA-EES-ríki“.

    D.     Verslunarskýrslur

    8.     375R1736: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1736/75:
         -    aðlögunarliður b), 3. mgr.
            eftirfarandi falli niður
            „Sviss og Liechtenstein mynda eitt hagskýrslusvæði.“;
        -    aðlögunarliður h) ákvæðið falli niður.
    9.     377R0546: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 546/77:
        -    aðlögunarliðir a) og b)
            færslan „Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    16.     388R0455: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 455/88:
        -    aðlögunarliður
            orðin „fyrir Sviss: CHF 1 000“ falli niður.
    
E.     Mannfjölda- og félagsmálaskýrslur
    
    18.     376R0311: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 311/76:
        -    aðlögunarliður a)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
                
F.     Þjóðhagsreikningar — verg landsframleiðsla

    19.     389L0130: Tilskipun ráðsins 89/130/EBE:
        -    aðlögunarliður b)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    
G.     Flokkunarkerfi

    20.     390R3037: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3037/90:
        -    aðlögunarliður
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    
H.     Landbúnaðarskýrslur

    21.     372L0280: Tilskipun ráðsins 72/280/EBE:
        -    aðlögunarliður b)
            „Sviss: —“ falli niður;
        -    aðlögunarliðir c), e) og f)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    22.     372D0356: Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 72/356/EBE:
        -    aðlögunarliður a)
            „Sviss: Eingöngu eitt svæði“ falli niður;
         -    aðlögunarliður b)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    23.     388R0571: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 571/88:
         -    aðlögunarliður e)
            færslur B.04, E og J.17
            orðin „og Sviss“ falli niður.         
        -    aðlögunarliður f)
            ákvæðið falli niður;
        -    aðlögunarliðir g) og h)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    24.     390R0837: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 837/90:
         -    aðlögunarliður b)
             „Sviss —“ falli niður;
        -    aðlögunarliður d)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    
I.     Fiskiskýrslur

    25.     391R1382: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1382/91:
        -    aðlögunarliður a)
            í stað fyrirsagnarinnar „EFTA“ komi „EFTA-EES-ríki“.
    
J.     Orkuskýrslur

    26.     390L0377: Tilskipun ráðsins 90/377/EBE:
        -    aðlögunarliðir a), b) og d)
            orðin „og Sviss“ falli niður.
    

XVII     XXII. VIÐAUKI, FÉLAGARÉTTUR

A.     Aðlögunartímabil
     orðin „Sviss og“ falli niður.

B.    1.     368L0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE:
        -    aðlögunarliður
             færslan „— í Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    2.     377L0091: Önnur tilskipun ráðsins 77/91/EBE:
        -    aðlögunarliður a)
            færslan „— í Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    3.     378L0855: Þriðja tilskipun ráðsins 78/855/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
             færslan „— Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    4.     378L0660: Fjórða tilskipun ráðsins 78/660/EBE:
         -    aðlögunarliður a)
            færslan „— í Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    6.     383L0349: Sjöunda tilskipun ráðsins 83/349/EBE:
        -    aðlögunarliður
            færslan „s) í Sviss:“, ásamt ákvæðinu, falli niður.
    9.     389L0667: Tólfta tilskipun ráðsins 89/667/EBE:
         -    aðlögunarliður
            færslan „— í Sviss“, ásamt ákvæðinu, falli niður.


LOKAGERÐ



Fulltrúar með fullu umboði

EFNAHAGSBANDALAGS EVRÓPU,
KOLA- OG STÁLBANDALAGS EVRÓPU,

sem nefnast hér á eftir „bandalagið“, og

KONUNGSRÍKISINS BELGÍU,
KONUNGSRÍKISINS DANMERKUR,
SAMBANDSLÝÐVELDISINS ÞÝSKALANDS,
LÝÐVELDISINS GRIKKLANDS,
KONUNGSRÍKISINS SPÁNAR,
LÝÐVELDISINS FRAKKLANDS,
ÍRLANDS,
LÝÐVELDISINS ÍTALÍU,
STÓRHERTOGADÆMISINS LÚXEMBORGAR,
KONUNGSRÍKISINS HOLLANDS,
LÝÐVELDISINS PORTÚGALS,
HINS SAMEINAÐA KONUNGSRÍKIS STÓRA-BRETLANDS OG NORÐUR-ÍRLANDS

samningsaðilar að stofnsáttmála EFNAHAGSBANDALAGS EVRÓPU og stofnsáttmála KOLA- OG STÁLBANDALAGS EVRÓPU,
sem nefnast hér á eftir „aðildarríki EB“,

og

fulltrúar með fullu umboði
LÝÐVELDISINS AUSTURRÍKIS,
LÝÐVELDISINS FINNLANDS,
LÝÐVELDISINS ÍSLANDS,
FURSTADÆMISINS LIECHTENSTEINS,
KONUNGSRÍKISINS NOREGS,
KONUNGSRÍKISINS SVÍÞJÓÐAR,

sem nefnast hér á eftir „EFTA-ríkin“,
er koma saman í Brussel hinn sautjánda dag marsmánaðar árið nítján hundruð níutíu og þrjú til undirritunar bókunar um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafa samþykkt eftirfarandi texta:

I.     bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið;

II.    viðaukann sem er kveðið á um í 20. gr. bókunar um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og fylgir þeirri bókun.

Fulltrúar með fullu umboði bandalagsins og aðildarríkja EB og fulltrúar með fullu umboði EFTA-ríkjanna hafa samþykkt sameiginlegu yfirlýsinguna sem fylgir þessari lokagerð.

Enn fremur hafa fulltrúar með fullu umboði bandalagsins og aðildarríkja EB og fulltrúar með fullu umboði EFTA-ríkjanna fallist á samþykktirnar sem fylgja þessari lokagerð og eru bindandi.

Fulltrúar með fullu umboði bandalagsins og aðildarríkja EB og fulltrúar með fullu umboði EFTA-ríkjanna hafa í huga yfirlýsingu ríkisstjórnar Frakklands sem fylgir þessari lokagerð.

Fulltrúar með fullu umboði bandalagsins og aðildarríkja EB og fulltrúar með fullu umboði EFTA-ríkjanna hafa í huga að tilvísanir til Sviss í eftirtöldum sameiginlegum yfirlýsingum sem eru taldar upp og fylgja lokagerðinni er var undirrituð í Óportó hinn 2. maí 1992 eru fallnar úr gildi:

    3.    Sameiginleg yfirlýsing um aðlögunartímabil vegna útgáfu skjala varðandi sönnun á uppruna

og

    8.    Sameiginleg yfirlýsing um vöruflutninga á vegum.

Fulltrúar með fullu umboði bandalagsins og aðildarríkja EB og fulltrúar með fullu umboði EFTA-ríkjanna hafa einnig í huga að eftirtaldir samningar í samþykktum frá samningaviðræðunum sem fylgja lokagerðinni, er var undirrituð í Óportó hinn 2. maí 1992, eru fallnir úr gildi:
    -    vegna bókunar 16 og VI. viðauka,
    -    vegna VII. viðauka (varðandi verkfræðinga „Stiftung der Schweizerischen Register der Ingenieure“).

Þeir hafa fallist á að í samþykktinni „vegna bókunar 47“ skuli orðin „bandalagsins og Sviss og“ falla niður.

Loks hafa fulltrúar með fullu umboði bandalagsins og aðildarríkja EB og fulltrúar með fullu umboði EFTA-ríkjanna í huga með hliðsjón af yfirlýsingunum sem eru taldar upp og fylgja lokagerðinni er var undirrituð í Óportó hinn 2. maí 1992 að:

I.    eftirtaldir yfirlýsingar eru fallnar úr gildi:
    10.    Yfirlýsing ríkisstjórnar Sviss um öryggisráðstafanir;
    11.    Yfirlýsing Evrópubandalagsins;
    12.    Yfirlýsing ríkisstjórnar Sviss um að koma á framhaldsnámi í byggingarlist við æðri tækniskóla;
    16.    Yfirlýsing ríkisstjórnar Sviss um notkun öryggisákvæðisins í sambandi við fjármagnsflutninga;
    17.    Yfirlýsing Evrópubandalagsins;
    34.    Yfirlýsing ríkisstjórnar Sviss um fjáröflunartolla;
    36.    Yfirlýsing ríkisstjórnar Sviss um samning milli EBE og Ríkjasambandsins Sviss um vöruflutninga á vegum og járnbrautum;

II.    í eftirtöldum yfirlýsingum er yfirlýsing ríkisstjórnar Sviss eða yfirlýsing Evrópubandalagsins með tilvísun til Sviss fallin úr gildi:
    2.     Yfirlýsing ríkisstjórna Liechtensteins og Sviss um áfengiseinkasölur;
    13.    Yfirlýsing ríkisstjórna Austurríkis og Sviss um hljóð- og myndmiðlun;
    14.    Yfirlýsing ríkisstjórna Liechtensteins og Sviss um stjórnsýsluaðstoð;
    15.    Yfirlýsing Evrópubandalagsins;
    33.    Yfirlýsing Evrópubandalagsins og ríkisstjórna Austurríkis, Finnlands, Liechtensteins, Svíþjóðar og Sviss um hvalaafurðir;
    35.    Yfirlýsing Evrópubandalagsins um tvíhliða samninga.


SAMEIGINLEG YFIRLÝSING


1.    Þótt skylt sé að virða að öllu leyti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss 6. desember 1992 þykir samningsaðilum að EES-samningnum miður að sökum þess að Sviss er ekki þátttökuríki var ekki unnt að stofna EES með þeim samningsaðilum sem upphaflega var stefnt að.

2.    Samningsaðilarnir að EES-samningnum hafa tekið tillit til þess að yfirvöld í Sviss hafa ekki vísað því með öllu frá að síðar kunni að verða af þátttöku í EES. Þeir munu fagna þátttöku Sviss í EES og eru reiðubúnir til að hefja samningaviðræður leggi Sviss fram umsókn skv. 128. gr. EES-samningsins eins og henni er breytt með bókuninni um breytingu á EES-samningnum.

3.    Þátttaka Sviss í EES síðar ætti að byggjast á niðurstöðunum í upphaflega EES-samningnum og tvíhliða samningum gerðum á sama tíma og á þeim breytingum sem hugsanlega verða gerða síðar á þessum samningum.


SAMÞYKKTIR


Samningsaðilar hafa samþykkt eftirfarandi:

Vegna 15. gr.

gildistaka ákvæðanna sem um getur í 15. gr. er háð tæknilegum erfiðleikum við fjárlagagerð og skal vera með fyrirvara um tvíhliða eða marghliða samvinnu á umræddum sviðum og hefur ekki frekari áhrif á samvinnuna sem um getur í 85. gr. EES-samningsins.
Til að tryggja rétta gildistöku ákvæðanna, sem um getur í 15. gr., er sérfræðingum EFTA-ríkjanna heimilt, á tímabilinu til 1. janúar 1994, að taka tímabundið þátt í nefndunum sem eru framkvæmdastjórninni til aðstoðar við stjórnun eða þróun á starfsemi bandalagsins á þeim sviðum sem þessi ákvæði taka til.

Hvert EFTA-ríki um sig skal standa straum af þeim kostnaði sem af þessu hlýst.


Vegna 20. gr.

IV. viðauki (Orka)

8.      390L0547: Tilskipun ráðsins 90/547/EBE og
9.      391L0296: Tilskipun ráðsins 91/296/EBE

    í hugtakinu „viðskipti innan EFTA“ merkir „EFTA“ þau EFTA-ríki þar sem EES-samningurinn hefur öðlast gildi;

XIV. viðauki (Samkeppni)

1.      389R4064: Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4064/89

    í hugtökunum „hagsmuni EFTA“, aðlögunarliðir a), b) og h), „velta innan EFTA“, aðlögunarliðir b) og j), og „íbúar EFTA“, aðlögunarliður j), merkir „EFTA“ þau EFTA-ríki þar sem EES-samningurinn hefur öðlast gildi.


YFIRLÝSING


RÍKISSTJÓRNAR FRAKKLANDS


    Frakkland vekur athygli á því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gildir ekki um lönd og yfirráðasvæði handan hafsins er tengjast efnahagsbandalagi Evrópu samkvæmt ákvæðum sáttmálans um stofnun Efnahagsbandalags Evrópu.


BÓKUN UM BREYTINGU Á


SAMNINGNUM MILLI EFTA-RÍKJANNA UM


STOFNUN EFTIRLITSSTOFNUNAR OG DÓMSTÓLS




LÝÐVELDIÐ AUSTURRÍKI,
LÝÐVELDIÐ FINNLAND,
LÝÐVELDIÐ ÍSLAND,
FURSTADÆMIÐ LIECHTENSTEIN,
KONUNGSRÍKIÐ NOREGUR OG
KONUNGSRÍKIÐ SVÍÞJÓÐ,

ÞAR EÐ samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, hér á eftir nefndur EES-samningurinn, var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992;
ÞAR EÐ samningurinn milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, hér á eftir nefndur samningurinn um eftirlitsstofnunina og dómstólinn, var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992;

ÞAR EÐ ljóst er að einn undirritunaraðilanna að EES-samningnum, Ríkjasambandið Sviss, hefur ekki tök á að fullgilda EES-samninginn né samninginn um eftirlitsstofnunina og dómstólinn og því munu þessir samningar ekki gilda um Sviss;

ÞAR EÐ bókun um breytingu á EES-samningnum er undirrituð sama dag og bókun þessi;

ÞAR EÐ ákveða þarf nýjan gildistökudag samningsins um eftirlitsstofnunina og dómstólinn;

ÞAR EÐ setja þarf sérstök ákvæði um gildistöku samningsins um eftirlitsstofnunina og dómstólinn að því er varðar Furstadæmið Liechtenstein;

ÞAR EÐ gera þarf nokkrar breytingar á samningnum um eftirlitsstofnunina og dómstólinn sökum þess að Sviss mun ekki fullgilda hann;

HAFA ÁKVEÐIÐ að gera eftirfarandi bókun:

1. gr.


    1. Samningurinn um eftirlitsstofnunina og dómstólinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, skal öðlast gildi þann dag sem bókun þessi öðlast gildi milli Lýðveldisins Austurríkis, Lýðveldisins Finnlands, Lýðveldisins Íslands, Konungsríkisins Noregs og Konungsríkisins Svíþjóðar.
    2. Að því er varðar Furstadæmið Liechtenstein skal samningurinn um eftirlitsstofnunina og dómstólinn, eins og honum er breytt með bókun þessari, öðlast gildi sama dag og EES-samningurinn öðlast gildi fyrir Liechtenstein og að því tilskildu að undirritunaraðilar bókunar þessarar hafi tekið viðeigandi ákvörðun um beitingu ákvarðana og annarra ráðstafana sem eru gerðar samkvæmt samningnum um eftirlitsstofnunina og dómstólinn gagnvart Liechtenstein.

2. gr.


    1. Þar eð Ríkjasambandið Sviss hefur ekki fullgilt samninginn um eftirlitsstofnunina og dómstólinn og er ekki aðili að honum skal tilvísun í inngangsorðunum að samningnum til „RÍKJASAMBANDSINS SVISS“ sem eins af samningsaðilunum felld niður.
    2. Í stað b-liðar 1. gr. samningsins um eftirlitsstofnunina og dómstólinn komi eftirfarandi:
„hugtakið „EFTA-ríki“ merkir Lýðveldið Austurríki, Lýðveldið Finnland, Lýðveldið Ísland, Konungsríkið Noregur, Konungsríkið Svíþjóð og, með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr. bókunarinnar um breytingu á samningnum um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, Furstadæmið Liechtenstein.“
    3. Samningnum um eftirlitsstofnunina og dómstólinn skal enn fremur breytt í samræmi við 3.–8. gr. bókunar þessarar.

3. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 1. mgr. 7. gr.:
    „Eftirlitsstofnun EFTA skulu skipa fimm eftirlitsfulltrúar sem skulu kosnir á grundvelli hæfni sinnar og vera sannanlega óháðir.“

4. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 28. gr.:

„28. gr.


    EFTA-dómstólinn skipa fimm dómarar.“

5. gr.


    Þegar samningurinn um eftirlitsstofnunina og dómstólinn öðlast gildi gagnvart Liechtenstein skal fjölga fulltrúum í eftirlitsstofnun EFTA og dómurum í EFTA-dómstólnum.

6. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 29. gr.:

„29. gr.


    EFTA-dómstóllinn skal starfa fullskipaður. Úrskurðir dómstólsins teljast einungis gildir ef tala dómara hans stendur á oddatölu við umfjöllun. Úrskurðir dómstólsins teljast gildir ef þrír dómarar taka þátt í umfjöllun. Ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna geta, að beiðni dómstólsins, með samhljóða samkomulagi, heimilað honum að koma á fót deildum.“

7. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 2. mgr. 30. gr.:
    „Skipa skal að nýju í hluta dómaraembættanna á þriggja ára fresti. Nýskipun tekur til tveggja og þriggja dómara á víxl. Velja skal þá tvo dómara sem skipt er um eftir fyrstu þrjú árin með hlutkesti.“

8. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 3. mgr. 53. gr.:
    3. Samningur þessi öðlast gildi þann dag og með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í bókuninni um breytingu á samningnum milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.

9. gr.


    1. Bókun þessi er gerð í einu frumriti á ensku, finnsku, íslensku, norsku, sænsku og þýsku og er hver þessara texta jafngildur.
    2. Bókun þessi skal fullgilt af samningsaðilum í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði hvers um sig.
    Henni skal komið í vörslu hjá ríkisstjórn Svíþjóðar sem skal senda hverjum hinna samningsaðilanna staðfest endurrit.
    Fullgildingarskjölunum skal komið í vörslu hjá ríkisstjórn Svíþjóðar sem skal tilkynna öllum hinum samningsaðilunum um það.
    3. Bókun þessi skal öðlast gildi 1. júlí 1993, að því tilskildu að EES-samningurinn öðlist gildi þann dag og að því tilskildu að allir samningsaðilarnir, sem um getur í 1. mgr. 1. gr. bókunar þessarar, hafi komið fullgildingarskjölum sínum vegna samningsins um eftirlitsstofnunina og dómstólinn og bókunar þessarar í vörslu fyrir þann dag. Eftir þann dag öðlast bókun þessi gildi daginn sem EES-samningurinn öðlast gildi eða þegar allir samningsaðilarnir, sem um getur í 1. mgr. 1. gr. bókunar þessarar, hafa komið öllum fullgildingarskjölum vegna samningsins um eftirlitsstofnunina og dómstólinn og bókunar þessarar í vörslu, eftir því hvor dagurinn er síðar.
    4. Að því er Liechtenstein varðar skal bókun þessi öðlast gildi sama dag og EES-samningurinn öðlast gildi gagnvart Liechtenstein, að því tilskildu að Liechtenstein hafi komið fullgildingarskjölum sínum vegna samningsins um eftirlitsstofnunina og dómstólinn og bókunar þessarar í vörslu og með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr. bókunar þessarar.

ÞESSU TIL STAÐFESTINGAR hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað bókun þessa.

GJÖRT í Brussel hinn sautjánda dag marsmánaðar 1993.


SAMÞYKKT



    Undirritunaraðilar hafa samþykkt eftirfarandi:

Vegna bókunar 4

að því er varðar hugtökin „hagsmuni EFTA“ og „EFTA-fyrirtæki“ merkir orðið „EFTA“ þau EFTA-ríki þar sem samningurinn milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls hefur öðlast gildi.


BÓKUN UM BREYTINGU Á


SAMNINGNUM UM FASTANEFND EFTA-RÍKJANNA



LÝÐVELDIÐ AUSTURRÍKI,
LÝÐVELDIÐ FINNLAND,
LÝÐVELDIÐ ÍSLAND,
FURSTADÆMIÐ LIECHTENSTEIN,
KONUNGSRÍKIÐ NOREGUR OG
KONUNGSRÍKIÐ SVÍÞJÓÐ,

ÞAR EÐ samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, hér á eftir nefndur EES-samningurinn, var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992;

ÞAR EÐ samningurinn um fastanefnd EFTA-ríkjanna, hér á eftir nefndur samningurinn um fastanefndina, var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992;

ÞAR EÐ ljóst er að einn undirritunaraðilanna að EES-samningnum, Ríkjasambandið Sviss, hefur ekki tök á að fullgilda EES-samninginn né samninginn um fastanefndina og því munu þessir samningar ekki gilda um Sviss;

ÞAR EÐ bókun um breytingu á EES-samningnum er undirrituð sama dag og bókun þessi;

ÞAR EÐ ákveða þarf nýjan gildistökudag samningsins um fastanefndina;

ÞAR EÐ setja þarf sérstök ákvæði um gildistöku samningsins um fastanefndina að því er varðar Furstadæmið Liechtenstein;

ÞAR EÐ gera þarf breytingar á samningnum um fastanefndina sökum þess að Sviss mun ekki fullgilda hann;

HAFA ÁKVEÐIÐ að gera eftirfarandi bókun:


1. gr.


    1. Samningurinn um fastanefndina, eins og honum er breytt með bókun þessari, skal öðlast gildi þann dag sem bókun þessi öðlast gildi milli Lýðveldisins Austurríkis, Lýðveldisins Finnlands, Lýðveldisins Íslands, Konungsríkisins Noregs og Konungsríkisins Svíþjóðar.
    2. Að því er varðar Furstadæmið Liechtenstein skal samningurinn um fastanefndina, eins og honum er breytt með bókun þessari, öðlast gildi sama dag og EES-samningurinn öðlast gildi fyrir Liechtenstein og að því tilskildu að undirritunaraðilar bókunar þessarar hafi tekið viðeigandi ákvörðun um beitingu ákvarðana og annarra ráðstafana sem eru gerðar samkvæmt samningnum um fastanefndina gagnvart Liechtenstein.

2. gr.


    1. Þar eð Ríkjasambandið Sviss hefur ekki fullgilt samninginn um fastanefndina og er ekki aðili að honum skal tilvísun í inngangsorðunum að samningnum til „RÍKJASAMBANDSINS SVISS“ sem eins af samningsaðilunum felld niður.
    2. Í stað b-liðar 2. mgr. 1. gr. samningsins um fastanefndina komi eftirfarandi:
„hugtakið „EFTA-ríki“ merkir Lýðveldið Austurríki, Lýðveldið Finnland, Lýðveldið Ísland, Konungsríkið Noregur, Konungsríkið Svíþjóð og, með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr. bókunarinnar um breytingu á samningnum um fastanefnd EFTA-ríkjanna, Furstadæmið Liechtenstein.“
    3. Samningnum um fastanefndina skal enn fremur breytt skv. 3. gr.

3. gr.


    Eftirfarandi komi í stað 3. mgr. 14. gr.:
    3. Samningur þessi öðlast gildi þann dag og með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í bókuninni um breytingu á samningnum um fastanefnd EFTA-ríkjanna.

4. gr.


    1. Bókun þessi er gerð í einu frumriti á ensku, finnsku, íslensku, norsku, sænsku og þýsku og er hver þessara texta jafngildur.
    2. Bókun þessi skal fullgilt af samningsaðilum í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði hvers um sig.
    Henni skal komið í vörslu hjá ríkisstjórn Svíþjóðar sem skal senda hverjum hinna samningsaðilanna staðfest endurrit.
    Fullgildingarskjölunum skal komið í vörslu hjá ríkisstjórn Svíþjóðar sem skal tilkynna öllum hinum samningsaðilunum um það.
    3. Bókun þessi skal öðlast gildi 1. júlí 1993, að því tilskildu að EES-samningurinn öðlist gildi þann dag og að því tilskildu að allir samningsaðilarnir, sem um getur í 1. mgr. 1. gr. bókunar þessarar, hafi komið fullgildingarskjölum sínum vegna samningsins um fastanefndina og bókunar þessarar í vörslu fyrir þann dag. Eftir þann dag öðlast bókun þessi gildi daginn sem EES-samningurinn öðlast gildi eða þegar allir samningsaðilarnir, sem um getur í 1. mgr. 1. gr. bókunar þessarar, hafa komið öllum fullgildingarskjölum vegna samningsins um fastanefndina og bókunar þessarar í vörslu, eftir því hvor dagurinn er síðar.
    4. Að því er Liechtenstein varðar skal bókun þessi öðlast gildi sama dag og EES-samningurinn öðlast gildi gagnvart Liechtenstein, að því tilskildu að Liechtenstein hafi komið fullgildingarskjölum sínum vegna samningsins um fastanefndina og bókunar þessarar í vörslu og með þeim skilyrðum sem eru sett í 2. mgr. 1. gr. bókunar þessarar.

ÞESSU TIL STAÐFESTINGAR hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað bókun þessa.

GJÖRT í Brussel hinn sautjánda dag marsmánaðar 1993.


SAMÞYKKT



    Undirritunaraðilar hafa samþykkt eftirfarandi:

Vegna 2. mgr. 1. gr.

áður en samningurinn öðlast gildi gagnvart Liechtenstein getur Liechtenstein að jafnaði, og sé ekki annað ákveðið af fastanefndinni, tekið þátt í störfum fastanefndarinnar, þó án atkvæðisréttar.


YFIRLÝSING


RÍKISSTJÓRNAR FURSTADÆMISINS LIECHTENSTEINS


    Ríkisstjórn Furstadæmisins Liechtensteins mun við gildistöku EES-samningsins gagnvart Liechtenstein endurgreiða ríkisstjórnum Austurríkis, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar þær fjárhæðir sem þær hafa lagt út samkvæmt EES-samningnum til að greiða hlut Liechtensteins í fjármagnskerfinu.


VILJAYFIRLÝSING


    Ríkisstjórnir Austurríkis, Finnlands, Íslands, Liechtensteins, Noregs og Svíþjóðar eru sammála um að viðbótarfjárhæðir, sem þær hafa lagt út samkvæmt bókuninni um breytingu á EES-samningnum vegna þess að Sviss fullgilti ekki EES-samninginn, verði endurgreiddar gerist Ríkjasambandið Sviss aðili að EES-samningnum. Frá þeim degi, sem Ríkjasambandið Sviss verður aðili að EES-samningnum, skal reikna framlög hinna EFTA-ríkjanna eins og upphaflega var mælt fyrir um í EES-samningnum sem var undirritaður í Óportó 2. maí 1992.