Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 521 . mál.


879. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um afbrot barna og unglinga og meðferðar- og vistunarúrræði.

Frá Margréti Frímannsdóttur og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


    Af hve mörgum börnum 10–15 ára þurftu barnaverndarnefndir að hafa afskipti af á árunum 1990–1992 vegna afbrota? Svar óskast sundurgreint eftir aldri barnanna.
    Hve oft voru afbrot tengd
         
    
    vínneyslu,
         
    
    neyslu annarra vímuefna,
         
    
    geðrænum vandamálum?
        Svar óskast sundurgreint eftir aldri barnanna.
    Hvaða meðferðar- og vistunarúrræðum hafa barnaverndaryfirvöld yfir að ráða á vegum ríkis, á vegum sveitarfélaga eða á vegum einkaaðila?
    Hve margar stofnanir og heimili sinna meðferðar- og umönnunarhlutverki fyrir þessa aldurshópa á vegum ríkisins, á vegum sveitarfélaga eða á vegum einkaaðila?
    Hver var heildarkostnaður þessara stofnana og heimila á árunum 1990–1992 hjá ríki, sveitarfélögum eða hjá einkaaðilum?
    Er einhver sérhæfing í rekstri þessara stofnana eða heimila? Ef svo er, í hverju er hún fólgin og hversu margir einstaklingar voru vistaðir á þessum heimilum á árunum 1990–1992 skipt niður eftir aldri barnanna?
    Hvaða faglegar kröfur eru gerðar til stofnana eða heimila þar sem börn, sem brotið hafa af sér, eru vistuð á vegum ríkisins, á vegum sveitarfélaga eða á vegum einkaaðila?
    Hvaða faglegar kröfur eru gerðar til stofnana eða heimila þar sem börn, sem neytt hafa vímuefna, eru vistuð á vegum ríkisins, á vegum sveitarfélaga eða á vegum einkaaðila?
    Hvaða faglegar kröfur eru gerðar til stofnana eða heimila þar sem börn, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, eru vistuð á vegum ríkisins, á vegum sveitarfélaga eða á vegum einkaaðila?


Skriflegt svar óskast.