Ferill 534. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 534 . mál.


892. Tillaga til þingsályktunar


um staðfestingu breytinga á samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.

(Lögð fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992–93.)


     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á samþykkt frá 2. febrúar 1971 um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf, er gerð var í Regina 28. maí 1987.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

    Með þingsályktunartillögu þessari fer ríkisstjórnin þess á leit að Alþingi heimili staðfestingu á breytingum á samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf, er gerð var á aukafundi aðila í Regina 28. maí 1987. Breytingin er birt sem fskj. I með þingsályktunartillögu þessari. Í fskj. II eru viðkomandi greinar samþykktarinnar birtar. Breytingin hefur ekki öðlast gildi.
     Ísland gerðist árið 1977 aðili að samþykktinni, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 1/1978. Ísland er einnig aðili að bókun frá 2. febrúar 1982 um breytingu á samþykktinni, sbr. aug lýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 10/1986. Bókunin setur fram málsmeðferð vegna breytinga á samþykktinni.
     Markmið samþykktarinnar er að vernda votlendissvæði heimsins, sérstaklega sem lífsvæði fyrir votlendisfugla. Hverju aðildarríki ber að tilnefna a.m.k. eitt votlendissvæði á skrá samþykktarinnar yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Tvö votlendissvæði hafa verið tilnefnd af hálfu Íslands: Mývatn-Laxá og Þjórsárver.
     Helstu atriði breytingarinnar eru að stofnsett er ráðstefna samningsaðila sem skal koma saman til fundar reglulega til að meta og stuðla að framkvæmd samþykktarinnar. Jafnframt er tekið upp ákvæði um fjárframlög samningsaðila sem ákveðin skulu samkvæmt framlagakvarða sem sam þykktur er af aðilum samþykktarinnar.
     Þær fjárhagslegu skuldbindingar, sem Ísland tekur á sig með fullgildingu breytingarinnar, eru u.þ.b. 1.500 kr. á ári. Ísland hefur greitt framlag til þessarar starfsemi undanfarin sex ár.


Fylgiskjal I.


BREYTING Á SAMÞYKKTINNI

SEM SAMÞYKKT VAR Á AUKAFUNDI.

(Regina, 28. maí 1987)


(Tölvutækur texti ekki til.)







Fylgiskjal II.

GREINAR SAMNINGSINS SEM Á AÐ BREYTA.


(Tölvutækur texti ekki til.)