Ferill 539. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 539 . mál.


897. Frumvarp til fjáraukalaga



fyrir árið 1992, sbr. lög nr. 118/1992.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992–93.)



1. gr.

    Samkvæmt niðurstöðum greiðsluuppgjörs ríkissjóðs 1992 verða eftirtaldar breytingar á greiðsluyfirliti A-hluta ríkissjóðs 1992 frá 1. gr. fjárlaga fyrir árið 1992, sbr. lög nr. 118/1992:

Greiðsluyfirlit ríkissjóðs


Þús. kr.

Þús. kr.



Rekstrarreikningur

    Tekjur
407 173
    Gjöld     
-2 491 063

Gjöld umfram tekjur
-2 898 236

Lánahreyfingar

    Veitt lán, nettó     
272 098
         Veitt lán til B-hluta ríkissjóðs     
-78 283

         — Innheimtar afborganir af veittum lánum     
350 381

    Hluta- og stofnfjárframlög     
-236 766
    Viðskiptareikningar     
-1 690 000

Hrein lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs     
-4 552 904     Afborganir af teknum lánum      340 000

Heildarlánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
-4 212 904
    Lántökur     
-1 991 000

Greiðslujöfnuður, sjóðsbreyting     
2 221 904

2. gr.


    Útgjöld ríkissjóðs breytast frá ákvæðum 2. gr. fjárlaga fyrir árið 1992, sbr. 2. gr. laga nr. 118/1992, samkvæmt nánari sundurliðun í 3. gr.:

Þús. kr.

Þús. kr.



00     Æðsta stjórn ríkisins     
70 045
01     Forsætisráðuneyti     
14 964
02     Menntamálaráðuneyti     
399 540
03     Utanríkisráðuneyti     
71 441
04     Landbúnaðarráðuneyti     
274 428
05     Sjávarútvegsráðuneyti     
-306 383
06     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
123 958
07     Félagsmálaráðuneyti     
183 339

Þús. kr.

Þús. kr.



08     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti     
-55 596
09     Fjármálaráðuneyti     
1 665 566
10     Samgönguráðuneyti     
11 633
11     Iðnaðarráðuneyti     
4 270
12     Viðskiptaráðuneyti     
22 708
13     Hagstofa Íslands     
1 642
14     Umhverfisráðuneyti     
9 508

    
Samtals öll ráðuneyti
2 491 063


3. gr.

    Sundurliðun gjalda skv. 2. gr. á stofnanir er þessi:

00     Æðsta stjórn ríkisins
101     Embætti forseta Íslands
1 280
401     Hæstiréttur
137
520     Opinberar heimsóknir
157
610     Umboðsmaður Alþingis
931
    Óhafnar fjárveitingar
-72 550

    
Samtals ráðuneyti
-70 045

01     Forsætisráðuneyti
    Óhafnar fjárveitingar
-14 964

    
Samtals ráðuneyti
-14 964

02     Menntamálaráðuneyti
201     Háskóli Íslands
49 531
202     Tilraunastöð Háskólans að Keldum
7 321
203     Raunvísindastofnun Háskólans
6 377
223     Rannsóknastofnun uppeldismála
317
232     Rannsóknaráð ríkisins
7
301     Menntaskólinn í Reykjavík
635
302     Menntaskólinn á Akureyri
5 306
304     Menntaskólinn við Hamrahlíð
10 705
305     Menntaskólinn við Sund
3 183
306     Menntaskólinn á Ísafirði
3 465
309     Kvennaskólinn í Reykjavík
2 156
350     Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
31 358
352     Flensborgarskóli, fjölbraut
1 387
353     Fjölbrautaskóli Suðurnesja
2 468
354     Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
1 148
359     Verkmenntaskólinn á Akureyri
2 937
360     Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
5 639
361     Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu
162

Þús. kr.

Þús. kr.



362     Framhaldsskólinn á Húsavík
1 298
506     Vélskóli Íslands
10
507     Stýrimannaskólinn í Reykjavík
1 820
518     Fiskvinnsluskólinn
3 081
531     Íþróttakennaraskóli Íslands
2 692
551     Hússtjórnarskólinn Hallormsstað
565
561     Myndlista- og handíðaskóli Íslands
80
571     Sjómannaskólahúsið
1 476
715     Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis vestra
291
752     Öskjuhlíðarskóli
10
755     Dalbrautarskóli
588
802     Vernd barna og ungmenna
5 366
806     Barnaverndarráð Íslands
1 301
871     Unglingaheimili ríkisins
13 371
903     Þjóðskjalasafn Íslands
2 269
904     Safnahúsið við Hverfisgötu
1 673
906     Listasafn Einars Jónssonar
245
907     Listasafn Íslands
317
909     Blindrabókasafn Íslands
930
972     Íslenski dansflokkurinn og Listdansskólinn
7 445
981     Kvikmyndasjóður
2 566
989     Ýmis íþróttamál
581
    Óhafnar fjárveitingar
-581 617

    
Samtals ráðuneyti
-399 540


03     Utanríkisráðuneyti
201     Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli
527
301     Sendiráð Íslands í Bonn
2 631
302     Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn
3 285
303     Sendiráð Íslands í London
1 689
305     Sendiráð Íslands í Ósló
3 036
307     Sendiráð Íslands í Stokkhólmi
1 908
310     Sendiráð Íslands í Brussel og hjá Evrópubandalaginu
3 315
311     Fastanefnd Íslands hjá Norður-Atlantshafsbandalaginu
1 993
312     Fastanefnd Íslands hjá alþjóðastofnunum og EFTA í Genf
594

    Óhafnar fjárveitingar
-90 419

    
Samtals ráðuneyti
-71 441

Þús. kr.

Þús. kr.



04     Landbúnaðarráðuneyti
202     Hagþjónusta landbúnaðarins
23
206     Rannsóknastofnun landbúnaðarins
34
231     Skógrækt ríkisins
5 941
235     Landgræðsla ríkisins
216
239     Skógrækt og landgræðsla, ýmis verkefni
63
246     Veiðimálastofnun
28
289     Sérstakar greiðslur í landbúnaði
6 154
299     Búnaðarmál, ýmis verkefni
1 142
    Óhafnar fjárveitingar
-288 029

    
Samtals ráðuneyti
-274 428

05     Sjávarútvegsráðuneyti
201     Fiskifélag Íslands
600
202     Hafrannsóknastofnun
342 301
    Óhafnar fjárveitingar
-36 518

    
Samtals ráðuneyti
306 383

06     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
203     Borgardómarinn í Reykjavík
5 251
204     Borgarfógetinn í Reykjavík
7 031
205     Sakadómur Reykjavíkur
7 543
210     Héraðsdómarar samkvæmt lögum nr. 27/1990
1 783
211     Héraðsdómur Reykjavíkur
36
212     Héraðsdómur Vesturlands
1 016
213     Héraðsdómur Vestfjarða
162
218     Héraðsdómur Reykjaness
566
231     Málskostnaður í opinberum málum
14 097
232     Opinber réttaraðstoð
1 714
238     Dómstóll og rannsóknadeild í ávana- og fíkniefnamálum
1 153

290     Dómsmál, ýmis kostnaður
539
291     Húsnæði og búnaður dómsmálastofnana
7 576
390     Ýmis löggæslukostnaður
1 017
412     Sýslumaðurinn Akranesi
1 747
414     Sýslumaðurinn Stykkishólmi
2 176
420     Sýslumaðurinn Blönduósi
500
431     Sýslumaðurinn Hvolsvelli
582
437     Sýslumaðurinn Kópavogi
1 019
490     Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta
27
731     Kristnisjóður
54
    Óhafnar fjárveitingar
-179 547

    
Samtals ráðuneyti
-123 958

Þús. kr.

Þús. kr.



07     Félagsmálaráðuneyti
706     Málefni fatlaðra, Norðurlandi eystra
373
708     Málefni fatlaðra, Suðurlandi
1 594
711     Styrktarfélag vangefinna
300
720     Skálatúnsheimilið, Mosfellsbæ
390
    Óhafnar fjárveitingar
-185 996

    
Samtals ráðuneyti
-183 339

08     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
271     Tryggingastofnun ríkisins
453 857
277     Atvinnuleysisbætur opinberra starfsmanna
29 900
311     Héraðslæknir í Reykjavík
897
367     Sjúkrahúsið Keflavík
10 001
396     Lyfjanefnd
140
524     Heilsugæslustöðin Ólafsvík
39
525     Heilsugæslustöðin Grundarfirði
22
526     Heilsugæslustöðin Búðardal
26
552     Heilsugæslustöðin Dalvík
58
557     Heilsugæslustöðin Þórshöfn
153
561     Heilsugæslustöðin Vopnafirði
187
567     Heilsugæslustöðin Djúpavogi
549
576     Heilsugæslustöðin Laugarási
80
584     Heilsugæslustöðin Kópavogi
2 524
585     Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi
1 781
603     Lyfjatæknaskóli Íslands
1 071
    Óhafnar fjárveitingar
-445 689

    
Samtals ráðuneyti
55 596

09     Fjármálaráðuneyti
104     Ríkisfjárhirsla
243
202     Skattstofan í Reykjavík
1 412
205     Skattstofa Norðurlands vestra
529
212     Skattamál, ýmis útgjöld
3 824
251     Gjaldheimtur og innheimtukostnaður
11 671
261     Ríkistollstjóri
889
    Óhafnar fjárveitingar
-1 684 134

    
Samtals ráðuneyti
-1 665 566

Þús. kr.

Þús. kr.



10     Samgönguráðuneyti
101     Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa
1 536
322     Flóabátar og vöruflutningar
100 295
332     Vitastofnun Íslands
625
341     Siglingamálastofnun ríkisins
2 527
342     Rannsóknanefnd sjóslysa
45
    Óhafnar fjárveitingar
-116 661

    
Samtals ráðuneyti
-11 633

11     Iðnaðarráðuneyti
203     Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
25
298     Kostnaður vegna samninga við ÍSAL
3 499
302     Rafmagnseftirlit ríkisins
8 734
371     Orkusjóður
484
    Óhafnar fjárveitingar
-17 012

    
Samtals ráðuneyti
-4 270

12     Viðskiptaráðuneyti
    Óhafnar fjárveitingar
-22 708

    
Samtals ráðuneyti
-22 708

13     Hagstofa Íslands
    Óhafnar fjárveitingar
-1 642

    
Samtals ráðuneyti
-1 642

14     Umhverfisráðuneyti
101     Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa
179
201     Náttúruverndarráð
4 883
301     Skipulagsstjóri ríkisins
4 950
401     Náttúrufræðistofnun Íslands
2 092
410     Veðurstofa Íslands
863
    Óhafnar fjárveitingar
-22 475

    
Samtals ráðuneyti
-9 508

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur.


    Með frumvarpi þessu eru lagðar fyrir Alþingi niðurstöðutölur um greiðslur úr ríkissjóði á árinu 1992 umfram þær heimildir sem veittar voru af Alþingi í fjárlögum 1992 og lögum nr. 118/1992, fjáraukalögum fyrir árið 1992.
    Frumvarp að fjáraukalögum var lagt fram á Alþingi í október 1992 og með því fylgdi ítarleg greinargerð um framvindu ríkisfjármála á árinu 1992 og þær heimildir sem óskað var samþykktar á umfram heimildir fjárlaga. Þá var hinn 24. febrúar sl. lögð fyrir Alþingi skýrsla um ríkisfjármál árið 1992 þar sem afkoma ríkissjóðs eftir endanlegt greiðsluuppgjör Ríkisbókhalds er skýrð með samanburði við áform samkvæmt fjárlögum.
    Eftirfarandi yfirlit sýnir greiðsluheimildir á árinu 1992 sem Alþingi hefur samþykkt í samanburði við útkomu ársins:

Afkoma ríkissjóðs 1992.



Fjár-

Mismunur


Fjárlög

aukalög

Heimildir

Reikningur

fjárveitinga


Greiðslugrunnur

1992

118/1992

alls 1992

1992

og reiknings


m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tekjur          
105.463
-2.423 103.040 103.447 407
Gjöld          
109.575
3.524 113.099 110.608 -2.491

Rekstrarafkoma     
-4.112
-5.947 -10.059 -7.161 -2.898
Lánveitingar, nettó     
-275
-1.395 -1.670 -15 -1.655

Hrein lánsfjárþörf     
4.387
7.342 11.729 7.176 -4.553
Afborganir af teknum lánum     
9.000
-415 8.585 8.925 340

Heildarlánsfjárþörf     
13.387
6.927 20.314 16.101 -4.213
Lántökur alls     
13.400
6.950 20.350 18.359 -1.991

Greiðslujöfnuður     
13
23 36 -2.258 2.222


    Endanleg rekstrargjöld reyndust þannig vera 2.491 m.kr. lægri en útgjaldaheimildir fjárlaga og fjáraukalaga. Gert er ráð fyrir að þar af verði sótt um flutning óhafinna heimilda til ársins 1993 sem nemur 870 m.kr. í frumvarpi til fjáraukalaga 1993. Í skýrslu um ríkisfjármál árið 1992, sem lögð var fyrir Alþingi í febrúar sl., er vikið að höfuðatriðunum í niðurstöðum greiðsluuppgjörs um tekjur, gjöld og lánahreyfingar ríkissjóðs og er vísað til þess rits um nánari upplýsingar.

Skýringar við 3. gr. frumvarpsins.



00 Æðsta stjórn ríkisins


    Greiðslur til æðstu stjórnar ríkisins urðu 70,0 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 2,5 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 72,5 m.kr. Þar af eru 42,6 m.kr. vegna stofnkostnaðar á Bessastöðum sem fluttar eru til næsta árs. Greiðsluafgangur kemur fram hjá þremur öðrum stofnunum en er að mestu felldur niður. Í fyrsta lagi eru felldar niður 8,9 m.kr. af aukafjárveitingu sem Alþingi fékk vegna haustþings en var ekki nýtt á árinu. Í öðru lagi er felld niður ónotuð heimild á ríkisstjórnarlið. Loks er helmingur greiðsluafgangs Ríkisendurskoðunar felldur niður. Hjá fjórum stofnunum eru umframgreiðslur 2,5 m.kr. og er lagt til að þær flytjist milli ára.

01 Forsætisráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 15 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Engin stofnun er umfram heimildir. Óhafin fjárveiting aðalskrifstofu er alls 9 m.kr., þar af eru 4,2 m.kr. vegna viðhalds og er lagt til að hvort tveggja verði flutt til næsta árs. Þá er inneign þjóðgarðsins á Þingvöllum 5,8 m.kr. og skýrist hún aðallega af frestun viðhaldsframkvæmda og flyst milli ára. Gerð er tillaga um að aðrar óhafnar fjárveitingar flytjist milli ára.


02 Menntamálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 399,5 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 182,1 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 581,6 m.kr. Þar af eru 299,5 m.kr. vegna stofnkostnaðar. Óhafnar rekstrarfjárveitingar, sem lagt er til að flytjist milli ára, nema alls 244 m.kr. hjá 64 aðilum. Greiðsluafgangur aðalskrifstofu er 16 m.kr. og háskólastofnana 17 m.kr. og þar vega þyngst lægri gjöld Háskólans á Akureyri, 4,4 m.kr., Kennaraháskólans, 3,3 m.kr., og styrkir til háskóla og rannsóknastarfsemi 6,9 m.kr. Hjá almennum framhaldsskólum og sérskólum eru eftirstöðvar 45 m.kr. Þar af eru 7,3 m.kr. hjá Iðnskólanum í Reykjavík og 4,3 m.kr. hjá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Grunnskólar og sérskólar fatlaðra urðu 135 m.kr. innan heimilda. Af þeirri fjárhæð verða yfirfærðar 96 m.kr. til næsta árs en 39 m.kr. eru felldar niður þar sem greiðslur úr rannsóknasjóði grunnskólakennara voru tvíáætlaðar í fjárlögum. Vegna annarra stofnana menntamálaráðuneytisins eru rekstrarheimildir að fjárhæð 50,3 m.kr. færðar milli ára. Þar vega þyngst framlög til lista, 24,9 m.kr., til Þjóðminjasafns, 10,5 m.kr., og til alþjóðlegra samskipta, 6,9 m.kr. Óhafnar fjárveitingar vegna stofnkostnaðar flytjast milli ára, utan 29,4 m.kr. hjá Þjóðleikhúsinu þar sem uppgjöri framkvæmda vegna fyrsta áfanga er lokið. Stærstu stofnkostnaðarliðir eru 139 m.kr. vegna Þjóðarbókhlöðu og 110 m.kr. vegna bygginga framhaldsskóla. Lagt er til að umframgreiðslur að fjárhæð 162 m.kr. komi til lækkunar fjárheimilda á árinu 1993. Stærstu fjárhæðirnar eru hjá Háskóla Íslands, 49,5 m.kr., og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, 31,4 m.kr. Umframgreiðslur annarra stofnana eru mun lægri, þær hæstu hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 10,7 m.kr., Íslenska dansflokknum, 7,4 m.kr., og Tilraunastöðinni á Keldum, 7,3 m.kr. Lagt er til að felldar verði niður umframgreiðslur að fjárhæð 20,0 m.kr. Um er að ræða þrjár stofnanir sem eiga það sameiginlegt að flytjast yfir til félagsmálaráðuneytis frá og með árinu 1993. Þær eru Vistheimilið Torfastöðum með 5,3 m.kr., barnaverndarráð með 1,3 m.kr. og Unglingaheimili ríkisins með 13,4 m.kr. Sveitarfélögum bar að greiða hlutdeild í vistunarkostnaði barna á Torfastöðum og Unglingaheimilinu, en þær greiðslur hafa enn ekki skilað sér og skýrir það að nokkru umframgreiðslur þessara stofnana.


03 Utanríkisráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 71,4 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 19 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 90 m.kr. og þar af 3,8 m.kr. vegna stofnkostnaðar. Gert er ráð fyrir að 38,7 m.kr. af inneignum verði felldar niður en 32,7 m.kr. bætist við heimildir ársins 1992. Greiðsluafgangur aðalskrifstofu er 23,0 m.kr. og eru 17,9 m.kr. fluttar milli ára. Greiðsluafgangur sendiráða er felldur niður, en hann er einkum vegna hagstæðari gengisþróunar en ætlað var í fjárlögum. Felldar eru niður 12,9 m.kr. sem er hluti fjárveitingar sem veitt var vegna sameiginlegrar kynningar íslenskra og norskra aðila til að minnast 1000 ára afmælis Vínlandsfundar Leifs Eiríkssonar. Uppgjöri er lokið og fjárþörfin reyndist minni en ætlað var. Einnig eru felldar niður 13,9 m.kr. hjá alþjóðastofnunum þar sem fastaframlag til EFTA reyndist lægra en áætlað var í fjárlögum.


04 Landbúnaðarráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 274,4 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 13,6 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 288 m.kr. Þar af er stofnkostnaður 84,2 m.kr. Lagt er til að 164,4 m.kr. rekstrarfjárveitingar flytjist til næsta árs. Hæsta fjárhæðin, sem flutt er milli ára, er greiðslur vegna búvöruframleiðslu eða 147,6 m.kr. þar sem lokauppgjör á gamla útflutningsbótakerfinu færist til yfirstandandi árs. Rekstrarafgangur annarra fjárlagaliða sem færist milli ára er mun lægri, hæst 8 m.kr. hjá sauðfjárveikivörnum og 4,3 m.kr. hjá yfirdýralækni. Felldur er niður hluti innstæðu sauðfjárveikivarna að fjárhæð 39,4 m.kr. Lagt er til að 9,2 m.kr. stofnkostnaður hjá Jarðeignum ríkisins og Jarðasjóði flytjist til næsta árs en meginhluti inneignar Jarðasjóðs, eða 75 m.kr., falli niður, þar sem ætlað var að mæta þeim útgjöldum með sölu sem ekkert varð af. Umframgreiðslur að fjárhæð 7,4 m.kr. flytjast milli ára, en umframgreiðslur vegna sérstakra greiðslna í landbúnaði að fjárhæð 6,2 m.kr. eru felldar niður þar sem um lögbundinn lið er að ræða.


05 Sjávarútvegsráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 306,4 m.kr. hærri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 342,9 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 36,5 m.kr. Lagt er til að allar óhafnar fjárveitingar flytjist á milli ára nema 2,2 m.kr. hjá Veiðieftirliti og 3,7 m.kr. sem falla niður af 14,7 m.kr. greiðsluafgangi Fiskistofu þar sem starfsemin fór seinna af stað en áætlað var. Tekjur af sölu veiðileyfa Hagræðingarsjóðs reyndist mun minni á sl. ári en gert var ráð fyrir í fjárlögum og skýrir það nær alfarið umframgreiðslur ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að eftirstöðvar aflaheimilda seljist á fyrri hluta þessa árs og eru fjárheimildir 1993 lækkaðar um 343 m.kr. vegna þessa.


06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 124 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 55,6 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 179,6 m.kr. Þar af eru 59,1 m.kr. vegna stofnkostnaðar og viðhalds sem fluttar eru til næsta árs. Óhafnar rekstrarfjárveitingar sem flytjast milli ára eru 84,7 m.kr. og dreifast á 28 aðila. Stærstu fjárhæðirnar eru hjá Landhelgisgæslunni 31,5 m.kr. og lögreglustjóraembættinu í Reykjavík 18,5 m.kr. Felldar eru niður inneignir á tveimur fjárlagaliðum, fjárheimild vegna forsetakosninga sem ekki urðu, 11,1 m.kr., og hluti afgangs hjá lögreglustjóraembættinu, 24,6 m.kr. Greiðslur umfram heimildir ársins 1992 lækka fjárheimildir 1993 hjá 14 stofnunum ráðuneytisins um samtals 12,0 m.kr., en felldar eru niður umframgreiðslur að fjárhæð 43,6 m.kr. Nokkrar dómsmálastofnanir voru lagðar niður á sl. ári vegna aðskilnaðar dómsvalds og framkvæmdarvalds og eru umframgreiðslur þeirra felldar niður, en þær nema 22,8 m.kr. Einnig er lagt til að umframgreiðslur málskostnaðar í opinberum málum og opinberrar réttaraðstoðar verði felldar niður, samtals að fjárhæð 15,8 m.kr. Málskostnaðurinn er lögbundinn og háður ákvörðun dómara og rannsóknaraðila hverju sinni.

07 Félagsmálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 183,3 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 2,7 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 186 m.kr. Þar af eru 32,1 m.kr. vegna stofnkostnaðar hjá Framkvæmdasjóði fatlaðra sem færist milli ára. Óhafnar rekstrarheimildir 17 aðila að fjárhæð 114,6 m.kr. flytjast milli ára. Stærstu fjárhæðirnar eru til málefna fatlaðra, 51,3 m.kr., ýmissa félagsmála, 36,3 m.kr., og Vinnueftirlits ríkisins, 10,5 m.kr. Veitt var aukafjárveiting vegna ríkisábyrgðar á laun sem ekki var nýtt að fullu og eru eftirstöðvarnar felldar niður, alls 39 m.kr.


08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 55,6 m.kr. hærri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 561,3 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 505,7 m.kr. Þar af eru 113,5 m.kr. vegna stofnkostnaðar sem flytjast til þessa árs. Óhafnar rekstrarfjárveitingar sem flytjast til næsta árs eru að fjárhæð 99,3 m.kr. hjá 35 aðilum. Heilsuverndarstöðin í Reykjavík og heilsugæslustöðvar eiga óhafnar heimildir að fjárhæð 39,8 m.kr., sjúkrahúsin í Reykjavík 31,5 m.kr. og aðrir minna. Felldar eru niður rekstrarheimildir að fjárhæð 294,3 m.kr. og munar þar mest um heimildir Atvinnuleysistryggingasjóðs, 228 m.kr., og slysatrygginga, 60 m.kr. Hér er um bundna tilfærsluliði að ræða þar sem almenna reglan er sú að afgangur eða skuld um áramót fellur niður. Umframgreiðslur 13 stofnana að fjárhæð 216,5 m.kr. koma til frádráttar heimildum yfirstandandi árs. Munar þar mest um 200 m.kr. vegna lyfjakostnaðar sjúkratrygginga. Aðrar umframgreiðslur eru mun lægri, mest hjá Sjúkrahúsinu í Keflavík 10 m.kr. Umframgreiðslur að fjárhæð 346,2 m.kr. verða felldar niður. Þar af eru 266 m.kr. vegna sjúkratrygginga, 38,1 vegna lífeyristrygginga og 29,9 m.kr. vegna atvinnuleysisbóta opinberra starfsmanna.


09 Fjármálaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 1.665,5 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 19,8 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru að fjárhæð 1.685,3 m.kr. og þar af 440,6 m.kr. vegna stofnkostnaðar. Óhafnar rekstrarfjárveitingar, sem flytjast milli ára, eru 58,5 m.kr. og munar þar mest um framlag til ríkisskattstjóra, 22,0 m.kr., ýmissa verkefna ráðuneytisins, 9,1 m.kr., og skýrsluvélakostnaðar, 7,5 m.kr. Felldar eru niður rekstrarheimildir af fjórum fjárlagaliðum að fjárhæð 1.186,2 m.kr. og vega vextir af lánum ríkissjóðs þar langþyngst eða 1.053,8 m.kr. Einnig eru felldar niður fjárveitingar til launa- og verðlagsmála, 79,2 m.kr., til skýrsluvélakostnaðar 40,1 m.kr., auk tveggja minni liða. Stofnkostnaður að fjárhæð 111,5 m.kr. flyst milli ára og vega fasteignir ríkissjóðs þar mest, eða 87 m.kr. Felldur er niður stofnkostnaður að fjárhæð 329,1 m.kr. og þar af eru ríkisábyrgðir og tjónabætur 247,4 m.kr. og ýmsar fasteignir ríkissjóðs 34,7 m.kr. Umframgreiðslur gjaldheimtna og ýmiss innheimtukostnaðar að fjárhæð 9,4 m.kr. eru felldar niður.


10 Samgönguráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 11,6 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 105 m.kr. en óhafnar fjárveitingar nema 116,6 m.kr. Þar af eru 79,3 m.kr. vegna stofnkostnaðar hjá Hafnamálastofnun sem flytjast til næsta árs. Aðrar óhafnar fjárveitingar, sem flytjast milli ára, eru helstar hjá Flugmálastjórn 27,2 m.kr. sem er aukafjárveiting til tiltekins verkefnis er ekki náðist að greiða út á árinu. Felld er niður 8,4 m.kr. inneign á launareikningi hjá Vegagerð ríkisins sem var gerð upp skömmu eftir áramót. Umframgjöld ráðuneytisins færast milli ára nema hvað gjaldfærsla vegna Skipaútgerðar ríkisins að fjárhæð 100 m.kr. er felld niður vegna óvissu um verðmæti þeirra eigna sem eftir er selja.


11 Iðnaðarráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 4,3 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 12,7 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 17 m.kr. Fjárveitingar til rekstrar að fjárhæð 9,0 m.kr. færast milli ára og munar þar mest um 3,4 m.kr. hjá aðalskrifstofu og ýmis framlög til iðju og iðnaðar 3,3 m.kr. Greiðsluafgangur á ýmsum orkumálum að fjárhæð 8 m.kr. er felldur niður. Umframgreiðslur að fjárhæð 9,2 m.kr. koma til lækkunar á fjárveitingum þessa árs og þar ber hæst Rafmagnseftirlitið 8,7 m.kr. Skýringin er sú að stofnunin skilaði ekki innheimtum ríkistekjum að fullu fyrr en eftir áramótin.


12 Viðskiptaráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 22,7 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Af þeirri fjárhæð eru 14,8 m.kr. vegna niðurgreiðslna sem færast milli ára yfir til landbúnaðarráðuneytis, en lokauppgjör á niðurgreiðslukerfinu færist til yfirstandandi árs. Aðrar heimildir, sem flytjast milli ára, eru 5,9 m.kr. hjá aðalskrifstofu, 1,8 m.kr. hjá Verðlagsstofnun en minna hjá öðrum.


13 Hagstofa Íslands


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 1,6 m.kr. lægri en heimildir fjárlaga og er gert ráð fyrir að sú fjárhæð flytjist milli ára.


14 Umhverfisráðuneyti


    Greiðslur ráðuneytisins urðu 9,5 m.kr. lægri en heimildir fjárlaga. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 13,0 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 22,5 m.kr. Þar af eru 14,6 m.kr. vegna stofnkostnaðar sem flytjast til næsta árs. Óhafin rekstrarheimild að fjárhæð 7,2 m.kr. hjá veiðistjóra flyst milli ára. Þar er um að ræða veiðilaun til sveitarfélaga sem ekki náðist að greiða út á árinu. Af umframgreiðslum koma 11,6 m.kr. til lækkunar á fjárheimildum fimm stofnana. Stærstu fjárhæðirnar eru hjá skipulagsstjóra 5,0 m.kr., Náttúruverndarráði, 3,5 m.kr., og Náttúrufræðistofnun, 2,1 m.kr. Felldur er niður hluti af umframgreiðslum Náttúruverndarráðs eða 1,4 m.kr. en sértekjur í þjóðgörðum drógust saman miðað við fyrra ár vegna erfiðs tíðarfars sl. sumar.


Yfirfærsla heimilda og gjalda frá 1992 til 1993.


    Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um aukna fjárhagslega ábyrgð stofnana ríkisins eru fjárheimildir til rekstrar nú í annað sinn með almennum hætti færðar á milli ára með tilliti til greiðslustöðu í árslok. Áður voru geymdar fjárveitingar nær eingöngu miðaðar við óhafin framlög til stofnkostnaðar og viðhalds. Þessi stefna var mörkuð í ljósi þess að rekstur stofnana ríkisins er samfelldur frá ári til árs og það væri nánast tilviljun ef greiðslustaðan um áramót væri nákvæmlega í samræmi við heimildir. Það hefur sýnt sig að þessi flutningur á greiðsluheimildum yfir áramót hvetur til aukins aðhalds og sparnaðar í rekstri, þar sem stofnanir hafa möguleika á að haga rekstri sínum með sveigjanlegri hætti en áður hefur verið.
    Rétt þykir að ítreka eftirfarandi vinnureglur sem eru notaðar við flutning innstæðna og umframgjalda yfir áramót.
    Miðað er við að flutningur innstæðu takmarkist við lækkun sem náð er með hagræðingu eða flutningi verkefna milli ára. Ef hins vegar af einhverjum ástæðum hefur ekki verið haldið uppi þeirri þjónustu sem gert er ráð fyrir í fjárlögum fellur heimildin niður.
    Ekki er fluttur greiðsluafgangur hjá stofnunum sem fengið hafa aukafjárveitingu á árinu. Undantekningar eru gerðar þegar um er að ræða afmörkuð verkefni sem ekki hefur tekist að ljúka fyrir áramót.
    Innstæður eða skuldir á tilfærsluliðum eru almennt felldar niður þegar um er að ræða lög- eða samningsbundnar greiðslur.


Umframgjöld, óhafnar fjárveitingar og geymdar fjárveitingar 1992.



Gjöld umfram

Óhafnar

Stofnkostn.


fjárlög og fjár-

fjár-

Rekstur

Rekstur

og viðhald


aukalög 1992

veitingar

flutt inneign

flutt skuld

flutt staða


Greiðslugrunnur

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.



00 Æðsta stjórn ríkisins     
2.505
72.550 8.800 -2.505 42.596
01 Forsætisráðuneyti     
-
14.964 5.666 - 9.300
02 Menntamálaráðuneyti     
182.077
581.617 241.560 -162.039 270.126
03 Utanríkisráðuneyti     
18.978
90.419 33.276 -527 -
04 Landbúnaðarráðuneyti     
13.601
288.029 164.433 -7.447 9.195
05 Sjávarútvegsráðuneyti     
342.901
36.518 30.611 -342.901 -
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
55.589
179.547 84.683 -9.441 56.535
07 Félagsmálaráðuneyti     
2.657
185.996 114.611 -2.657 32.370
08 Heilbr.- og tryggingamálaráðun.     
501.285
445.689 99.254 -216.457 113.527
09 Fjármálaráðuneyti     
18.568
1.684.134 58.482 -10.363 111.500
10 Samgönguráðuneyti     
105.028
116.661 28.954 -5.028 79.286
11 Iðnaðarráðuneyti     
12.742
17.012 9.005 -9.243 -
12 Viðskiptaráðuneyti     
-
22.708 22.708 - -
13 Hagstofa Íslands     
-
1.642 1.642 - -
14 Umhverfisráðuneyti     
12.967
22.475 7.913 -11.567 14.562

Samtals     
1.268.898
3.759.961 911.589 -780.175 738.997

    Samkvæmt niðurstöðum Ríkisbókhalds eru greiðslur alls 2.491 m.kr. króna lægri en heimildir að meðtöldum ónotuðum fjárveitingum frá fyrra ári. Lagt er til að fluttar verði 912 m.kr. vegna rekstrar til næsta árs, en á móti verða rekstrarheimildir lækkaðar um 780 m.kr. vegna umframgreiðslna sl. árs. Loks nema fluttar ónotaðar heimildir til stofnkostnaðar og viðhalds 739 m.kr.
    Í fyrra voru með sama hætti fluttar rekstrarheimildir að fjárhæð 264 m.kr. milli ára og 221 m.kr. vegna stofnkostnaðar. Þannig hækkar nettófjárhæðin, sem flutt er milli ára, um 386 m.kr. en hækkunin skýrist að fullu með aukningu stofnkostnaðarheimilda um 518 m.kr. en ráðuneyti og stofnanir drógu mjög úr greiðslum til stofnkostnaðar á sl. ári.
    Gerð er nánari grein fyrir flutningi innstæðna og skulda til ársins 1993 í fylgiskjali.

B-hluti.


    Samkvæmt bráðabirgðatölum um fjárstreymi milli A- og B-hluta ríkissjóðs 1992 kemur í ljós að tilfærslur til B-hluta fyrirtækja og sjóða urðu um 458 m.kr. lægri en ætlað var í fjárlögum að viðbættum lögum nr. 118/1992. Þá urðu skil B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð um 339 m.kr. undir áætlunum. Eftirfarandi yfirlit sýnir greiðslustreymi milli A-og B-hluta ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum og lögum nr. 118/1992, svo og greiðsluuppgjöri 1992.

Greiðslustreymi milli A- og B-hluta ríkissjóðs 1992.



Fjárlög

Lög nr. 118

Reikningur


1992

1992

1992

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tilfærslur úr A-hluta til B-hluta fyrirtækja og sjóða     
6.130
527 6.199 458
Skil B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð     
8.337
- 7.978 -339


    Sex fyrirtækjum í B-hluta ríkissjóðs var ætlað að skila hagnaði af starfsemi sinni í ríkissjóð. Frávik á greiðsluskilum þeirra til A-hluta frá áætlun koma fram í eftirfarandi yfirliti:


Greiðslur B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð 1992.




Fjárlög

Lög nr. 118

Reikningur


1992

1992

1992

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



22 201 Happdrætti Háskóla Íslands     
74
- 65 -9
23 101 Fríhöfn, Keflavíkurflugvelli     
460
- 510 50
23 111 Flugmálastjórn, Keflavíkurflugvelli     
35
- - -35
23 121 Sala varnarliðseigna     
28
- 28 -
29 101 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins     
6.800
- 6.435 -365
30 101 Póst- og símamálastofnunin     
940
- 940 -

Samtals     
8.337
- 7.978 -339


    Frávik milli fjárlaga að viðbættum lögum nr. 118/1992 og endanlegs uppgjörs, hvað varðar tilfærslur frá A-hluta ríkissjóðs til einstakra fyrirtækja og sjóða í B-hluta, urðu eins og sýnt er í töflunni hér á eftir.
    Eins og sést á yfirlitinu urðu frávik mest hjá Lánasýslu ríkisins, eða 241 m.kr. innan heimilda fjárlaga og 228 m.kr. hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Umframgreiðslur vegna Skipaútgerðar ríkisins urðu hins vegar 100 m.kr. Önnur frávik eru minni.


Tilfærslur til B-hluta fyrirtækja og sjóða 1992.




Fjárlög

Lög nr. 118

Reikningur


1992

1992

1992

Mismunur


Greiðslugrunnur

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.




Menntamálaráðuneyti
22 233 Rannsóknasjóður     
110.000
- 109.326 674
22 975 Vísindasjóður     
20.000
- 20.000 -
22 276 Byggingarsjóður rannsókna í þágu atv.veganna     
74.000
6.050 76.922 3.128
22 872 Lánasjóður íslenskra námsmanna     
2.220.000
-221.840 1.996.342 1.818
22 973 Þjóðleikhúsið     
254.000
38.000 293.061 -1.061
22 974 Sinfóníuhljómsveit Íslands     
99.000
- 99.000 -
22 976 Menningarsjóður     
6.000
-4.604 1.395 1

Samtals     
2.783.000
-182.394 2.596.046 4.560

Landbúnaðarráðuneyti
24 171 Jarðeignir ríkisins     
30.000
746 40.254 -9.508
24 172 Jarðasjóður     
100.000
-992 5.305 93.703
24 246 Laxeldisstöðin Kollafirði     
34.000
-93 33.907 -
24 272 Einangrunarstöð holdanauta, Hrísey     
7.100
- 6.341 759

Samtals     
171.100
-339 85.807 84.954

Sjávarútvegsráðuneyti
25 272 Rannsóknastofnanir sjávarútvegsins, bygging     
25.000
- 25.000 -

Samtals     
25.000
- 25.000 -

Dómsmálaráðuneyti
26 731 Kristnisjóður     
18.100
840 18.994 -54
26 732 Kirkjubyggingasjóður     
1.000
- - 1.000

Samtals     
19.100
840 18.994 946

Félagsmálaráðuneyti
27 272 Byggingarsjóður verkamanna     
1.075.000
- 1.074.768 232

Samtals     
1.075.000
- 1.074.768 232

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
28 273 Atvinnuleysistryggingasjóður     
1.280.000
709.000 1.761.000 228.000
28 378 Læknishéraðasjóður     
2.500
225 1.364 1.361

Samtals     
1.282.500
709.225 1.762.364 229.361

Fjármálaráðuneyti
29 971 Lánasýsla ríkisins, vegna Ríkisábyrgðasjóðs     
550.000
- 308.808 241.192

Samtals     
550.000
- 308.808 241.192

Samgönguráðuneyti
30 321 Skipaútgerð ríkisins     
-
- 100.000 -100.000
30 332 Hafnabótasjóður     
90.000
- 90.000 -
30 471 Alþjóðaflugþjónustan     
55.000
- 55.000 -

Samtals     
145.000
- 245.000 -100.000

Iðnaðarráðuneyti
31 371 Orkusjóður     
79.200
-15 82.469 -3.284

Samtals     
79.200
-15 82.469 -3.284

Tilfærslur til B-hluta alls     
6.129.900
527.317 6.199.256 457.961





Fylgiskjal.



Flutningur inneigna og skulda yfir áramótin 1992–1993.