Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 27 . mál.


905. Breytingartillögur



við frv. til l. um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 1. gr.
         
    
    Orðið „vélknúnum“ falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „öðrum ökutækjum, vörum“ komi: o.fl.
    Á eftir orðinu „ökutækjum“ í kaflafyrirsögn II. kafla komi: o.fl.
    Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Á fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. gr., skal lagt vörugjald í eftirfarandi fjórum gjaldflokkum miðað við sprengirými aflvélar mælt í rúmsentimetrum:

Sprengirými

Gjald


Flokkur

aflvélar

í %



    I
     0–1400     30
    II     
1401–2000
    45
    III
2001–2500
    60
    IV
yfir 2500
    75

    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Vörugjald af eftirtöldum vörum skal vera sem hér segir:
              
    10% vörugjald: Dráttarvélar.
              
    15% vörugjald:
                  a.        Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga, íbúðar eða ferðalaga, sem ekki eru vélknúnir, og yfirbyggingar á þá.
                  b.        Kranabifreiðar og borkranabifreiðar.
                  c.        Grindur með hreyfli fyrir vélknúin ökutæki.
                  d.        Yfirbyggingar, þar með talin ökumannshús fyrir vélknúin ökutæki.
                  e.        Hópferðabifreiðar fyrir 18 farþega eða fleiri að meðtöldum ökumanni.
              
    30% vörugjald:
                  a.        Dráttarbifreiðar, þ.e. bifreiðar sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki.
                  b.        Hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga og skráð eru fyrir 10–17 farþega að meðtöldum ökumanni.
                  c.        Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga.
                  d.        Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar o.fl. sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein.
                  e.        Ökutæki sem knúin eru rafhreyfli.
              
    70% vörugjald:
                  a.        Bifhjól (þar með talin stigin bifhjól) og reiðhjól með hjálparvél.
                  b.        Beltabifhjól (vélsleðar).
                  c.        Fjórhjól.
                  d.        Önnur vélknúin ökutæki sem ekki eru sérstaklega talin upp í þessum kafla.
                  Ráðherra er heimilt að samræma vörugjöld af vörum samkvæmt þessum kafla til lækkunar eða hækkunar ef sams konar eða svipaðar vörur kaflans bera ekki sama vörugjald.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „á þau ökutæki sem hér greinir“ í 1. málsl. komi: og setja um það skilyrði.
         
    
    Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður er orðist svo: Heimildin nær til þeirra ökutækja sem hér greinir.
         
    
    2. tölul. orðist svo: Ökutæki á beltum, sérstaklega ætluð til flutninga í snjó, eftir nánari skilgreiningu fjármálaráðuneytisins.
         
    
    Við bætast fjórir nýir töluliðir er orðist svo:
               7.    Bifreiðar, sérstaklega búnar til flutnings á fötluðum, sem búnar eru hjólastólalyftu og samþykktar af Tryggingastofnun ríkisins.
               8.    Bifreiðar sem sérstaklega eru útbúnar og notaðar til líkflutninga.
               9.    Dráttarvélar til nota á lögbýlum.
       10.    Leigubifreiðar. Ekki er þó heimilt að lækka gjald af bifreiðum þessum niður fyrir 30%.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Ráðherra er heimilt að setja skilyrði fyrir lækkun eða niðurfellingu gjalda skv. 2. mgr.
    Við 6. gr.
         
    
    Orðin „eigin þyngd þess og“ falli brott.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Þegar ekki er unnt að leggja fram gögn um forskráningu við tollafgreiðslu er heimilt að leggja fram önnur þau gögn um vélarstærð ökutækis er tollyfirvöld meta fullnægjandi.
    Í greinarfyrirsögn 8. gr. falli brott orðið „samsetning“.
    Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Sá aðili er framleiðir eða vinnur að breytingum á ökutæki áður en það er skráð samkvæmt umferðarlögum, nr. 50/1987, skal skila gjaldi af ökutækinu í samræmi við verðmæti þess við skráningu og samkvæmt þeim gjaldflokki sem það þá fellur undir samkvæmt lögum þessum.
                  Heimilt er að draga frá greiðslu skv. 1. mgr. það vörugjald sem þegar hefur verið greitt af ökutækinu eða efnivörum til þess.
    Við 9. gr. Greinin orðist svo:
                  Sé ökutæki sem skráð hefur verið samkvæmt umferðarlögum, nr. 50/1987, breytt þannig að það flokkist í hærri gjaldflokk en við upphaflega skráningu skal skráður eigandi þess greiða viðbótarvörugjald eigi breytingin sér stað innan fimm ára frá upphaflegum skráningardegi.
                  Viðbótargjald skv. 1. mgr. skal ákveðið með eftirfarandi hætti:
              a.    Á framreiknaðan og afskrifaðan upphaflegan gjaldstofn skal reikna viðbótarvörugjald sem nemur mismun á nýjum gjaldflokki skv. 1. mgr. og þeim gjaldflokki er upphaflega var greitt samkvæmt.
              b.    Af verðmætaaukningu vegna aðvinnslu eða breytinga á ökutækinu skal greiða vörugjald samkvæmt nýjum gjaldflokki, sbr. 1. mgr.
              c.    Frá álögðu vörugjaldi skv. a- og b-liðum er heimilt að draga vörugjald sem greitt hefur verið vegna aðfanga til aðvinnslunnar eða breytingarinnar.
    Við 10. gr. Í stað orðanna „eigin þyngd þess og stærð sprengirýmis“ komi: sprengirými.
    Við 11. gr.
         
    
    Fyrri málsgrein orðist svo:
                            Óheimilt er að skrásetja gjaldskylt ökutæki fyrr en gjald samkvæmt lögum þessum hefur verið greitt.
         
    
    Í stað orðanna „Lögreglustjóri eða Bifreiðaskoðun Íslands“ í fyrri málslið síðari málsgreinar komi: Þeir aðilar sem skrá og skoða ökutæki.
         
    
    Í stað orðanna „skráningu“ í síðari málslið síðari málsgreinar komi: skráningu og/eða skoðun.
    Á eftir 12. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Ráðherra getur með reglugerð heimilað endurgreiðslu vörugjalds af ökutækjum sem seld eða leigð eru úr landi. Fjárhæð endurgreiðslu skal miða við fyrningargrunn og fyrningarhlutföll samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.
    Við 13. gr. Í stað tölunnar „50%“ komi: 90%.
    Við 17. gr. Síðari málsgrein orðist svo:
                  Þeir sem gjaldskyldir eru skv. 2. tölul. 1. mgr. skulu ótilkvaddir skila vörugjaldsskýrslu vegna ökutækis o.fl. til innheimtumanns ríkissjóðs í því umdæmi þar sem þeir eru heimilisfastir og greiða gjald það sem þeim ber að standa skil á.
    Við 18. gr. Í stað orðanna „tollum eins og þeir eru ákveðnir“ komi: gjöldum eins og þau eru ákveðin.
    Við 20. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Gjaldstofn ökutækis, sem breytt hefur verið eða unnið hefur verið að, sbr. 8. og 9. gr., skal vera verðmæti ökutækis eftir breytingu eða aðvinnslu.
    Við 22. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 21. gr. skal vörugjald af innfluttum skráningarskyldum ökutækjum greitt áður en skráning þeirra fer fram, en þó ekki síðar en sex mánuðum eftir tollafgreiðslu.
    Við 23. gr. Í stað orðsins „bensíngjalds“ komi: vörugjalds af eldsneyti.
    Við 24. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Tollstjórar annast álagningu og innheimtu vörugjalds samkvæmt lögum þessum og hafa með höndum eftirlit.
    Við 28. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993.
    Við 29. gr.
         
    
    Á eftir 1. tölul. komi nýr liður (er verði 2. tölul.), svohljóðandi: Orðin „að frátöldum tekjum skv. 2. mgr. 1. gr. sem renna í ríkissjóð“ í 2. málsl. 2. gr. laganna falli brott.
         
    
    Á eftir 3. tölul. komi nýr liður (er verði 5. tölul.), svohljóðandi: Orðin „bensíngjalds og sérstaks bensíngjalds“ í 3. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna falli brott.
    Á eftir 29. gr. komi ákvæði til bráðabirgða, I og II, er orðist svo:
         
    
    (I.)
                            Ákvæði laga þessara skulu gilda um allar vörur er ekki hafa verið teknar til tollafgreiðslu við gildistöku þeirra.
         
    
    (II.)
                            Af vörum, er falla undir eftirfarandi vöruliði skv. viðauka I við tollalög, nr. 55/1987, skulu tollar falla niður frá og með gildistöku laga þessara: 8701, 8702, 8703, 8704, 8705, 8706, 8707, 8710 og 8711.
                            Af vörum, er falla undir eftirfarandi tollskrárnúmer samkvæmt viðauka I við tollalög, nr. 55/1987, tollskrá, skulu falla niður tollar við gildistöku laga þessara: 2710.0012, 2710.0019, 8716.1000, 8716.3100, 8716.3900, 8716.4000 og 8716.9002.