Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 117 . mál.


955. Breytingartillaga



við frv. til l. um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum.

Frá félagsmálanefnd.



    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
    Frá og með þeim degi, sem aðilaskipti verða í skilningi 1. mgr. 1. gr., skal nýr eigandi takast á hendur réttindi og skyldur fyrri eigenda samkvæmt ráðningarsamningi og virða þau launakjör og starfsskilyrði sem samþykkt hafa verið í almennum kjarasamningi með sömu skilmálum og giltu fyrir fyrri eiganda þar til samningi verður sagt upp eða hann rennur út eða þar til annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til framkvæmda.     Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um rétt launþega til elli- og örorkulífeyris eða eftirlifendabóta þegar um er að ræða lífeyrissjóði fyrir eina eða fleiri starfsstéttir sem starfa samkvæmt sérstökum lögum eða reglugerð sem staðfest hefur verið af fjármálaráðuneytinu.
    Ákvæði 2. mgr. getur þó aldrei leitt til skerðingar á áunnum réttindum úr þeim sjóðum sem þar um ræðir. Skiptir þá engu máli hvort starfsmaður starfar áfram við reksturinn eftir aðilaskipti eða ekki.