Ferill 572. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 572 . mál.


990. Tillaga til rökstuddrar dagskrár



í málinu: Till. til þál. um skipun rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins.

Frá Geir H. Haarde.



    Þar sem fyrir liggur að menntamálaráðherra hefur óskað athugunar Ríkisendurskoðunar á fjárhagslegum samskiptum setts framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins við stofnunina telur Alþingi ekki ástæðu til að kjósa rannsóknarnefnd samkvæmt stjórnarskránni til að fjalla um málið. Því samþykkir Alþingi að vísa málinu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.