Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 208 . mál.


1015. Breytingartillögur



við frv. til l. um viðskiptabanka og sparisjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 1. gr. Síðari málsgrein falli brott.
    Við 8. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ríkisviðskiptabanka er óheimilt án samþykkis Alþingis að taka víkjandi lán í því skyni að efla eiginfjárstöðu sína umfram það sem Tryggingarsjóður viðskiptabanka getur veitt, sbr. 76. gr. laga þessara.
    Við 10. gr.
         
    
    4. mgr. orðist svo:
                            Ráðherra getur að fenginni tillögu bankaeftirlitsins synjað hluthafa um að eignast hlut eða um rétt til meðferðar atkvæða skv. 3. mgr. telji hann viðkomandi ekki hæfan til þess með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs hlutaðeigandi stofnunar. Rökstudd synjun ráðherra skal hafa borist hlutaðeigandi innan þriggja mánaða frá þeim degi er tilkynning skv. 3. mgr. berst bankaeftirlitinu.
         
    
    Í stað orðsins „bankaeftirlitinu“ í 5. mgr. komi: ráðherra.
    Við 12. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Fari aðili, sem á svo mikinn hlut í hlutafélagsbanka sem segir í 3. mgr. 10. gr., þannig með hlut sinn að skaði heilbrigðan og traustan rekstur bankans getur ráðherra að fenginni tillögu bankaeftirlitsins ákveðið að þessum hlutum fylgi ekki atkvæðisréttur eða lagt fyrir hlutaðeigandi banka að grípa til viðeigandi ráðstafana.
         
    
    Í stað orðanna „Bankaeftirlitið getur“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: Ráðherra getur að fenginni tillögu bankaeftirlitsins.
         
    
    Í stað orðsins „bankaeftirlitið“ í síðari málslið 2. mgr. komi: ráðherra.
         
    
    Í stað orðsins „bankaeftirlitið“ í 3. mgr. komi: ráðherra.
    Við 18. gr. Síðari málsgrein falli brott.
    Við 23. gr. 3. mgr. falli brott.
    Við 34. gr. Í stað orðsins „skoðunarmanna“ í 3. og 4. tölul. komi: endurskoðanda.
    Við 39. gr.
         
    
    Orðið „þó“ í 2. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    5. tölul. 1. mgr. orðist svo: að móta stefnu í vaxta- og gjaldskrármálum og setja almennar reglur um lánveitingar og ábyrgðir stofnunarinnar, hvort tveggja að fenginni umsögn bankastjóra eða sparisjóðsstjóra.
         
    
    Á eftir 5. tölul. 1. mgr. komi nýr töluliður, 6. tölul., er orðist svo: að setja að fenginni tillögu bankastjóra eða sparisjóðsstjóra leiðbeiningar um árlega upplýsingagjöf til bankaráðs eða sparisjóðsstjórnar um veitt lán og ábyrgðir til einstaklinga og lögaðila sem, beint eða óbeint, vegna eignarhlutdeildar eða á annan hátt hafa veruleg áhrif á ráðstafanir hlutaðeigandi stofnunar eða eru undir stjórn einstaklinga eða lögaðila sem hafa slík áhrif.
    Við 40. gr. Í stað orðsins „skoðunarmenn“ í 4. mgr. komi: endurskoðendur.
    Við 43. gr. Í stað orðsins „skoðunarmenn“ komi: endurskoðendur.
    Við 44. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Um verðbréfaviðskipti viðskiptabanka og sparisjóða gilda eftir því sem við getur átt ákvæði laga um verðbréfaviðskipti.
    Við 45. gr. Fyrri málsliður síðari málsgreinar orðist svo: Viðskiptabönkum og sparisjóðum er heimilt að stunda tímabundið aðra starfsemi en þá sem um getur í 44. gr. ef það er einungis í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum fyrirtækja við viðskiptabanka eða sparisjóð eða liður í endurskipulagningu á starfsemi viðskiptaaðila þessara stofnana.
    Við 46. gr.
         
    
    Orðið „bókfærðu“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „bankaeftirlitið setur samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er varða“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: ráðherra setur að fengnum tillögum bankaeftirlitsins um.
         
    
    Á eftir orðinu „eignarhluta“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: sbr. skilgreiningu.
    Við 52. gr. Greinin falli brott.
    Við 53. gr. Við síðari málslið bætist: enda brjóti slíkt ekki í bága við ákvæði samkeppnislaga, sbr. IV. kafla þeirra laga.
    Við 54. gr. Orðin „með skemmri binditíma en 90 daga“ í síðari málslið falli brott.
    Við 55. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Eiginfjárþáttur A skal nema að lágmarki helmingi eigin fjár fyrir frádrátt skv. 56. gr.
    Við 58. gr. Greinin orðist svo:
                  Ársreikningur skal gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu viðskiptabanka eða sparisjóðs. Hann skal gerður í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju og innihalda m.a. rekstrarreikning, efnahagsreikning og skýringar og upplýsingar um liði utan efnahagsreiknings.
                  Bankaeftirlitið skal sjá til þess í samráði við reikningsskilaráð að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri reikningsskilavenju við gerð ársreiknings og árshlutareiknings viðskiptabanka og sparisjóða.
                  Almennar leiðbeinandi reglur um uppsetningu ársreiknings, innihald einstakra liða rekstrar- og efnahagsreiknings og liða utan efnahagsreiknings og skýringar og mat á einstökum liðum skulu liggja fyrir á aðgengilegan hátt.
    Við 61. gr. Greinin orðist svo:
                  Ársreikningar viðskiptabanka og sparisjóða skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda eða endurskoðunarstofu. Ársreikningur ríkisviðskiptabanka skal þó endurskoðaður af Ríkisendurskoðun og löggiltum endurskoðanda sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn.
                  Endurskoðandi skv. 1. málsl. 1. mgr. skal kjörinn á aðalfundi viðskiptabanka eða sparisjóðs til eins árs í senn.
                  Kjósa skal endurskoðanda viðskiptabanka eða sparisjóðs sem endurskoðanda í móður-, systur- og dótturfélagi ef þess er nokkur kostur.
                  Skylt er að veita endurskoðanda aðgang að öllum eignum, bókum, fylgiskjölum og öðrum gögnum viðskiptabanka og sparisjóðs. Jafnframt skulu bankaráð eða sparisjóðsstjórn og starfsmenn hlutaðeigandi stofnunar veita honum allar umbeðnar upplýsingar sem unnt er að láta í té.
    Við 62. gr. Greinin orðist svo:
                  Endurskoðandi viðskiptabanka eða sparisjóðs má ekki eiga sæti í stjórn, vera starfsmaður stofnunarinnar eða starfa í þágu hennar að öðru en endurskoðun.
                  Endurskoðandi viðskiptabanka eða sparisjóðs má ekki vera skuldugur þeirri stofnun sem hann annast endurskoðun hjá, hvorki sem aðalskuldari né ábyrgðarmaður. Hið sama gildir um maka hans.
    Við 63. gr. Greinin orðist svo:
                  Endurskoðandi skal endurskoða ársreikning viðskiptabanka eða sparisjóðs í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Með endurskoðun sinni skal hann komast að rökstuddri niðurstöðu um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem ársreikningurinn veitir. Endurskoðandi skal ganga úr skugga um að ársreikningurinn sé gerður í samræmi við lög, reglur, samþykktir og góða reikningsskilavenju.
                  Endurskoðandi skal árita ársreikning, greina frá niðurstöðum endurskoðunarinnar og láta í ljós álit. Í árituninni skal m.a. felast yfirlýsing um að ársreikningurinn hafi verið endurskoðaður og gerður í samræmi við ákvæði laga, reglna, samþykkta og góða reikningsskilavenju.
                  Telji endurskoðandi að skýrsla stjórnar hafi ekki að geyma þær upplýsingar sem ber að veita eða sé hún ekki í samræmi við ársreikning skal hann vekja á því athygli í áritun sinni og veita viðbótarupplýsingar sé þess kostur. Að öðru leyti getur endurskoðandi greint frá þeim atriðum í áritun sinni sem hann telur eðlilegt að komi fram í ársreikningi.
                  Ábendingar og athugasemdir, sem endurskoðandi vill koma á framfæri við bankaráð og sparisjóðsstjórn eða bankastjóra og sparisjóðsstjóra, skal bera fram skriflega og veita skal þessum aðilum hæfilegan frest til þess að svara.
                  Leiði endurskoðun í ljós verulega ágalla á rekstri viðskiptabanka eða sparisjóðs eða atriði er varða innra eftirlit þeirra, greiðslutryggingar útlána eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu hlutaðeigandi stofnunar skal endurskoðandi gera stjórn hennar viðvart og bankaeftirlitinu og stjórn Tryggingarsjóðs sparisjóða þegar um sparisjóð er að ræða hafi hann ástæðu til að ætla að stjórnendur stofnunarinnar hafi ekki rækt upplýsingaskyldu sína í þessu sambandi.
                  Endurskoðandi hefur rétt til að sitja bankaráðsfundi og stjórnarfundi sparisjóðs þar sem fjallað er um ársreikning. Einnig hefur hann rétt til að sitja aðalfundi viðskiptabanka og sparisjóðs.
                  Við viðskiptabanka og sparisjóði skal starfa endurskoðunardeild sem annast innri endurskoðun undir stjórn forstöðumanns, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 39. gr. Innri endurskoðun er hluti af skipulagi viðskiptabanka og sparisjóða og er þáttur í eftirlitskerfi þeirra. Bankaeftirlitið getur veitt sparisjóði undanþágu frá stofnun slíkrar endurskoðunardeildar.
                  Bankaeftirlitið skal sjá til þess í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og aðra hlutaðeigandi aðila að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri endurskoðunarvenju við endurskoðun hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum.
                  Almennar leiðbeinandi reglur um endurskoðun skulu liggja fyrir á aðgengilegan hátt.
    Við 64. gr.
         
    
    Fyrri málsgrein falli brott.
         
    
    Síðari málsgrein orðist svo:
                            Bankaeftirlitið getur látið fara fram sérstaka endurskoðun hjá viðskiptabanka eða sparisjóði og ráðið til þess löggiltan endurskoðanda. Bankaeftirlitinu er heimilt að láta hlutaðeigandi stofnun bera kostnaðinn af slíkri endurskoðun.
    Við 67. gr.
         
    
    Í stað orðanna „63. gr. og 64. gr. um skoðunarmenn“ í fyrri málslið 8. mgr. komi: og 63. gr. um endurskoðendur.
         
    
    Í stað orðanna „6., 7. og 8. mgr.“ í 9., 10. og 11. mgr. komi: 7. og 8. mgr.
    Við 68. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Hafi bankaráð eða sparisjóðsstjórn eða bankastjórar eða sparisjóðsstjórar hlutaðeigandi stofnunar ástæðu til að ætla að eigið fé hennar sé undir því lágmarki sem kveðið er á um í 55. gr. ber þeim þegar í stað að tilkynna það bankaeftirlitinu. Sambærileg skylda hvílir á endurskoðanda hlutaðeigandi stofnunar hafi hann ástæðu til að ætla að stjórnendur hennar hafi ekki rækt skyldu sína skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Er bankaeftirlitinu berst tilkynning skv. 1. mgr. eða telur af öðru tilefni ástæðu til að ætla að eigið fé viðskiptabanka eða sparisjóðs sé undir því lágmarki sem kveðið er á um í 55. gr. skal það krefja stjórn stofnunarinnar þegar í stað um reikningsuppgjör sem henni ber að afhenda innan hæfilegs frests.
         
    
    Í stað orðsins „skoðunarmanna“ í síðari málslið 3. mgr. komi: endurskoðanda.
         
    
    Við 3. mgr. bætist tveir nýir málsliðir er orðist svo: Ákvæði þessarar málsgreinar tekur einnig til ríkisviðskiptabanka eftir því sem við getur átt. Í slíkum tilvikum skal ráðherra leggja fyrir Alþingi tillögu um ráðstafanir er grípa skuli til.
    Við 69. gr. Í stað orðsins „skoðunarmanna“ í 3. mgr. komi: stjórnar.
    Við 76. gr. Greinin orðist svo:
                  Tryggingarsjóður viðskiptabanka er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins með sérstakan fjárhag. Hann starfar í tveimur sjálfstæðum deildum, innstæðudeild og lánadeild, með aðskilinn fjárhag og reikningshald. Eignir annarrar deildarinnar verða ekki notaðar til að standa skil á skuldbindingum hinnar.
                  Hlutverk Tryggingarsjóðs er tvíþætt:
              
    Að tryggja full skil á innlánsfé þegar skipti á búi viðskiptabanka ber að skv. 1. mgr. 70. gr. að því leyti sem eignir innstæðudeildar sjóðsins hrökkva til.
              
    Að veita viðskiptabanka víkjandi lán úr lánadeild í því skyni að efla eiginfjárstöðu hans, enda verði fjár til þess aflað sérstaklega með lántöku og með samþykki ráðherra. Áður en stjórn sjóðsins veitir víkjandi lán úr lánadeild skal leitað samþykkis ráðherra.
                  Stefnt skal að því að heildareign innstæðudeildar Tryggingarsjóðs nái a.m.k. 1% af heildarinnlánum viðskiptamanna bankanna á innlánsreikningum. Í þessu skyni skal hver banki greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til deildarinnar er nemi allt að 0,15% af heildarinnlánum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.
                  Stjórn Tryggingarsjóðs skal skipuð sex mönnum til þriggja ára í senn og jafnmörgum til vara. Þrír stjórnarmanna skulu skipaðir af ráðherra samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra viðskiptabanka, einn samkvæmt tilnefningu fjármálaráðherra, einn samkvæmt tilnefningu Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður stjórnar.
                  Ráðherra setur nánari ákvæði um Tryggingarsjóð í reglugerð, svo sem um verksvið stjórnar, ávöxtun á eignum sjóðsins og tilhögun greiðslna úr innstæðudeild er tryggi eigendum innlánsfjár sem skjótasta endurgreiðslu innlána þegar úrskurður um upphaf skiptameðferðar banka er fallinn.
    Við 78. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Tryggingarsjóði sparisjóða er heimilt að taka lán með samþykki ráðherra í því skyni að veita sparisjóði víkjandi lán til að efla eiginfjárstöðu hans.
    Við 84. gr. Upphaf 2. mgr. orðist svo: Bankaeftirlitið aflar upplýsinga hjá eftirlitsaðila í heimaríki erlends viðskiptabanka eða sparisjóðs um.
    Við 85. gr. Í stað orðanna „viðauka með lögum þessum“ í síðari málslið komi: 44. gr. laga þessara.
    Við 93. gr.
         
    
    Í stað orðsins „laga“ í fyrri málslið fyrri málsgreinar komi: þeirra.
         
    
    Á eftir orðinu „ákvæðum“ í síðari málslið fyrri málsgreinar komi: laga þessara og.
    Við 98. gr. Greinin falli brott.
    Við 103. gr.
         
    
    1. málsl. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Viðskiptabankar og sparisjóðir sem starfandi eru við gildistöku laga þessara skulu samræma samþykktir sínar ákvæðum laganna á fyrsta aðalfundi eftir gildistöku þeirra.