Ferill 397. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 397 . mál.


1052. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 57/1988, um framhaldsskóla, sbr. lög nr. 107/1988 og nr. 72/1989.

Frá minni hluta menntamálanefndar (SvG).



    Við 1. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
    Menntamálaráðherra er heimilt að ákveða að efnt skuli til tilraunastarfs í starfsnámi í framhaldsskóla í samvinnu við skólastjóra og skólanefnd viðkomandi skóla. Slíkt tilraunastarf skal unnið í fullu samráði við fulltrúa launamanna og atvinnurekenda í viðkomandi starfsgrein.