Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 440 . mál.


1060. Frávísunartillaga



í málinu: Frv. til l. um breyt. á l. um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993.

Frá Páli Péturssyni, Ragnari Arnalds og Kristínu Ástgeirsdóttur.



    Mikil óvissa ríkir nú um afdrif samningsins um Evrópska efnahagsvæðið og hefur utanríkisráðherra m.a. viðurkennt að ólíklegt sé að hann taki gildi á þessu ári. Samningurinn hefur enn ekki verið tekinn til afgreiðslu nema á fáum þingum EB-landa. Jafnframt er talið að verði Maastricht-samningurinn ekki staðfestur af Dönum eða Englendingum muni EES-samningurinn ekki ná fram að ganga á öllum þjóðþingum EB-ríkjanna. Í sumar kann því að vera komin upp allt önnur staða en nú er uppi í þessu máli.
    Þegar af þeirri ástæðu telur Alþingi ekki rétt að afgreiða þetta frumvarp og samþykkir að vísa því til ríkisstjórnarinnar. Jafnframt samþykkir Alþingi að samningurinn verði ekki lagður fram á ný á Alþingi til staðfestingar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.