Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 276 . mál.


1065. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 124/1990, 130/1990, 24/1991, 47/1991 og 10.–12. gr. laga nr. 1/1992.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Við 3. gr. Í stað 1. efnismgr. komi tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
    Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins, húsnæðismálastjórn, skipa tíu menn, sjö kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar, tveir skipaðir af félagsmálaráðherra eftir tilnefningu Alþýðusambands Íslands og einn eftir tilnefningu Vinnuveitendasambands Íslands. Varamenn skulu kjörnir og skipaðir á sama hátt.
    Félagsmálaráðherra skipar formann og varaformann stjórnarinnar en að öðru leyti skiptir hún með sér verkum.