Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 327 . mál.


1092. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 66/1972, um Tækniskóla Íslands.

Frá 1. minni hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem felur í sér heimild fyrir Tækniskóla Íslands til að innheimta skrásetningargjöld af nemendum í samræmi við slíkar heimildir hliðstæðra skóla. Nefndin fékk umsagnir um málið frá rektor Tækniskóla Íslands og Nemendafélagi Tækniskóla Íslands.
    Fyrsti minni hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Ólafur Þ. Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 1993.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Björn Bjarnason.

Tómas Ingi Olrich.


form., frsm.



Árni Johnsen.