Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 449 . mál.


1097. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og mælir með samþykkt þess.
    Mál þetta er fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma og vísast til álits nefndarinnar um það mál.

Alþingi, 4. maí 1993.



Sólveig Pétursdóttir,

Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Björn Bjarnason.


form., frsm.



Ey. Kon. Jónsson.

Ingi Björn Albertsson.

Jón Helgason.



Kristinn H. Gunnarsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.

Sigbjörn Gunnarsson.





Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á almennum


hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.


    Frumvarp þetta er lagt fram sem fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma. Meginefni þess varðar breytingar á 8. gr. almennra hegningarlaga um heimildir til að reka sakamál hér á landi þegar hlutaðeigandi maður hefur hlotið refsidóm í öðru ríki vegna sama brots. Vísað er til kostnaðarumsagnar um það frumvarp. Frumvarp þetta mun ekki hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð umfram það sem þar greinir.