Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 454 . mál.


1104. Nefndarálit



um frv. til l. um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og að staðfesta breytingar á samþykktum bankans.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá viðskiptaráðuneyti Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóra, Finn Sveinbjörnsson skrifstofustjóra og Pál Ásgrímsson lögfræðing. Umsagnir bárust frá Verslunarráði Íslands, VSÍ og Seðlabanka Íslands.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 4. maí 1993.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.


form., frsm.



Sólveig Pétursdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.

Halldór Ásgrímsson.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Einar K. Guðfinnsson.





Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess


að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum


og að staðfesta breytingar á samþykktum bankans.


    Frumvarpið gerir ráð fyrir heimild fyrir ríkisstjórnina til að samþykkja aukningu á hlutafé í Norræna fjárfestingarbankanum úr 1.600 milljónum sérstakra dráttarréttinda (SDR) í 2.400 milljónir SDR. Jafnframt er ríkisstjórninni heimilt að samþykkja breytingar á samþykktum bankans sem fjalla um sérstaka lánafyrirgreiðslu til Eystrasaltsríkja (BIL-lán) og takast á hendur ábyrgðir í því sambandi að fjárhæð allt að jafnvirði 300 þúsunda evrópskra mynteininga (ECU).
    Kostnaður ríkissjóðs vegna þessara breytinga er beint framlag rúmlega 22 m.kr. (300 þús. ECU) sem greiðist á árunum 1993–1995 og er gert ráð fyrir 11 m.kr. í fjárlögum 1993 á liðnum Hluta- og stofnfjárframlög undir 1. gr. Þá er ríkissjóði heimilað að ábyrgjast ámóta fjárhæð og er heimild fyrir fjármálaráðherra í lánsfjárlögum 1993 til að ábyrgjast 22 m.kr. lántöku Norræna fjárfestingarbankans.