Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 186 . mál.


1173. Skýrsla



menntamálaráðherra um rannsókna- og vísindastefnu ríkisstjórnarinnar, samkvæmt beiðni.

    Hinn 13. nóvember 1992 skipaði menntamálaráðuneytið nefnd til að gera tillögur til ríkisstjórn arinnar um mótun vísinda- og tæknistefnu. Í erindisbréfi var nefndinni falið að hafa sérstaklega til hliðsjónar niðurstöður athugunar sérfræðinganefndar Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinn ar (OECD) á vísinda-, tækni- og nýsköpunarstefnu hér á landi, en sú athugun var gerð að ósk menntamálaráðuneytisins sumarið 1991 og lokaskýrsla birt haustið 1992. Í erindisbréfinu var enn fremur tekið fram að nefndinni væri einkum ætlað að fjalla um eftirtalin atriði:
     1 .     Rannsóknamenntun og tengsl hennar við nýsköpun í atvinnulífi.
     2 .     Fjármögnun rannsóknastarfsemi.
     3 .     Eflingu rannsóknastofnana sem að dómi nefndarinnar hefðu lykilhlutverki að gegna við nýsköpun í atvinnulífi.
    Í nefndina voru skipaðir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri og Þórólfur Þórlindsson prófessor, formaður samstarfsnefndar Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins. Með nefndinni störfuðu dr. Þorsteinn Gunnarsson, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, og Eiríkur Baldursson, deild arstjóri hjá Rannsóknaráði ríkisins.
    Nefndin skilaði skýrslu sinni með bréfi til menntamálaráðherra 17. apríl 1993. Ber hún yfir skriftina „Vísinda- og tæknistefna ríkisstjórnarinnar. — Tillögur og greinargerð vísinda- og tæknistefnunefndar menntamálaráðherra.“
    Skýrsla nefndarinnar var reifuð á fundi ríkisstjórnarinnar 27. apríl 1993. Fyrirhuguð er frekari umfjöllun hennar í ríkisstjórn á næstu vikum, en samþykkt var að senda Alþingi skýrsluna nú þegar til kynningar.
    Skýrsla nefndar um mótun vísinda- og tæknistefnu er prentuð hér sem fylgiskjal og lögð fyrir Alþingi til kynningar.
    Jafnframt er með þessum hætti orðið við beiðni á þskj. 213 frá Svavari Gestssyni og átta öðrum alþingismönnum um skýrslu frá menntamálaráðherra um rannsókna- og vísindastefnu ríkisstjórnar innar, þó með þeim fyrirvara sem fram kemur hér að framan að tillögur nefndarinnar hafa ekki hlot ið endanlega afgreiðslu af hálfu ríkisstjórnarinnar.


Fylgiskjal.



(Skýrslan er ekki til á tölvutæku formi.)