Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 2 . mál.


1178. Breytingartillögur



við frv. til l. um vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Við 1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    2. og 4.–5. mgr. falli brott.
         
    
    Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skilyrði er að um eigið verk hönnuðar sé að ræða og að svæðislýsingin sé ekki almennt þekkt.
    Við 2. gr. Greinin falli brott.
    Við 3. gr. Greinin falli brott.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðið „útleigu“ í lok 2. tölul. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „hálfleiðara sem framleiddur“ í 3. tölul. komi: smárásar sem framleidd.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Einkaréttur tekur ekki til:
                   
    afritunar svæðislýsinga smárása sem ekki tengist atvinnurekstri,
                   
    afritunar svæðislýsinga smárása sem gerð er í rannsókna- eða fræðsluskyni,
                   
    svæðislýsingar smárása sem hefur orðið til vegna atferlis sem 2. tölul. þessarar málsgreinar tekur til,
                   
    athafna sem 1. mgr. tekur til eftir að svæðislýsing smárásar sem nýtur verndar skv. 1. gr. hefur verið sett á markað af rétthafa eða með samþykki hans.
    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Einstaklingi, sem eignast hefur smárás sem hefur verið framleidd, hagnýtt í atvinnuskyni eða flutt inn andstætt lögum þessum, er heimilt að hagnýta sér hana í atvinnuskyni eða flytja hana inn svo fremi sem viðkomandi vissi ekki að svo væri ástatt um smárásina né hafði gildar ástæður til að halda að svo væri. Að beiðni rétthafa skal úrskurða honum sanngjarnar bætur ef slík hagnýting í atvinnuskyni eða innflutningur á sér stað eftir að einstaklingur hefur fengið vitneskju um eða hefur gildar ástæður til að halda að smárásin hafi verið framleidd andstætt lögum þessum.
    Við 8. gr. 3. og 4. málsl. falli brott.
    Við 9. gr. Síðari málsliður falli brott.
    Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.