Ferill 212. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 212 . mál.


1180. Breytingartillögur



við frv. til l. um hönnunarvernd.

Frá iðnaðarnefnd.



    Við 2. gr. Í stað orðanna „þegar á heildina er litið“ í síðari málsgrein komi: að heildarútliti.
    Við 4. gr. Í stað orðanna „getur stofnast“ í upphafi greinarinnar komi: verður til.
    Við 5. gr. Í stað orðanna „þegar á heildina er litið“ komi: að heildarútliti.
    Við 7. gr. Á eftir orðinu „Parísarsamþykktinni“ í fyrri málslið bætist: um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar.
    Við 8. gr. Í stað orðanna „eða gjörðum hönnuðar“ í 2. tölul. komi: frá hönnuði eða sem raktar verða til gjörða hans.
    Við 9. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Hafi tveir eða fleiri sjálfstæðir aðilar, án þess að vita hver af öðrum, unnið að sams konar eða mjög svipaðri hönnun sem hver í sínu lagi uppfyllir skilyrði 2. gr. skal:
         a.    hver hönnun njóta óskráðrar verndar, en
         b.    réttur til skráðrar verndar tilheyra þeim er fyrstur leggur inn umsókn um skráningu.
    Við 10. gr. Orðin „rétthafi, sbr. 1. mgr. 9. gr., eða annar“ í upphafi fyrri málsgreinar falli brott.
    Við 11. gr. 6. mgr. orðist svo:
                  Nú hefur skráður rétthafi eða nytjaleyfishafi hafið notkun eða undirbúning notkunar gegn betri vitund um rétt annars aðila til hönnunarverndar og á ákvæði 5. mgr. þá ekki við.
    Við 12. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðið „markaðssetningu“ falli brott.
         
    
    Orðin „á hinu Evrópska efnahagssvæði“ falli brott.
    Við 18. gr. Greinin orðist svo:
                  Krefjast má rannsóknar á því hvort tiltekin hönnun sé eins eða svipuð hönnun sem skráð er hér á landi eða sótt hefur verið um skráningu á og orðin er almenningi aðgengileg.
                  Ef krafa um rannsókn skv. 1. mgr. kemur fram við innlagningu umsóknar skulu skráningaryfirvöld framkvæma rannsókn svo fljótt sem verða má og láta umsækjanda í té niðurstöður hennar. Nú eru þau tilvik, sem nefnd eru í 1. mgr., fyrir hendi og skal þá hafna umsókninni. Umsókn verður þó ekki afskrifuð fyrr en umsækjanda hefur, innan tilskilins frests, gefist kostur á að tjá sig um synjunina.
                  Fyrir rannsókn samkvæmt þessari grein skal greiða tilskilið gjald.
    Við 19. gr. Í stað orðsins „kanna“ í upphafi 1. mgr. komi: rannsaka.
    Við 22. gr. Í stað orðanna „vegna gjörða hans“ í lok 1. mgr. komi: upplýsinga sem raktar verða til gjörða hans.
    Við 25. gr. Orðin „annars konar“ í 3. tölul. falli brott.
    Við 34. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „yrðu“ í 4. mgr. komi: verða.
         
    
    Í stað orðanna „má senda honum“ í lok 5. mgr. komi: skal senda honum og málsaðilum.
    Við 36. gr. Í stað „69. gr.“ í 3. mgr. komi: ákvæðum.
    Við 40. gr. Greinin orðist svo:
                  Iðnaðarráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara og gjöld samkvæmt þeim. Gjöldin skulu taka mið af kostnaði við þá þjónustu sem veitt er.