Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 406 . mál.


1229. Frumvarp til

laga

um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota.

(Eftir 2. umr., 7. maí.)



    Samhljóða þskj. 700 með þessari breytingu:

    6. gr. hljóðar svo:
    Eftirtaldir launþegar geta þó ekki krafið sjóðinn um greiðslu krafna skv. a–d-liðum 1. mgr. 5. gr.:
    Þeir sem sæti áttu í stjórn gjaldþrota félags eftir að fjárhag þess tók verulega að halla. Þetta á þó ekki við um þá sem sæti eiga í varastjórn félags nema þeir hafi gegnt stjórnarstörfum á umræddu tímabili.
    Þeir sem átt hafa 5% hlutafjár eða meira í gjaldþrota hlutafélagi.
    Forstjóri, framkvæmdastjóri og þeir aðrir sem vegna starfa sinna hjá hinum gjaldþrota vinnuveitanda áttu að hafa þá yfirsýn yfir fjárhag fyrirtækisins að þeim mátti ekki dyljast að gjaldþrot þess væri yfirvofandi á þeim tíma sem unnið var fyrir vinnulaununum.
    Maki þess sem ástatt er um sem segir í a–c-liðum, svo og skyldmenni hans í beinan legg og maki skyldmennis í beinan legg. Leiði ákvæði þetta til mjög ósanngjarnrar niðurstöðu að mati sjóðstjórnar getur stjórnin ákveðið að heimila greiðslu til þessara launþega úr ríkissjóði á grundvelli laganna, enda þótt launakrafa hafi ekki verið viðurkennd sem forgangskrafa, sbr. 3. gr. og 3. mgr. 112. gr. gjaldþrotaskiptalaga, nr. 21/1991.
     Sjóðstjórn úrskurðar um ágreining um greiðsluskyldu.