Ferill 104. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


116. löggjafarþing 1992–1993.
Nr. 22/116.

Þskj. 1254  —  104. mál.


Þingsályktun

um fjármögnun á gerð vega og tengdra samgöngumannvirkja.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd sem hafi eftirfarandi verkefni:
     a.      að kanna hvar sé mögulegt og réttlætanlegt að fjármagna gerð vega og tengdra samgöngumannvirkja á annan hátt en með framlögum samkvæmt núgildandi lögum um bensíngjald og Vegasjóð,
     b.      að kanna hvernig þurfi að breyta núgildandi lögum um bensíngjald og Vegasjóð til þess að mögulegt og réttlætanlegt sé að fjármagna vegi og tengd samgöngumannvirki í auknum mæli á annan hátt en nú er gert,
     c.      að kanna hvaða áhrif annars konar fjármögnun en með framlögum úr Vegasjóði samkvæmt núgildandi lögum hefði á uppbyggingu samgöngukerfisins,
     d.      að kanna möguleika á að auka og bæta nýtingu tekjustofna Vegasjóðs.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1993.