Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 455 . mál.


1259. Frumvarp til

laga

um breytingu á skipulagslögum, nr. 19/1964, ásamt síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 7. maí.)



1. gr.


     Við lögin bætist svofellt ákvæði til bráðabirgða:
    Ráðherra getur, á sama hátt og kveðið er á um í 3. gr., ákveðið að samvinnunefnd verði skipuð til að gera tillögu að skipulagi á miðhálendi Íslands. Svæðið markast í aðalatriðum af línu sem dregin verður á milli heimalanda og afrétta. Héraðsnefndir þær, sem hlut eiga að máli, skipa hver um sig einn fulltrúa í samvinnunefnd en ráðherra skipar einn fulltrúa í nefndina og skal hann vera formaður. Um málsmeðferð tillögu að skipulagi miðhálendisins fer skv. 16. gr. skipulagslaga, nr. 19/1964. Að öðru leyti skal fresta frekari afgreiðslu tillögunnar uns ný skipulags- og byggingarlög hafa verið samþykkt á Alþingi.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.