Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 76 . mál.


79. Frumvarp til laga



um breyting á lánsfjárlögum fyrir árið 1993 o.fl., nr. 3/1993.

(Lagt fyrir Alþingi á 117. löggjafarþingi 1993.)



1. gr.

    Í stað „15.970“ í 1. gr. laganna kemur: 20.250.
    

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    Í stað „1.300“ kemur: 1.420.
    Við bætist nýr töluliður svohljóðandi: Spölur hf., allt að 50 m.kr.

3. gr.

    Lántökur samkvæmt lögum þessum skulu fara fram innan lands eða utan.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Heildarlántökur ríkissjóðs voru áætlaðar 15.400 m.kr. í fjárlögum 1993. Við afgreiðslu lánsfjárlaga 1993 á Alþingi í janúar sl. var heimildin hækkuð í 15.970 m.kr. í tengslum við breytingar á tekjuhlið fjárlaga og aukinna lánahreyfinga ríkissjóðs. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun stefnir heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs á yfirstandandi ári í að verða um 20.240 m.kr. Eftirfarandi yfirlit sýnir áætlaða lánsfjárþörf ríkissjóðs saman borið við fjárlög 1993:

Lánahreyfingar og lánsfjárþörf ríkissjóðs 1993.



Fjárlög

Áætlun

Breyting

Breyting


Greiðslugrunnur

1993

1993

frá fjárl.

frá fjárl.


m.kr.

m.kr.

m.kr.

%



Rekstrarafkoma     
-6.244
-12.335 -6.091 98

Lánveitingar, nettó     
-2.360
-770 1.590 -206
Lánveitingar     
-5.620
-5.620
Innheimtar afborganir     
3.260
4.850 1590 49

Hluta- og stofnfjárframlög     
-435
-435 - -

Viðskiptareikningar     
100
-500 -600 -600
Viðskiptareikningar, almennir     
-500
-500 - -
Húsnæðisstofnun     
600
- -600 -100

Hrein lánsfjárþörf     
8.939
14.040 5.101 57

Afborganir     
-6.410
-6.200 210 -3
Spariskírteini     
-2.850
-2.700 150 -5
Önnur innlend lán     
-1.740
-1.910 -170 10
Erlend lán     
-1.820
-1.590 230 -13

Heildarlánsfjárþörf     
-15.349
-20.240 -4.891 32

Lántökur     
15.400
20.250 4.850 31



    Leitað er heimildar til 120 m.kr. viðbótarlánveitingar til atvinnutryggingardeildar Byggðastofnunar og 50 m.kr. lánveitingar til Spalar hf. vegna undirbúningsrannsókna fyrir væntanleg jarðgöng í Hvalfirði. Á móti er gert ráð fyrir að lánveitingar til Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði lægri en áætlað var í fjárlögum 1993. Í frumvarpinu er lántökuheimild ekki skipt í innlenda og erlenda sérstaklega og er það í samræmi við þá stefnumörkun sem kemur fram í frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1994.
    Til septemberloka hafa spariskírteini ríkissjóðs verið seld fyrir 6,9 milljarða króna og skammtímaverðbréf ríkissjóðs, þ.e. ríkisvíxlar og ríkisbréf, fyrir 6,7 milljarða króna, nettó. Gert er ráð fyrir að útistandandi stofn ríkisvíxla dragist töluvert saman í lok árs. Erlendar lántökur á þessu tímabili nema 5,4 milljörðum króna.
    Á síðustu tveimur árum hafa orðið þáttaskil í aðild ríkissjóðs að innlendum fjármagnsmarkaði. Fjármálaráðherra ákvað á árinu 1992 að stefna bæri að afnámi yfirdráttar ríkissjóðs í Seðlabankanum og að öll innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs færi fram á markaði. Því var gerður samningur milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka sem takmarkaði möguleika ríkissjóðs til að stofna til yfirdráttar í bankanum. Á árinu 1992 var yfirdrátturinn takmarkaður við hámarkið þrír milljarðar króna. Um áramótin 1992–93 var alveg tekið fyrir yfirdrátt ríkissjóðs hjá bankanum en honum heimilað að kaupa beint af ríkissjóði ríkisvíxla sem kæmu til uppgjörs í næsta ríkisvíxlaútboði. Einungis í örfáum tilfellum hefur ríkissjóður þurft að selja Seðlabankanum víxla til að brúa fjárþörf milli útboða. Um næstkomandi áramót verður samkvæmt samningnum tekið fyrir þessa fyrirgreiðslu bankans og ríkissjóður verður því að mæta fjárþörf sinni að fullu á markaði. Þessi aðlögun var mikilvæg fyrir ríkissjóð á meðan fjáröflunarleiðir á markaði voru þróaðar, en einnig gerði hún Seðlabankanum kleift að móta aðgerðir til áhrifa á vaxtamyndunina.
    Ríkissjóður hóf markaðssölu á verðbréfum um mitt ár 1992 með útboði á sex mánaða ríkisbréfum. Í nóvember sama ár var byrjað að bjóða út ríkisvíxla til þriggja mánaða. Fyrsta útboð langtímaverðbréfa var útboð á spariskírteinum í október 1992. Ríkisvíxlar hafa verið boðnir út tvisvar í mánuði en ríkisbréf og spariskírteini einu sinni í mánuði. Á árinu hefur tekist að festa þessa tilhögun í sessi og mæta fjárþörf ríkissjóðs innan ársins á markaði. Þetta fyrirkomulag hefur styrkt innviði fjármagnsmarkaðarins til muna.
    Á árinu var haldið áfram að þróa markað fyrir óverðtryggð ríkisverðbréf. Í maí voru boðin til sölu tólf mánaða ríkisbréf og nú er fyrirhugað að gefa þau út til enn lengri tíma. Hér er um að ræða áfanga að því marki að draga úr verðtryggingu skammtímaskuldbindinga og aðgreina markaðsvexti til langs og skamms tíma.
    Á sl. sumri var gerð tilraun með sölu á verðbréfum í erlendri mynt hér innan lands. Veruleg eftirspurn reyndist vera fyrir hendi og seldust alls bréf fyrir um 2 milljarða króna af samtals 100 milljóna dollara útgáfu sem ríkissjóður seldi að öðru leyti á markaði erlendis. Stefnt er að því að ríkissjóður gefi út markaðsverðbréf í erlendri mynt til frumsölu hér innan lands fyrir lok þessa mánaðar.