Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 111 . mál.


115. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um héraðslæknisembættin.

Frá Þuríði Backman.



    Hvaða stefna hefur verið mótuð um framtíð héraðslæknisembættanna?
    Eru erindisbréf héraðslækna í endurskoðun? Ef svo er, hvenær má búast við að þeirri vinnu ljúki?
    Hvaða tíma er heilsugæslulækni í fullu starfi ætlað að taka til að sinna embættisverkum héraðslæknis og hvernig er séð fyrir afleysingu á meðan þeim verkefnum er sinnt?
    Hverjum verður falið að taka við þeim verkefnum sem héraðslæknisembættin í Reykjavík og á Akureyri hafa unnið ef sá niðurskurður, sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu, nær fram að ganga?