Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 137 . mál.


152. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um heilsutjón vegna háspennuvirkja.

Frá Þuríði Backman.



    Munu íslensk stjórnvöld beita sér fyrir aðgerðum í ljósi niðurstöðu nýjustu rannsókna sem benda til þess að segulsvið frá háspennulínu geti valdið krabbameini?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.


    Í ljósi niðurstöðu nýjustu rannsókna á þessu sviði ætla Svíar að banna byggingu háspennulína of nærri heimilum, skólum og barnaheimilum þar sem sannað sé ótvírætt samband milli segulsviðs frá háspennurafmagni og sérstakrar tegundar krabbameins hjá börnum.
    Minnt er á fyrispurn Hjörleifs Guttormssonar um sama efni á þskj. 139 á 116. löggjafarþingi.