Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 253 . mál.


293. Beiðni um skýrslu



frá dómsmálaráðherra um ofbeldisverk barna og unglinga á Íslandi.

Frá Valgerði Sverrisdóttur, Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni, Jóni Helgasyni,


Ingibjörgu Pálmadóttur, Guðna Ágústssyni, Jóni Kristjánssyni,


Ólafi Þ. Þórðarsyni, Páli Péturssyni, Guðmundi Bjarnasyni,


Finni Ingólfssyni og Halldóri Ásgrímssyni.



    Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að dómsmálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um ofbeldisverk barna og unglinga á Íslandi.
    Í skýrslunni komi m.a. fram upplýsingar um eftirfarandi atriði:
    Fjölda þeirra sem komið hafa á slysadeildir og heilsugæslustöðvar með áverka
        vegna ofbeldisverka á sl. 20 árum.
    Hvernig skiptingin er á milli aldurshópa og kynja, bæði með tilliti til gerenda og þolenda.
    Hvers konar ofbeldisverk og áverka um er að ræða.
    Á hvers konar stöðum slík ofbeldisverk eiga sér stað.
    Hver tíðni þess er að gerendur og/eða þolendur séu undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímuefna.
    Hve algengt er að vopnum sé beitt og þá hvers konar vopnum.
    Á hvaða tíma sólarhrings slík ofbeldisverk eiga sér stað.
    Í hvaða mæli er um að ræða tilviljanakennd ofbeldisverk annars vegar og hreinan ásetning hins vegar.
    Hvernig skipting slíkra ofbeldisverka er á milli lögsagnarumdæma.
    Hvaða viðurlögum er algengast að beita í slíkum málum.
    Þróun þessara mála á sl. 20 árum og hvernig ástandið er hér á landi miðað við nágrannaríki okkar.
    Hvort forvarnastarf hefur verið unnið á þessu sviði og/eða hvort áform eru uppi um slíkt.
    Er þess óskað að skýrslan verði tekin til umræðu þegar henni hefur verið dreift meðal þingmanna.