Ferill 84. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 84 . mál.


313. Nefndarálit



um frv. til l. um félagslega aðstoð.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Nefndin hefur fjallað ítarlega um frumvarp til laga um félagslega aðstoð samhliða frumvarpi um almannatryggingar, 83. máli, og vísast til almennrar umfjöllunar í nefndaráliti með því frumvarpi.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt þessa frumvarps með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Jafnframt flytur minni hlutinn tillögur um breytingar á sérstöku þingskjali, en styður þó þær breytingartillögur sem meiri hlutinn flytur. Þær eru eftirfarandi:
    Lagt er til að svigrúm til greiðslu umönnunarbóta í 4. gr. verði aukið þannig að heimilt verði að greiða framfærendum þær enda þótt barn dveljist um stundarsakir á sjúkrahúsi.
                  Þá er lögð til sú breyting við 4. gr. að svæðisstjórnir um málefni fatlaðra fjalli einungis um umönnunarbætur til framfærenda fatlaðra, en að Tryggingastofnun ríkisins sjái alfarið um afgreiðslu umönnunarbóta til framfærenda annarra barna sem ákvæðið tekur til. Breytingin, sem hér er gerð tillaga um, er í samræmi við reglugerð nr. 150/1992, um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og sjúkra barna.
    Eðlilegt þykir að í 13. gr. verði kveðið sérstaklega á um að frumvarp til laga um almannatryggingar eigi við um kærurétt til tryggingaráðs og um hækkun bóta þegar ákvæði frumvarps um félagslega aðstoð eru annars vegar. Enda þótt almenn tilvísun sé í 1. mgr. 13. gr. frumvarpsins þykir rétt að árétta framangreind grundvallaratriði.
    Þá er lagt til að bætt verði í frumvarpið greinafyrirsögnum svo að efnisskipan þess         verði greinilegri.

Alþingi, 2. des. 1993.



Gunnlaugur Stefánsson,

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Guðmundur Hallvarðsson.


form., frsm.



Sólveig Pétursdóttir.

Sigríður A. Þórðardóttir.