Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 131 . mál.


349. Breytingartillögur



við frv. til l. um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 2. gr.
         
    
    Orðin „eða hafa heimild í lögum eða samþykktum til þess að afla sér“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Þrátt fyrir ákvæði laga um viðskiptabanka og sparisjóði er lánastofnun heimilt að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðið „fjárfestingarbanki“, eitt sér eða samtengt öðrum orðum.
    Við 3. gr. Framan við 1. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Lánastofnun verður einungis stofnuð sem hlutafélag.
    Við 8. gr. Lokamálsliður 1. mgr. orðist svo: Um verðbréfaviðskipti lánastofnana gilda auk ákvæða laga þessara ákvæði laga um verðbréfaviðskipti eftir því sem við getur átt.
    Við 9. gr. Orðin „að fenginni tillögu bankaeftirlitsins“ í 2. mgr. falli brott.