Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 149 . mál.


367. Nefndarálit


um till. til þál. um staðfestingu bókunar við alþjóðasamning um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar og bókunar við alþjóðasamning um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og mælir með samþykkt hennar. Nefndin sendi tillöguna til umsagnar umhverfisnefndar og mælti nefndin með samþykkt tillögunnar. Umsögn umhverfisnefndar er birt sem fylgiskjal með áliti þessu.
    Rannveig Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. des. 1993.


Björn Bjarnason,

Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Geir H. Haarde.

form., frsm.


Páll Pétursson.

Hjörleifur Guttormsson.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Árni R. Árnason.

Jón Helgason.


Fylgiskjal.

Umsögn umhverfisnefndar

til utanríkismálanefndar.

(3. desember 1993.)


    Umhverfisnefnd hefur, sbr. bréf utanríkismálanefndar dags. 15. nóvember sl., fjallað um 149. mál, um staðfestingu bókunar við alþjóðasamning um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar og bókunar við alþjóðasamning um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar. Nefndin fékk á sinn fund við yfirferð málsins Þóri Ibsen, deildarsérfræðing í umhverfisráðuneytinu, og Sigurbjörgu Sæmundsdóttur deildarstjóra.
    Umhverfisnefnd mælir með því að framangreind þingsályktunartillaga verði samþykkt þannig að Íslendingar fái af sinni hálfu staðfest bókanir þær sem tillagan varðar. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við bókanirnar, enda varða þær einungis breytingar á þeim gjaldmiðli sem hafður er til viðmiðunar í samningunum. Í stað þess að miða við gullfranka verði miðað við eininguna SDR, sérstök dráttarréttindi.
    Nefndin vill á hinn bóginn benda á að þær bókanir, sem hér um ræðir, voru samþykktar árið 1976 eða fyrir rúmlega 17 árum. Nefndin telur gagnrýnivert hve langur tími hefur liðið þangað til bókanirnar eru nú lagðar fyrir Alþingi til staðfestingar.

Virðingarfyllst,


Kristín Einarsdóttir, form.