Ferill 75. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 75 . mál.


382. Breytingartillögur


við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1994.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, IBA, RG, SP, GuðjG).


    Við 5. gr. Við greinina bætist tveir nýir töluliðir er orðist svo:
        3. Bæjarveitur Vestmannaeyja, allt að 35,3 m.kr. til skuldbreytingar eldri lánum.
        4. Minjavernd, allt að 25 m.kr. til skuldbreytingar eldri lánum.
    Á eftir 10. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að gefa út og selja, innan heimilda lánsfjárlaga hvers árs, einn eða fleiri flokka alþjóðabréfa ríkissjóðs er hljóði upp á greiðslu í erlendri mynt. Þrátt fyrir ákvæði 39. gr. laga nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl., er fjármálaráðherra heimilt að gefa þessi bréf út í formi handhafabréfa, enda skal sala til innlendra aðila fara fram með milligöngu aðila sem hafa leyfi viðskiptaráðherra til verðbréfamiðlunar og þau varðveitt á sérstökum nafnskráðum reikningum viðskiptamanns, sbr. 16. gr. laga nr. 9/1993, um verðbréfaviðskipti.