Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 193 . mál.


395. Breytingartillögur



við frv. til hafnalaga.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (PJ, PBald, StB, EgJ, ÁJ).



    Við 8. gr. 1. málsl. orðist svo: Eigendur hafna samkvæmt lögum þessum eru sveitarfélög.
    Við 10. gr.
         
    
    1. málsl. orðist svo: Ráðherra setur samkvæmt lögum þessum og að fengnum tillögum eigenda hafna reglugerð fyrir hafnir.
         
    
    5. tölul. falli brott.
    Við 11. gr. 6. tölul. 1. mgr. orðist svo: Sérstakt vörugjald til Hafnabótasjóðs, sbr. 4. mgr. 12. gr.
    Við 12. gr. 3. málsl. 4. mgr. orðist svo: Gjaldið skal vera sem svarar 25% álagi á vörugjöld eins og þau eru ákveðin í hinni almennu gjaldskrá, önnur en aflagjald, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 11. gr.
    Við 13. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. þessarar greinar er einstökum hafnarstjórnum heimiluð frávik til lækkunar á hinni almennu gjaldskrá fyrir hafnir vegna umskipunar, lestunar og losunar á sjávarafla.
    Við 21. gr.
         
    
    2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Nú næst ekki samkomulag og skal þá ákveða bætur með mati samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms.
         
    
    3. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. falli brott.
    36. gr. falli brott.
    2. mgr. 39. gr. falli brott.
    Við 40. gr. Greinin orðist svo:
                  Ráðherra skal setja reglugerð um framkvæmd laga þessara.
                  Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði hafnamála að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði, sbr. lög nr. 2 13. janúar 1993, um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 66/1993.
    Við 41. gr. Greinin orðist svo:
                  Með lögum þessum eru felld úr gildi hafnalög, nr. 69 28. maí 1984, með síðari breytingum.





Endurprentað upp.