Ferill 83. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 83 . mál.


416. Breytingartillögur



við frv. til l. um almannatryggingar.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Við 53. gr. Greinin orðist svo:
                  Nú telur Tryggingastofnun ríkisins vafa leika á um lögheimili bótaþega eða umsækjanda um bætur, sbr. lög nr. 21/1990, og er henni þá rétt að höfða mál til viðurkenningar á hvar lögheimili hans skuli vera skv. 11. gr. nefndra laga. Sjúkratryggingar hafa einnig sama rétt til að höfða mál til viðurkenningar á hvar lögheimili hans skuli vera skv. 11. gr. nefndra laga.
    Við 66. gr. Við greinina bætist: enda eigi ákvæði þeirra stoð í lögum þessum.
    Við 67. gr. Fyrsti málsliður greinarinnar orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1994.