Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 263 . mál.


465. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1994.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (RG, SP, GuðjG, IBA, VE).



    Við 9. gr. Greinin falli brott.
    Við 24. gr. Í stað „37,5“ komi 40,1.
    Við II. kafla bætist tvær nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (36. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, skal á árinu 1994 heimilt að ráðstafa allt að 20 m.kr. af sérstökum eignarskatti samkvæmt lögunum til framkvæmda við Þjóðskjalasafn.
         
    
    (37. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 5. gr. laga 94/1984, um kvikmyndamál, skal framlag ríkissjóðs til Kvikmyndasjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 99,4 m.kr. á árinu 1994.