Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 251 . mál.


483. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, RG, GuðjG, SP, IBA).



    Við 4. gr. Efnismgr. b-liðar orðist svo:
                  Einstakar gjafir og framlög til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa, þó ekki yfir 0,5% af tekjum skv. B-lið 7. gr. á því ári sem gjöf er afhent. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð hvaða málaflokkar og stofnanir falla undir þennan tölulið.
    Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verða á greininni:
         
    
    Á eftir orðinu „nota“ í 1. efnismgr. komi orðin: þar með talin kaup á eignarhluta í íbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993.
         
    
    Við 2. efnismgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Til vaxtagjalda hjá þeim sem kaupa eignarhluta í íbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993 teljast eingöngu vaxtagjöld af lánum sem þeir hafa tekið sjálfir vegna kaupa á eignarhlutanum.
    Við 16. gr. Við greinina bætist tveir nýir stafliðir, b- og d- liður, er orðist svo:
        b.    6. tölul. orðast svo: Fólksflutningar. Flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, telst til fólksflutninga samkvæmt þessum staflið.
        d.    13. tölul. orðast svo: Þjónusta ferðaskrifstofa.
    Við 18. gr. A-liður greinarinnar falli brott.
    Við 19. gr. Greinin orðist svo:
                  Á 2. mgr. 14. gr. laganna verða eftirfarandi breytingar:
         
    
    1. og 3. tölul. falla brott.
         
    
    Við bætist nýr töluliður, er verður 8. tölul., er orðast svo: Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis samkvæmt nánari afmörkun í reglugerð, þó ekki sala á sælgæti og drykkjarvörum og fleiri vörum sem falla undir gjaldflokk D í lögum nr. 97/1987, um vörugjald, né sala á áfengum drykkjum og ógerilsneyddri mjólk. Sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu er þó skattskyld skv. 1. mgr. þessarar greinar.
    Við 33. gr. Eftirfarandi breytingar verða á greininni:
                  Við greinina bætist nýtt bráðabirgðaákvæði, svohljóðandi:
                  Fjármálaráðherra getur heimilað þeim sem hafa með höndum útleigu á hótel- og gistiherbergjum og annarri gistiþjónustu að gera leiðréttingu á innskatti vegna fjárfestingar á fasteignum og búnaði í gistirými sem notað er til skattskyldrar starfsemi eftir 1. janúar 1994. Leiðréttingin skal ákveðin sem hlutfall af eignfærðri nýfjárfestingu skattskylds aðila á árunum 1990–1992 sem hann hefur greitt virðisaukaskatt af. Hlutfall þetta skal eigi vera hærra en 8% af fjárfestingu á árinu 1990, allt að 11% af fjárfestingu á árinu 1991, og allt að 14% af fjárfestingu á árinu 1992. Leiðrétting þessi tekur ekki til innskatts af fasteignum og búnaði sem hefur verið keyptur eða yfirtekinn af öðrum aðilum í gistihúsarekstri á árunum 1990–1992.
                  Framangreind leiðrétting á innskatti skal gerð með jöfnum fjárhæðum á árunum 1994, 1995 og 1996. Leiðrétting þessi skal þó eigi vera hærri en 6% af skattskyldri veltu á þessum árum og heildarkostnaður ríkissjóðs vegna leiðréttingar á árunum 1994–1996 skal að hámarki nema 75 milljónum króna.
                  Fjármálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis þar á meðal um hlutfall af fjárfestingarkostnaði.
    Við 34. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
         
    
    Í stað hlutfallstalnanna „2,5“ og „6“ í 1. mgr. kemur: 2,85 og 6,35.
         
    
    1. málsl. 3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Hótelgistingu.
    Eftirfarandi breytingar verði á viðauka I í 49. gr.:
         
    
    Tollskrárnúmerið 6806.1009 flyst úr gjaldflokki B í gjaldflokk A.
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer falla brott úr gjaldflokki A: 2005.2011, 2005.2019, 2005.2021, 2005.2029, 2106.9054 og 2106.9055.
         
    
    Tollskrárnúmerið 2005.2002 bætist við gjaldflokk A.
         
    
    Tollskrárnúmerin 8302.3000, 8529.9002 og 8529.9003 falla brott úr gjaldflokki E.