Ferill 375. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 375 . mál.


571. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um eftirlit með heilbrigði og hollustu innfluttra landbúnaðarvara.

Frá Jóni Helgasyni.



    Hvernig er háttað eftirliti með heilbrigði og hollustu innfluttra landbúnaðarvara?
    Eru tæki og þjálfað starfsfólk tiltækt til að annast þetta eftirlit í landinu?
    Hvernig er samstarfi einstakra stofnana háttað hvað varðar þetta eftirlit?
    Eru innfluttar landbúnaðarvörur efnagreindar á Íslandi með hliðsjón af
         
    
    varnarefnum (illgresiseyði og skordýraeitri),
         
    
    þungmálmum,
         
    
    lyfjaleifum,
         
    
    hormónum,
         
    
    þrávirkum lífrænum efnum,
         
    
    geislavirkum efnum?
    Hversu margar tegundir innfluttrar landbúnaðarvöru voru rannsakaðar á síðasta ári, af hverjum og hvernig?
    Hversu miklum fjármunum hefur verið varið til eftirlits með heilbrigði og hollustu innfluttra landbúnaðarvara á síðustu árum?
    Hyggst heilbrigðisráðherra láta gera breytingar varðandi eftirlit með heilbrigði og hollustu innfluttra landbúnaðarvara í ljósi aukins og fjölbreyttari innflutnings strax á þessu ári og á komandi árum?