Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 348 . mál.


595. Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Stefánssonar um styrk vegna ferða til tannréttinga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklar voru greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins í ferðakostnað vegna tannréttinga árin 1992 og 1993:
         
    
    tannréttinga sem gerðar voru vegna alvarlegra tilfella,
         
    
    tannréttinga sem metnar voru vegna útlitslýta eingöngu?
                  Ef þessi sundurliðun er ekki til óskast heildartala uppgefin.

    Eru áform um að taka upp á ný greiðslu ferðakostnaðar vegna þeirra tannréttinga sem ekki teljast vera vegna alvarlegra tilfella og ef svo er, hvernig verður þeim greiðslum hagað og hvenær má vænta þess að nýjar reglur í þessu efni taki gildi?

    Ráðherra leitaði upplýsinga hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna þessarar fyrirspurnar.
    1. Þær upplýsingar, sem hér eru lagðar fram, koma frá sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins.
    Á árinu 1992 greiddi Tryggingastofnun ríkisins 61.545.638 kr. vegna ferðakostnaðar innan lands og á árinu 1993 66.323.024 kr. Mögulegt er að enn eigi eftir að berast reikningar vegna ferða á árinu 1993.
    Fyrrgreindar tölur eru vegna allra ferða, þ.e. bæði vegna tannréttinga og annarra veikinda. Í bókhaldi Tryggingastofnunar er ferðakostnaður ekki sundurgreindur. Í einu umboði Tryggingastofnunar (umboðinu á Ísafirði) var hins vegar sundurgreint hvernig ferðakostnaður skiptist. Ef gengið er út frá hvernig kostnaður skiptist í því umboði þrjá síðustu mánuði ársins 1993 eru hlutföllin eftirfarandi:

     Tannréttingar vegna alvarlegra tilfella     
1,11%
    Tannréttingar sem ekki teljast vera vegna alvarlegra tilfella     
    5,55%
    Önnur veikindi     
93,34%

    Ef miðað er við ofangreind hlutföll verður ferðakostnaður eftirfarandi:

     Árið 1992:
    Tannréttingar vegna alvarlegra tilfella     
683.157
    Tannréttingar sem ekki teljast vera vegna alvarlegra tilfella     
    3.415.783

     Árið 1993:
    Tannréttingar vegna alvarlegra tilfella     
736.186
    Tannréttingar sem ekki teljast vera vegna alvarlegra tilfella     
    3.680.928

    2. Hvað varðar 2. lið fyrirspurnarinnar skal tekið fram að til þess að taka upp á ný greiðslu ferðakostnaðar vegna tannréttinga sem ekki teljast vera vegna alvarlegra tilfella þarf að breyta reglum nr. 74/1991 um ferðakostnað sjúklinga og aðstandenda þeirra innan lands. Samkvæmt j-lið 1. mgr. 36. gr. laga nr. 117/1993 setur tryggingaráð reglurnar og ráðherra staðfestir þær.
    Á fundi tryggingaráðs 10. desember 1993 var tryggingayfirlækni og deildarstjóra sjúkratryggingadeildar falið að gera tillögur að breytingum á reglugerðinni fyrir 1. mars 1994.