Ferill 121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 121 . mál.


682. Breytingartillögur



við frv. til l. um stofnun hlutafélags um Lyfjaverslun ríkisins og heimild til sölu hlutabréfa í því félagi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 4. gr. Í stað 1. málsl. 2. mgr. komi: Fjármálaráðherra er heimilt að selja allt að helming hlutabréfa ríkissjóðs í félaginu. Að öðru leyti skal leita heimildar Alþingis til sölu.
    Við 5. gr. Í stað „1. janúar 1994“ í 1., 2. og 3. mgr. komi: 1. maí 1994.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Ráðherra skal leggja fyrir Alþingi skýrslu um hvernig birgðahald fyrir Almannavarnir ríkisins, sem Lyfjaverslun ríkisins annaðist, verði háttað eftir stofnun hlutafélags skv. 1. gr. þannig að fullnægjandi öryggissjónarmiða sé gætt.