Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 119 . mál.


933. Breytingartillögur



við frv. til vegalaga.

Frá samgöngunefnd.



    Við 4. gr.
         
    
    1. málsl. orðist svo: Ráðherra sá, er fer með samgöngumál, hefur yfirstjórn vegamála.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                            Ráðherra setur reglur um framkvæmd þessara laga.
    Við 5. gr. 1. málsl. orðist svo: Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt lögum þessum.
    Við 8. gr.
         
    
    Lokamálsliður um stofnvegi orðist svo: Þar sem stofnvegur endar í þéttbýli skal hann ná til þess svæðis sem mikilvægast er fyrir athafnalíf þéttbýlisins.
         
    
    1. málsl. 1. mgr. um tengivegi orðist svo: Vegir sem tengja safnvegi við stofnvegi og ná að þriðja býli frá vegarenda þar sem búseta er.
         
    
    2. mgr. um tengivegi orðist svo:
                            Þar sem tengivegur tengir þéttbýli við stofnvegakerfið skal hann ná til þess svæðis sem mikilvægast er fyrir athafnalíf þéttbýlisins.
    Fyrirsögn IV. kafla orðist svo: Almennir vegir og einkavegir.
    Við 9. gr. Í upphafi greinarinnar komi nýr málsliður er orðist svo: Almennir vegir eru þeir vegir sem ekki teljast þjóðvegir en eru í eigu opinberra aðila og eru ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar.
    Við 10. gr. 1. málsl. orðist svo: Eigendur almennra vega og einkavega hafa veghald þeirra.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað orðsins „einkavega“ í 1. mgr. komi: almennra vega og einkavega.
         
    
    Í stað orðanna „opinbera vegi“ í 2. mgr. komi: þjóðvegi og almenna vegi.
    Við 14. gr. Í stað orðsins „helmingur“ í 2. mgr. komi: meiri hluti.
    Við 16. gr.
         
    
    Upphaf greinarinnar orðist svo: Í vegáætlun er heimilt að veita fé til greiðslu kostnaðar við eftirfarandi samgönguleiðir.
         
    
    Í stað orðanna „vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast til neins vegflokks“ í 1. mgr. komi: vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki eru þjóðvegir.
         
    
    Í stað orðanna „vegi að sjúkraflugvöllum“ í 1. mgr. komi: vegi að flugvöllum sem ekki eru áætlunarflugvellir en taldir upp í flugmálaáætlun sem þjónustuvellir eða lendingarstaðir.
         
    
    Í stað orðanna „reiðvegi, samkvæmt sérstakri áætlun sem gerð er í samvinnu við samtök hestamanna og sveitarfélög“ í 1. mgr. komi: ferjur sem ekki fullnægja skilyrðum 23. gr.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Þeir aðilar, sem sækja um og er veitt fé til framkvæmda við vegi samkvæmt þessari grein, skulu annast veghald viðkomandi vegar.
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Heimilt er að binda fjárveitingu samkvæmt þessari grein skilyrði um afnot vegar og merkingu hans.
         
    
    Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
                            Ráðherra ákveður skiptingu fjárveitinga til einstakra framkvæmdaflokka að fengnum tillögum vegamálastjóra og samgöngunefndar Alþingis.
                            Engar skyldur hvíla á ríkissjóði vegna samgönguleiða samkvæmt þessari grein.
    Við 17. gr. Greinin orðist svo:
                  Í vegáætlun skal veita fé til reiðvega samkvæmt sérstakri áætlun sem gerð er að höfðu samráði við samtök hestamanna og sveitarfélög.
    Við 23. gr. Greinin orðist svo:
                  Vegagerðinni er heimilt að kaupa, eiga og hafa umsjón með ferjum og flóabátum sem reknir eru til samgöngubóta, svo og eiga aðild að félögum sem hafa eignarhald á þeim.
                  Heimilt er að greiða af vegáætlun hluta kostnaðar við ferjur til flutnings á fólki og bifreiðum yfir sund og firði, enda komi ferjan í stað vegasambands um stofnveg eða tengiveg a.m.k. hluta úr ári. Einnig er heimilt að greiða hluta kostnaðar við bryggjur fyrir slíkar ferjur.
                  Í vegáætlun skulu ferjuleiðir taldar upp og gerð grein fyrir stofnframlögum til einstakra ferja.
    Við 29. gr. Greinin orðist svo:
                  Vegir skulu lagðir í samræmi við skipulag. Við gerð skipulags skal haft samráð við Vegagerðina um val á legu þjóðvega og tengingar við þá. Ef þjóðvegi er að ósk sveitarstjórnar valinn annar staður en Vegagerðin telur æskilegt og það leiðir til aukins kostnaðar er heimilt að krefja viðkomandi sveitarfélag um kostnaðarmun. Rísi ágreiningur um réttmæti slíkrar kröfu eða um fjárhæð skal málinu skotið til ráðherra til úrskurðar.
    Við 33. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 44. gr. bætist ný málsgrein, er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                  Vegagerðin skal hafa samráð við landeiganda um bráðabirgðaafnot lands.
    Við 47. gr.
         
    
    1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Mat skal fara fram á vettvangi þá jörð er snjólaus.
         
    
    3. og 4. málsl. 1. mgr. falli brott.
    Við 49. gr. Greinin orðist svo:
                  Skaðabóta, sem af vegagerð eða vegaviðhaldi leiðir, skal krefjast innan árs frá því að verki lauk, eða frá því að skaði kom í ljós, ella fellur réttur til skaðabóta niður. Slíkar kröfur fyrnast þó í síðasta lagi á tíu árum frá því að verki lauk.
    Við 62. gr. Greinin orðist svo:
                  Með lögum þessum eru felld úr gildi vegalög, nr. 6/1977, með síðari breytingum. Ákvæði III., IV. og V. kafla þeirra laga halda þó gildi til næstu reglulegrar endurskoðunar vegáætlunar.
    Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað orðanna „þrjú ár“ komi: fimm ár.