Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 290 . mál.


936. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á fund sinn til viðræðna frá félagsmálaráðuneytinu Berglind Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra og Sesselju Árnadóttur lögfræðing og Guðmund Vigni Óskarsson, formann Landssambands slökkviliðsmanna. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Landssambandi slökkviliðsmanna, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, Brunamálastofnun ríkisins, Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar, Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Samfloti bæjarstarfsmanna, Brunatæknifélagi Íslands, fjármálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk gagna frá félagsmálaráðuneytinu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Eggert Haukdal, Jón Kristjánsson og Guðjón Guðmundsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. apríl 1994.



Rannveig Guðmundsdóttir,

Gísli S. Einarsson.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.


form., frsm.



Ingibjörg Pálmadóttir.

Kristinn H. Gunnarsson.

Einar K. Guðfinnsson.