Ferill 600. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 600 . mál.


960. Tillaga til þingsályktunar



um samning milli Íslands, Noregs og Grænlands/Danmerkur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands.

(Lögð fyrir Alþingi á 117. löggjafarþingi 1993–94.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Noregs og Grænlands/Danmerkur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari fer ríkisstjórnin þess á leit að Alþingi heimili staðfestingu samnings milli Íslands, Noregs og Grænlands/Danmerkur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari.
    Loðnuveiðar hafa farið fram síðastliðnar tvær vertíðar á grundvelli samnings milli landanna frá 18. maí 1992, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 27/1992 þar sem samningurinn er birtur. Sá samningur tók við af samningi milli landanna frá 12. júní 1989, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 2/1989. Fram að gildistöku þess samnings fóru loðnuveiðar fram á grundvelli samnings milli Íslands og Noregs frá 28. maí 1980 en sá samningur tók ekki til veiða innan grænlenskrar lögsögu, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 9/1980.
    Samkvæmt 2. gr. núgildandi samnings skulu aðilar reyna að ná samkomulagi um leyfilegan hámarksafla fyrir hverja vertíð. Ef ekki næst samkomulag mun Ísland ákveða hámarksafla. Leitast skal við að ákveða fyrir 1. júní ár hvert leyfilegan hámarksafla til bráðabirgða og fyrir 1. desember endanlegan leyfilegan hámarksafla fyrir vertíðina sem hefst 1. júlí og stendur til 30. apríl árið eftir.
    Samkvæmt 3. gr. skiptist aflinn þannig að 78 af hundraði falla í hlut Íslands, 11 af hundraði í hlut Grænlands og 11 af hundraði í hlut Noregs.
    Samkvæmt 7. gr. er íslenskum og norskum skipum heimilt að veiða loðnu í lögsögu Grænlands og íslenskum skipum og skipum með grænlenskt fiskveiðileyfi heimilt að veiða í lögsögu Jan Mayen (8. gr.).
    Um veiðar í íslenskri lögsögu er fjallað í 6. gr. Heimildir eru takmarkaðar við norsk skip og grænlensk skip, þ.e. skip sem skráð eru í Grænlandi og fullnægja skilyrðum grænlenskra fiskveiðilaga um eignaraðild. Íslensk stjórnvöld geta einnig veitt fiskiskipum af öðru þjóðerni, sem fengið hafa grænlensk fiskveiðileyfi, veiðiheimildir. Í viðræðunum milli aðila hefur verið gengið út frá því að færeysk skip, sem hafa leyfi grænlenskra stjórnvalda til veiða á þeirra hlut, fái heimild til að veiða innan íslenskrar lögsögu. Veiðiréttindi takmarkast við svæðið norðan 64°30'N og tímabilið 1. júlí til 15. febrúar á hverri vertíð.
    Samningur þessi rennur út í lok yfirstandandi loðnuvertíðar, þ.e. 30. apríl 1994. Sendinefndir landanna hafa átt með sér þrjá fundi til þess að ræða hugsanlega framlengingu samningsins, fyrst í Reykjavík 11. og 12. janúar 1994, síðan í Ósló 21. og 22. febrúar 1994 og loks í Kaupmannahöfn 11. og 12. apríl 1994. Á fundinum í Kaupmannahöfn náðist samkomulag um samningsdrögin sem hér um ræðir.
    Samningsdrögin eru í grundvallaratriðum byggð á núgildandi samningi. Ákvæði um hlutfallslega skiptingu veiðiheimilda (3. gr.), ákvörðun leyfilegs hámarksafla (2. gr.) og heimildir aðila til veiða í lögsögu hvers annars (8. til 11. gr.) eru þannig óbreytt.
    Í samningaviðræðunum lögðu Norðmenn og Grænlendingar mikla áherslu á að samningsákvæðum yrði breytt þannig að þeim gæfist betri möguleiki á að nýta veiðiheimildir sínar. Flestar breytinganna í samningsdrögunum má rekja beint eða óbeint til þessa. Þær eru helstar:
    Alþjóðahafrannsóknaráðið miðar ráðgjöf sína um leyfilegan hámarksafla við að sá bráðabirgðakvóti sem ákveðinn er í upphafi vertíðar samsvari 2/3 hlutum af endanlegum kvóta. Í samningnum er ákveðið að Norðmenn og Grænlendingar geti miðað sína hlutdeild af upphafskvótanum við þennan væntanlega kvóta þannig að í reynd geta þeir veitt 16,5% af bráðabirgðakvótanum (4. gr.). Jöfnuður næst þegar endanlegur kvóti er ákveðinn. Með þessu móti ættu Norðmenn og Grænlendingar að veiða stærri hluta af sínum kvóta utan lögsögu Íslands.
    Bótareglum samningsins er breytt nokkuð. Ef bráðabirgðakvótinn er aukinn minna en forsendur Alþjóðahafrannsóknaráðsins ganga út frá getur forgjafarákvæðið leitt til þess að Grænlendingar og/eða Norðmenn veiði meira en þeim ber. Þetta fá Íslendingar að fullu bætt í upphafi næstu vertíðar (5. gr.).
        Takist Grænlendingum eða Norðmönnum ekki að veiða sinn hlut af væntanlega kvótanum fellur hann bótalaust til Íslendinga (2. tölul. 4. gr.).
        Sé kvótinn aukinn umfram hinn væntanlega kvóta skal Grænland og/eða Noregur fá bætur frá Íslandi á næstu vertíð að því marki sem Íslendingar veiða hlutfallslega meira úr viðbótinni (6. gr.), enda eru veiðimöguleikar Grænlands og Noregs í lok vertíðar mjög litlir.
    Í sameiginlegri yfirlýsingu varðandi framkvæmd samningsins, sem birt er sem fylgiskjal II með þingsályktunartillögu þessari, er kveðið á um að Norðmenn megi ekki veiða meira en 60 af hundraði af heildarkvóta sínum innan íslenskrar lögsögu. Sams konar takmarkanir gilda um veiðar Íslendinga við Jan Mayen.
    Samkvæmt 11. gr. samningsins getur hver aðili ákveðið fjölda erlendra skipa í lögsögu sinni. Fallist var á að rýmka þær takmarkanir á fjölda erlendra skipa innan íslenskrar lögsögu, sem íslensk stjórnvöld hafa sett, úr 25 í 36 á sumar- og haustvertíð. Takmarkanir eftir 1. desember verða þær sömu og verið hafa.
    Í samningaviðræðunum gerðu Norðmenn tillögu um að breyta þeim takmörkunum um veiðar í íslenskri lögsögu sem miðast við að veiðar Norðmanna og Grænlendinga megi ekki fara fram eftir 15. febrúar eða sunnan 64°30'N. Á þetta gat íslenska sendinefndin ekki fallist. Í lok viðræðnanna var samþykkt að gera bókun í tengslum við undirritun samningsins þar sem afstaða Norðmanna er kynnt. Fram kemur í bókuninni að Íslendingar hafi tekið við þessum sjónarmiðum og skýrt frá þeim aðstæðum sem lægju að baki ákvæðunum. Bókunin er birt sem fylgiskjal III með þingsályktunartillögu þessari.
    Samningurinn gildir fyrir næstu fjórar vertíðirnar og framlengist sjálfkrafa um tvö ár í senn eftir það nema einhver aðilanna segi honum upp (15. gr.).
    Fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarútvegi tóku þátt í samningaviðræðunum um gerð samningsins og hafa mælt með staðfestingu hans.



Fylgiskjal I.


SAMNINGUR milli Íslands, Noregs og Grænlands/Danmerkur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands


1. gr.

    Aðilar skulu eiga samvinnu um verndun og nýtingu loðnustofnsins á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen.

2. gr.

    Aðilar skulu leitast við að ná samkomulagi um leyfilegan hámarksafla á loðnu fyrir hverja vertíð. Náist ekki samkomulag mun Ísland, sem sá aðili sem mestra hagsmuna hefur að gæta varðandi loðnustofninn, ákveða leyfilegan hámarksafla. Noregur og Grænland skulu þó ekki bundin af þeirri ákvörðun, sé hún bersýnilega ósanngjörn. Leitast skal við að ákveða fyrir 1. júní ár hvert leyfilegan hámarksafla til bráðabirgða og fyrir 1. desember endanlegan leyfilegan hámarksafla fyrir vertíðina sem hefst 1. júlí og stendur til 30. apríl árið eftir.

3. gr.

    Leyfilegur hámarksafli skiptist milli aðila þannig:
         Grænland     11 af hundraði
         Ísland     78 af hundraði
         Noregur     11 af hundraði.

4. gr.

    l. Eftir að vertíð hefst geta Noregur og Grænland veitt 11 af hundraði af þeim leyfilega hámarksafla sem búist er við að verði ákveðinn fyrir vertíðina („væntanlegum leyfilegum hámarksafla“). Við matið munu aðilar taka mið af vinnureglum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, um að leyfilegur hámarksafli, sem ákveðinn er til bráðabirgða fyrir sumar- og haustvertíðina, nemi að jafnaði tveimur þriðju hlutum af endanlegum leyfilegum hámarksafla á vertíðinni.
    2. Grænland og Noregur skulu tilkynna Íslandi um afla sbr. 1. tl. Ef í ljós kemur að hlutur Noregs og/eða Grænlands veiðist ekki skal Íslandi heimilt að veiða það magn sem óveitt er.

5. gr.

    Ef í ljós kemur að Noregur og/eða Grænland hafa samkvæmt ákvæðum 4. gr. veitt stærra hlut en sem nemur 11 af hundraði af endanlegum leyfilegum hámarksafla skal draga það magn, sem umfram er, frá hlut þeirra á næstu vertíð og úthluta því til Íslands.

6. gr.

    1. Verði endanlegur leyfilegur hámarksafli ákveðinn hærri enn væntanlegur leyfilegur hámarksafli og veiði Grænland og/eða Noregur ekki sinn hlut af því sem kemur til viðbótar og úthlutað er til þeirra skal Íslandi heimilt að veiða það magn sem óveitt er. Fari svo skal Grænland og/eða Noregur fá bætur frá Íslandi á næstu vertíð sem nema 11 af hundraði af afla Íslands úr viðbótarhlutdeildinni.
    2. Bætur skv. l. tl. skulu minnka að því marki sem Grænland og/eða Noregur veiðir úr sínum viðbótarhlut.
    3. Hafi Ísland, beint eða óbeint, fengið framseldan hlut frá Grænlandi og/eða Noregi skal ekki reikna með því magni við bótaútreikning.
    4. Ef bætur samkvæmt grein þessari leiða til þess á einhverri vertíð að skiptingin verði bersýnilega ósanngjörn skulu aðilar reyna að ná samkomulagi um það hvernig bótum skuli háttað.

7. gr.

    l. Ef aðili ákveður að framselja sinn hlut að fullu eða að hluta skal hann tilkynna það hinum aðilunum.
    2. Afli úr hlut, sem hefur verið framseldur, skal dreginn af hlut þess aðila sem framseldi.

8. gr.

    1. Grænlenskum og norskum fiskiskipum skal heimilt til 15. febrúar á hverri vertíð að veiða loðnu í íslenskri efnahagslögsögu norðan 64°30'N með þeim takmörkunum sem aðilar komast að samkomulagi um. Ísland mun einnig leyfa þessum fiskiskipum að landa afla sínum í íslenskum höfnum og taka um borð vistir í íslenskum höfnum. Að fengnum tilmælum grænlenskra stjórnvalda getur Ísland veitt fiskiskipum af öðru þjóðerni, sem fengið hafa grænlenskt fiskveiðileyfi, sömu réttindi, enda sé gerður um það samningur við Ísland sem gildi fyrir eina vertíð í senn. Ákvæði þetta hefur ekki áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið.
    2. „Grænlenskt fiskiskip“ merkir í 1. tl. skip sem skráð eru í Grænlandi og fullnægja skilyrðum grænlenskra fiskveiðilaga um eignaraðild.

9. gr.

    Íslenskum og norskum fiskiskipum skal heimilt að veiða loðnu í grænlenskri fiskveiðilögsögu norðan 64°30'N.

10. gr.

    Fiskiskipum með grænlenskt fiskveiðileyfi og íslenskum fiskiskipum skal heimilt að veiða loðnu í fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen með þeim takmörkunum sem aðilar komast að samkomulagi um og einnig til að landa afla sínum í norskum höfnum.

11. gr.

    Með vísan til veiðiheimilda í lögsögu samkvæmt 8., 9. og 10. gr. getur hver aðili fyrir sig sett takmarkanir í sinni lögsögu með tilliti til stærðar fiskiskipa, fjölda þeirra og gerðar.

12. gr.

    Aðilar skulu skiptast reglulega á tölfræðilegum upplýsingum um loðnuveiðarnar.

13. gr.

    Aðilar skulu vinna saman að vísindalegum rannsóknum á loðnustofninum.

14. gr.

    Aðilar skulu halda fund a.m.k. einu sinni á ári, til skiptis í löndunum þremur, til að ræða framkvæmd samningsins. Aðilar skulu hafa samráð um verndunaraðgerðir, þar á meðal um tillögur um lokanir svæða til verndunar smáloðnu.

15. gr.

    Samningurinn skal gilda fyrir vertíðirnar frá og með 1. júlí 1994 til og með 30. apríl 1998 og framlengist um tvö ár í senn nema einhver aðilanna segi samningnum upp innan sex mánaða fyrir lok upprunalegs gildistíma samningsins eða framlengds gildistíma.


Fylgiskjal II.


Sameiginleg yfirlýsing varðandi framkvæmd samningsins

    Norskum fiskiskipum er aðeins heimilt að veiða 60 af hundraði af þeim hluta leyfilegs hámarksafla, sem kemur í hlut Noregs á viðkomandi vertíð samkvæmt 3. gr., innan efnahagslögsögu Íslands. Íslenskum fiskiskipum er aðeins heimilt að veiða 60 af hundraði af þeim hluta leyfilegs hámarksafla, sem kemur í hlut Íslands, innan fiskveiðilögsögunnar við Jan Mayen.


Fylgiskjal III.


Bókun

    Af hálfu Noregs var lögð áhersla á að samvinna um nýtingu hins sameiginlega loðnustofns á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands og framkvæmd á skiptingu hámarksaflans, sem samið hefur verið um, skuli vera byggð á gagnkvæmu og jafngildu skipulagi.
    Í þessu sambandi var af hálfu Noregs bent á tíma- og svæðistakmarkanir innan íslenskrar lögsögu sem ákveðnar eru í 8. gr. samningsins og þess farið á leit að Ísland endurskoðaði þessi ákvæði.
    Af hálfu Íslands voru þessar athugasemdir teknar til skoðunar og ástæðurnar fyrir þessum ákvæðum kynntar.


AVTALE mellom Grønland/Danmark, Island og Norge om loddebestanden i farvannene mellom Grønland, Island og Jan Mayen


Artikkel 1

    Partene skal samarbeide om bevaring og forvaltning av loddebestanden i farvannene mellom Grønland, Island og Jan Mayen.

Artikkel 2

    Partene skal søke å bli enige om den største tillatte totalfangst (TAC) for lodde for hver enkelt sesong. Hvis det ikke oppnås enighet, skal Island, som den Part som har den største interesse i loddebestanden, fastsette den største tillatte fangstmengde. Norge og Grønland skal imidlertid ikke være bundet av denne fastsettelse dersom den er åpenbart urimelig. Man skal innen 1. juni og 1. december hvert år, forsøke å fastsette henholdsvis den foreløpige og den endelige TAC for den sesong som begynner 1. juli og varer til 30. april påfølgende år.

Artikkel 3

    Den største tillatte totalfangst skal fordeles mellom Partene som følger:
         Grønland    11 prosent
         Island         78 prosent
         Norge        11 prosent

Artikkel 4

    l. Etter sesongstart har Norge og Grønland adgang til å fiske 11 prosent av den TAC som antas å ville bli fastsatt for hele sesongen (» den forventede TAC«). Ved vurderingen legger Partene til grunn de retningslinjer som er vedtatt av ICES, om at den foreløpige TAC for sommer- og høstperioden som regel skal utgjøre . av den endelige TAC for hele sesongen.
    2. Grønland og Norge skal informere Island om fangsten i h.t. pkt. 1. Hvis det viser seg, at de norske og grønlandske kvotene ikke oppfiskes, tillates Island å fiske det resterende kvantum.

Artikkel 5

    Hvis det viser seg, at Norge og/eller Grønland i henhold til bestemmelsene i artikkel 4 har fisket et større kvantum enn 11 prosent av den endelige TAC, skal det overskytende kvantum komme til fradrag på disse Parters kvote i den påfølgende sesong, og overføres til Island.

Artikkel 6

    1. Hvis den endelige TAC fastsettes høyere enn den forventede TAC og Grønland og/eller Norge ikke fisker sin andel av tilleggskvoten, som dermed er til disposisjon for dem, tillates Island å fiske det resterende kvantum. I så tilfelle skal Grønland og/eller Norge få kompensasjon fra Island i den påfølgende sesong, tilsvarende i 11 prosent av Islands fangst av tilleggskvoten.
    2. En eventuell kompensasjon i h.t. pkt. 1 reduseres i det omfang Grønland og/eller Norge har fisket av sin tilleggskvote.
    3. Hvis Island, direkte eller indirekte, har fått overført kvote fra Grønland og/eller Norge, medregnes ikke dette kvantum ved beregning av kompensasjonen.
    4. Hvis kompensasjon i henhold til denne artikkel i en sesong fører til en fordeling som er klart urimelig, skal Partene søke å bli enige om på hvilken måte kompensasjonen skal gjennomføres.

Artikkel 7

    1. Hvis en av Partene beslutter å overføre sin kvote, helt eller delvis, skal de øvrige Parter informeres om dette.
    2. Fangster på overførte kvoter avskrives på den overførende Parts kvote.

Artikkel 8

    1. Grønlandske og norske fartøyer skal tillates å fiske lodde i hver sesong inntil 15. februar i den islandske økonomiske sone nord for 64°30'N, med slik begrensning som Partene måtte bli enige om. Island vil også tillate slike fartøyer å ilandføre sine fangster i islandske havner, samt å ta ombord forsyninger i islandske havner. På anmodning fra Grønland, og i henhold til avtale med Island, for en sesong av gangen, kan Island tilstå disse rettigheter til fartøyer av andre nasjonaliteter med grønlandsk lisens. Denne bestemmelse virker ikke inn på Islands internasjonale forpliktelser i henhold til EØS-avtalen.
    2. Med »grønlandske fartøyer« som omtalt i punkt l, forstås fartøyer som er registrert i Grønland og oppfyller den grønlandske fiskerilovs krav til eierskap.

Artikkel 9

    Islandske og norske fartøyer skal tillates å fiske lodde i den grønlandske fiskerisone nord for 64°30'N.

Artikkel 10

    Grønlandsk lisensierte og islandske fartøyer skal tillates å fiske lodde i fiskerisonen ved Jan Mayen, med slik begrensning som partene måtte bli enige om, så vel som å ilandføre sine fangster i norske havner.

Artikkel 11

    I forbindelse med fiskeadgang, som er nevnt i artiklene 8, 9 og 10, kan hver av Partene fastsette restriksjoner for sin sone m.h.t. fartøyenes størrelse, antall og type.

Artikkel 12

    Partene skal løpende utveksle statistikk om loddefangstene.

Artikkel 13

    Partene skal samarbeide om gjennomføring av vitenskapelig forskning vedrørende loddebestanden.

Artikkel 14

    Partene skal møtes minst en gang i året, vekselvis i hvert av de tre land, for å drøfte gjennomføringen av avtalen. Partene skal konsultere vedrørende iverksettelse av bevaringstiltak, inklusive forslag om stengning av områder for å beskytte loddeyngel.

Artikkel 15

    Avtalen skal gjelde for sesongene fra og med l. juli 1994 og til og med 30. april 1998, og vil bli forlenget med 2 år om gangen, medmindre en av Partene sier opp avtalen senest 6 måneder før utløpet av avtalens opprinnelige periode, eller en tilleggsperiode.

Avtalememorandum

    Av den kvoteandel som tildeles Norge i angjeldende sesong, fastsatt i henhold til artikkel 3, tillates norske fartøyer kun å fiske 60 prosent i den islandske økonomiske sone. Islandske fartøyer tillates å fiske i fiskerisonen ved Jan Mayen kun 60 prosent av den kvoteandel, som tildeles Island.

Memorandum

    Den norske Part fremhevet at samarbeid om forvaltingen av den felles loddebestanden ved Island/Jan Mayen/Grøland og gjennomføringen av den avtalte kvotefordelingen, bør skje på grunnlag av gjensidige og likeverdige ordninger.
    Den norske Part viste i denne forbindelse til tids- og områdebegrensninger for den islandske sonen, fastsatt i avtalens artikkel 8, og anmodet Island om å revurdere disse bestemmelsene.
Den islandske Part tok ovenstående til etterretning, og informerte om bakgrunnen for disse bestemmelsene.