Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 579 . mál.


1007. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  3. gr. laganna orðast svo:
                  Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til, þar með talinn útflutning landbúnaðarvara.
    Við 1. gr. (sem verði 2. gr.). Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt er í samningnum heimilt að ákveða að framleiðendur, sem hætta sauðfjárframleiðslu, geti að uppfylltum ákveðnum skilyrðum haldið beinum greiðslum samkvæmt greiðslumarki lögbýlisins til verðlagsársins 1997–98.
    Á eftir 1. gr. komi ný grein (sem verði 3. gr.), svohljóðandi:
                  G-liður ákvæða til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
                  Fram til 31. ágúst 1995 getur landbúnaðarráðherra heimilað innheimtu sérstaks verðskerðingargjalds af sláturafurðum sauðfjár og nautgripa til viðbótar gjaldi skv. 20. gr. laga þessara. Gjald þetta dregst af verði til framleiðenda. Það má að hámarki nema 5% af afurðaverði til framleiðenda og skal eingöngu varið til markaðsaðgerða utan lands. Ráðherra setur í reglugerð ákvæði um innheimtu og ráðstöfun gjalds þessa.