Ferill 30. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 30 . mál.


1012. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Á fund nefndarinnar um frumvarpið komu fulltrúar fjármálaráðuneytisins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Breytingarnar eru aðallega skatttæknilegs eðlis. Þannig stefnir fyrri breytingartillagan að því að laga frumvarpið að tekjuhugtaki tekjuskattslaganna, en í þeim lögum hefur alfarið verið byggt á því að skattskyldar tekjur séu skilgreindar sem brúttóstærðir. Þá er í þeirri tillögu lagt til að tryggt verði að frádráttur sá, sem frumvarpið mælir fyrir um, geti aðeins komið til frádráttar tekjum sem maður hefur af útleigu íbúðarhúsnæðis sem hann áður nýtti til eigin nota en ekki til frádráttar öðrum tekjum. Í síðari breytingartillögunni er lagt til að gildistöku verði frestað um ár, en það byggist á því að ýmsir framkvæmdalegir annmarkar eru á því að hafa frumvarpið afturvirkt, m.a. að skilafrestur á skattframtölum einstaklinga er liðinn og yfirferð framtala á skattstofum langt komin.

Alþingi, 20. apríl 1994.



Halldór Ásgrímsson,

Kristín Ástgeirsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.


form., frsm.



Steingrímur J. Sigfússon.

Vilhjálmur Egilsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Ingi Björn Albertsson.

Árni R. Árnason.