Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 470 . mál.


1030. Breytingartillögur



við frv. til l. um Þjóðarbókhlöðu.

Frá menntamálanefnd.



    Við 1. gr.
         
    
    Í stað orðsins „Þjóðarbókhlaða“ í 1. gr. og í stað sama orðs í öðrum ákvæðum frumvarpsins komi (í viðeigandi beygingarföllum): Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn.
         
    
    Orðin „Landsbókasafn Íslands og Háskólabókasafn sameinuð“ falli brott.
    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðsins „þjóðbókavörður“ í 4. mgr. og í stað sama orðs í öðrum ákvæðum frumvarpsins komi (í viðeigandi beygingarföllum): landsbókavörður.
         
    
    5. mgr. falli brott.
    Við 3. gr.
         
    
    Orðin „sem aflar rökstuddrar umsagnar stjórnar bókasafnsins“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Landsbókavörður skal skipaður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa.
    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Landsbókavörður ræður aðstoðarlandsbókavörð til sex ára í senn úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa. Heimilt er að endurráða aðstoðarlandsbókavörð einu sinni án þess að staðan sé auglýst.
                  Landsbókavörður ræður jafnframt aðra starfsmenn bókasafnsins.
     Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðanna „alþjóðabóknúmerakerfið (ISBN) og fyrir“ í 8. tölul. komi: alþjóðabóknúmerakerfi og.
         
    
    Orðin „m.a. með því að tengjast alþjóðlegum tölvunetum og upplýsingalindum“ í 10. tölul. falli brott.
         
    
    13. tölul. orðist svo: Að veita bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu, rannsókna og hvers konar lista- og menningarmála í landinu.
    Heiti III. kafla verði: Fjárhagsmálefni.
    Á undan 11. gr. komi nýtt kaflaheiti: Ýmis ákvæði.
    Við 12. gr. 2. málsl. fyrri málsgreinar orðist svo: Í reglugerð skal m.a. mælt fyrir um starfshætti bókasafnsins, starfssvið stjórnenda þess og stjórnarfundi og boðun þeirra.
     Við 14. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um rétt starfsmanna fer skv. 14. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954.
    Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn.