Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 477 . mál.


1032. Breytingartillögur



við frv. til l. um Vísinda- og tækniráð Íslands.

Frá menntamálanefnd.



    Í stað orðsins „Vísinda- og tækniráðs Íslands“ í fyrirsögn I. kafla og í stað sama orðs hvarvetna í frumvarpinu komi (í viðeigandi beygingarföllum): Rannsóknarráð Íslands.
    Við 2. gr. Í stað orðanna „og tækni“ í 1. tölul. komi: tækni og nýsköpunar.
    Við 3. gr.
         
    
    C- liður 1. mgr. orðist svo: Þrjá án tilnefningar að höfðu samráði við ríkisstjórn.
         
    
    Á eftir 2. málsl. í 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Við skipun í ráðið skal menntamálaráðherra gæta þess að jafnvægi sé á milli vísinda og tækni og að sjónarmið atvinnulífs komi fram í ráðinu.
    Við 11. gr. Á undan orðinu „nýsköpun“ í fyrri málslið fyrri málsgreinar komi: þróun og.
    Við 16. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Rannsóknarráð Íslands sér um rekstur Rannsóknarnámssjóðs í umboði stjórnar sjóðsins, sbr. 23. gr.
    Við 22. gr. Greinin orðist svo:
                  Menntamálaráðherra er heimilt í samráði við mennta- og rannsóknarstofnanir að setja á stofn tímabundnar stöður prófessora er sinni rannsóknum á sviðum sem talin eru sérstaklega mikilvæg. Rannsóknarráð Íslands og mennta- og rannsóknarstofnanir geta gert tillögur til menntamálaráðherra um að slíkar stöður verði stofnaðar.
                  Í stöður rannsóknarprófessora skal einungis ráða þá sem hlotið hafa viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknarstörf. Sérstök dómnefnd skal meta hæfni umsækjenda.
                  Menntamálaráðherra setur reglugerð um stöður rannsóknarprófessora.
    Heiti frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um Rannsóknarráð Íslands.