Ferill 562. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 562 . mál.


1129. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt á l. um skipulag ferðamála, nr. 79/1985, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á fund til sín frá samgönguráðuneyti Jón Birgi Jónsson ráðuneytisstjóra og Ragnhildi Hjaltadóttur skrifstofustjóra, sem og Birgi Þorgilsson, formann ferðamálaráðs.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins að teknu tilliti til breytinga sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Með þeim breytingum er gert ráð fyrir að skipunartími ferðamálaráðs og ferðamálasjóðs verði áfram tímabundinn til fjögurra ára í senn eins og í gildandi lögum.

Alþingi, 29. apríl 1994.



Pálmi Jónsson,

Stefán Guðmundsson,

Jóhann Ársælsson,


form., frsm.

með fyrirvara.

með fyrirvara.



Sturla Böðvarsson.

Egill Jónsson.

Árni Johnsen.



Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,

Guðni Ágústsson,

Petrína Baldursdóttir.


með fyrirvara.

með fyrirvara.