Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 280 . mál.


1170.

Skýrsla

félagsmálaráðherra um skuldastöðu heimilanna, samkvæmt beiðni.


SKJAL REPRÓ nema bls. 8 og fyrsta málsgreinin á bls. 9
Þróun skulda frá 1980
Heimildir um eignarstöðu íslenskra heimila eru einkum ýmsar skýrslur bankastofnana og Seðlabanka Íslands, en einnig gefa eignarskattsframtöl mikilvægar vísbendingar um skuldir heimilanna. Jöfnum höndum verður unnið úr þessum heimildum í þessari skýrslu. Tiltækar eru tölur um stöðu lána í árslok, en ekki eru til yfirlit er sýna veitt lán á ári hverju.
    Samkvæmt bráðabirgðatölum námu skuldir heimilanna við lánastofnanir í árslok 1993 um 256 milljörðum króna, en til samanburðar má nefna að löng erlend lán þjóðarbúsins námu 265 milljörðum króna á sama tíma. Áætlanir benda til að skuldirnar hafi aukist á síðasta ári um 18 milljarða króna eða um 7% að raungildi. Reiknað á mann námu skuldir heimila við síðustu árslok um 970 þúsundum króna, eða 3.875 þúsundum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Fyrir utan skuldir við lánastofnanir standa skattaskuldir einstaklinga við ríkissjóð sem námu um 7,3 milljörðum króna í árslok 1992 samkvæmt ríkisreikningi, greiðslukortaskuldir sem námu um 8 milljörðum króna auk nokkurra annarra skulda utan lánastofnana. Rétt er einnig að benda á að lánaviðskipti milli einstaklinga eru ekki talin með, en löngum tíðkaðist að greiða íbúðarhúsnæði að hluta með handhafabréfum.
    Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið með miklum hraða á undanförnum áratug. Frá 1980–1993 6,1-földuðust skuldir heimilanna á föstu verðlagi sem svarar til þess að skuldir hafi aukist um 15% á ári. Reiknað á mann er aukningin 4,3-föld, eða 14% á ári. Hins vegar var kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aðeins 13% hærri árið 1993 en 1980.

Tafla 1. Skuldir heimilanna við lánastofnanir 1980–1993


Fjárhæðir í milljónum króna



          Skuldir í árslok á verðlagi hvers árs


Skuldir

Hlutfall


Skuldir

Húsnæðis-

á meðal-

Magn-

Magn-

skulda og


alls

skuldir

verðlagi

vísitala

breyting

ráðstöfunar-


1993

1993=100

frá f. ári, %

tekna, %



1980
2
.746 2 .015 40 .554 16 ,3 21 ,7
1981
4
.978 4 .029 50 .440 20 ,3 14 ,7 25 ,5
1982
9
.255 7 .649 63 .469 25 ,5 18 ,3 30 ,3
1983
18
.671 15 .290 73 .024 29 ,4 15 ,1 40 ,2
1984
26
.264 21 .349 85 .067 34 ,2 16 ,5 45 ,3
1985
41
.545 32 .626 99 .724 40 ,1 17 ,2 50 ,4
1986
55
.773 42 .335 117 .031 47 ,0 17 ,4 52 ,8
1987
76
.983 56 .429 133 .764 53 ,8 14 ,3 54 ,0
1988
101
.428 74 .372 147 .231 59 ,2 10 ,1 61 ,4
1989
135
.744 102 .333 158 .631 63 ,8 7 ,7 68 ,2
1990
170
.726 126 .507 177 .570 71 ,4 11 ,9 78 ,4
1991
211
.270 159 .117 206 .459 83 ,0 16 ,3 88 ,3
1992
238
.606 179 .837 232 .639 93 ,5 12 ,7 101 ,7
1993 brb.
256
.770 191 .689 248 .791 100 ,0 7 ,0 113 ,9

Heimild: Seðlabanki Íslands
    Tafla 1 sýnir að skuldirnar hafa hrannast stöðugt upp og skiptir þá litlu hvernig árferðið er eða hvernig ráðstöfunartekjurnar hafa þróast. Oftsinnis eru skuldir heimila einmitt settar í samhengi við ráðstöfunartekjur sem gefur vísbendingu um greiðslubyrðina. Árið 1992 eru skuldir heimilanna 2% hærri en ráðstöfunartekjur. Bráðabirgðatölur fyrir síðasta ár benda til að vöxtur á skuldum heimilanna hafi enn haldið áfram að aukast og þær nú orðnar 14% hærri en ráðstöfunartekjur. Árið 1980 var hlutfall skulda og ráðstöfunartekna hins vegar 22%. Á næstu mynd gefur einmitt að líta þróun skulda í hlutfalli við ráðstöfunartekjur heimilanna árin 1980–1993.

SKJAL ÁFRAM REPRÓ