Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 128 . mál.


398. Nefndarálit



um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og var umfjöllun hennar með svipuðu sniði og undan farin ár. Formaður og einn nefndarmanna fóru yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt sem borist hafa nefndinni til að kanna hvort þær uppfylla þau skilyrði sem allsherjarnefnd hefur sett fyrir veitingu ríkisfangs, sbr. þskj. 910 frá 112. löggjafarþingi.
    Við afgreiðslu á þessu frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar, sem er væntanlega hið fyrra á þessu löggjafarþingi, hefur nefndin haft að leiðarljósi fyrrgreindar reglur um veitingu ríkisfangs. Umsóknir, sem ekki hljóta afgreiðslu nú, bíða þar til síðara frum varpið verður afgreitt á vorþingi, en þá koma allar óafgreiddar umsóknir aftur til skoðun ar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Fjarstaddur afgreiðslu málsins var Björn Bjarnason.

Alþingi, 16. des. 1994.



    Sólveig Pétursdóttir,     Kristinn H. Gunnarsson.     Ey. Kon. Jónsson.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Jón Helgason.     Guðmundur Árni Stefánsson.

    Pétur Bjarnason.     Kristín Sigurðardóttir.